Rauði hópur í Læk

Hér koma loksins myndir af rauða hóp en við vorum á dögunum í leikfimi á Völlum. Það var ofsalega gaman og við mjög dugleg og hugrökk að klifra í rimlunum og stökkva niður á bláu dýnuna. Svo vorum við að æfa okkur í að fara í æfingar, fórum á eina stöð og svo á næstu stöð og svo koll af kolli. Þetta gekk bara mjög vel þó það væri stundum freistandi að sleppa úr æfingu og æfingu 🙂 Þetta gerðum við í nokkra hringi og svo vorum við bara frjáls og gerðum það sem okkur þótti skemmtilegast   sjá myndir

img_6368