Fiskahópur í hugrekkisferð, Hvammur

Í dag lásum við bókina „Gummi fer á veiðar með afa“ og lékum okkur svo um stund í Móum. Undir lok hópastarfsins ákváðum við að fara í hugrekkisferð með lyftunni alla leið upp á 9. hæð og kíkja þar út um gluggann, sjá myndir hér !

Ferðinni var heitið upp á 9. hæð með lyftunni  IMG_3949_tn

Sullum sull hjá Bleikahópi

Á mánudaginn vorum við í Bleikahópi í Litla Læk. Við ákváðum að skella okkur í smá sull inni á baði og höfðum til þess sullukerið okkar sem var fullt af vatni og skemmtilegum dýrum 🙂 Mikið fjör hjá okkur í dag 🙂

Sjá myndir hér

IMG_9844

Fluga í samverustund :)

Yngri hópurinn í Læk skellti sér í samverustund á mánudaginn. Við byrjuðum á því að syngja saman nokkur skemmtileg hreyfilög. Það leið ekki á löngu þar til lítil fluga fangaði athygli drengjanna í samverustundinni. Við ákváðum því að syngja bara saman seinna og skoða þessa flugu nánar 🙂 Sjá myndir hér

IMG_9868

Tröllaborgir 11 ára, myndir frá Hvammi

Í dag áttu Tröllaborgir 11 ára afmæli. Af því tilefni var efnt til veislu á Völlum þar sem allir komu saman, sungu og fengu popp & saltstangir. Jakobína leikskólastjóri kallaði svo dygðatröll skólans saman og færði þeim nýja poka til að hvíla sig í. Í lok dagsins var svo boðið upp á bíó (Pétur og úlfurinn) og andlitsmálningu. Endilega skoðið myndir hér !

IMG_9803  IMG_9834

Bleikihópur að bralla :)

Miðvikudaginn 2. sept. vorum við í Bleikahópnum í Læk á milli 9 og 10. Þar lékum við okkur með smíðadótið ásamt því að hæðarmæla okkur og vigta. Drengirnir voru þó ekki allir á því að taka þátt í þessu en þeim þótti þetta samt mjög spennandi og voru forvitnir í að skoða þessi tæki 🙂

 

Sjá myndir hér

Myndir frá gönguferðinni okkar í Hvammi í morgun

Í morgun var dásamlegt veður. Eftir góðan leik úti í garði ákváðum við að fara í gönguferð um nágrenni leikskólans. Við tókum með okkur ávexti og fengum okkur hressingu á leiðinni. Það var ýmislegt sem fangaði athygli barnanna, allt frá íslenskum jurtum yfir í slæma umgengni samborgara okkar. Mikið var um rusl á leiðinni og munum við fara fljótlega aftur með poka, sýna ábyrgð og leggja okkar af mörkum til að gera umhverfið okkar fallegra. Endilega skoðið myndir  hér !

IMG_9655   IMG_9694

Myndir úr aðlögun í Læk

Vikuna 10.-14. ágúst koma til okkar frá Móum 9 börn. Þau heita Ingibjörg Elín, Hanney Svana, Maron Már, Sigurbjörg Sól, Aþena Elínrós, Aþena Ósk, Sara Rós, Benjamín Leví og Natalía Nótt.

Vikna 17.-21. ágúst komu svo til okkar 9 drengir fæddir 2013. Þeir heita Anton Gauti, Bjartmar Darri, Björn Tómas, Daníel Snær, Elvar Bragi, Elvar Trausti, Heiðar Kató, Hjörtur Logi og Sebastian Óliver.

Við bjóðum þau og fjölskyldur þeirra velkomin til okkar í Læk 🙂

Myndir koma inn á næstu dögum

 

Myndir frá Fiskahópi (Rutar hópi) í Hvammi

Undanfarna daga höfum við verið að skoða myndir af alls konar sjávardýrum. Í dag útbjuggum við hákarla með því að mála hendurnar okkar og stimpla þær á blað þar sem við létum þumlana vera ugga. Við klipptum hákarlana svo út og settum á þá augu. Næstu daga munum við  halda áfram með þetta skemmtilega verkefni. Endilega skoðið myndir hér !
IMG_3627       IMG_3623