Um okkur

Leikskólinn Tröllaborgir
Tröllagili 29
603 Akureyri
trollaborgir@akureyri.is

Sími: 4694700 (símanúmer deilda: Berg; 4694703. Hvammur; 4694704. Lækur; 4694706. Móar; 4694702. Laut; 6553639)

Leikskólinn Tröllaborgir
Leikskólinn Tröllaborgir er á tveimur neðstu hæðunum í níu hæða blokk sem er byggð af
Félagsstofnun stúdenta á Akureyri. Að auki er nýjasta deildin, Laut, sem stofnuð var 2017 og er staðsett í Glerárskóla. Akureyrarbær sér um rekstur leikskólans sem tók til starfa
þann 19. ágúst 2004. Tröllaborgir eru einsetinn leikskóli með rými fyrir um 110 börn.
Leikskólinn er með um 24 stöðugildi.

Deildaskipting
Tröllaborgir er fjögurra deilda leikskóli og eru yfirleitt tveir árgangar á hverri deild, þó er Lautin sem staðsett er í Glerárskóla einungis ætluð 5 ára börnum.

Deildirnar eru:
Berg, Hvammur, Lækur, Móar og Laut

Dvalartími
Leikskólinn er opinn frá 7:45 – 16:15.
Dvalartími barna er frá 4 – 8,5 tímum. Leikskólinn er einsetinn og mæta því öll
börn á morgnana og eru mislangt fram á daginn.

Þróunarverkefnið Aukin Gæði Náms

AGN-ið, skólaþróun í þágu nemenda

AGN-ið var tveggja ára þróunarverkefni sem unnið var á árunum 2005-2007 í samvinnu við
ráðgjafa frá Skólaþróunarsviði Háskólans á Akureyri. Markmið verkefnisins var að skapa börnum og starfsmönnum leikskólans góð skilyrði til náms og þroska, ásamt því að stuðla að auknum gæðum.
Verkefnið fólst í því að styrkja þætti í stjórnskipulagi skólans og í starfi á deildum.

AGN skýrsla