Fréttir af rauðahóp

Við í rauðahóp höfum verið mikið að brasa undanfarið. Við höfum verið að æfa okkur að leika saman, við þurfum að vera dugleg að skiptast á og nota orðin okkar til þess að segja hvað við viljum eða viljum ekki. Við erum búin að vera að gera haustmyndir og fleira skemmtilegt. Í dag vorum við í speglahelli og nýttum tækifærið til þess að skoða okkur sjálf í speglunum og teiknuðum svo sjálfsmyndir.

Nokkrar myndir úr hópastarfi í lok október má sjá hér.

Fiskahópur útbýr húsin sín og sjálfsmyndir, Hvammur

Í þessari viku höfum við í Fiskahóp verið að bralla margt skemmtilegt. Á mánudaginn bjuggum við til húsin okkar úr spýtum og enduðum svo í læknisleik. Á þriðjudaginn vorum við í Listalaut þar sem við teiknuðum sjálfsmyndir, settum fljótandi lím ofan í teikninguna og stráðum svo sandi yfir. Mjög flott listaverk þar á ferð, endilega skoðið myndir hér !

IMG_5154 IMG_5172

Marglyttuhópur, Hvammur

Hér koma nokkrar myndir úr hópastarfi hjá Marglyttunum. Kláruðum loksins fiska myndina okkar og hengdum hana upp í Hvammi. Síðan vorum við í dag að teikna okkur sjálf og æfa okkur í að skrifa nafnið okkar. Sjá myndir hér !

062

Bréf á Pósthúsið

Þegar búið var að setja frímerki á bréfin var farið með þau á Pósthúsið. Starfsmenn það tóku vel á móti okkur og fengu að vita að bréfið þeirra væru í flokkun síðan kæmi póstburðarfólk sem bæri út bréfin þangað sem þau eiga að fara. Núna bíða allir spentir eftir að bréf læðist inn um lúguna heima hjá þeim. myndir

posthus 015

Glaðværð er dygðin okkar þessa önn, við ákváðum að gleðja fjölskyldu okkar og senda þeim bréf. Allir skrifuðu sjálfir í bréfið og í því stóð „það er gott ð vera sem gleðin býr“ einnig teiknuðu börnin gleðimyndir. Myndir hér

glaðværð 039

Grín og glens í Hvammi

Líkt og flestir vita erum við að vinna með dygðina glaðværð þessa önnina. 🙂 Það er nauðsynlegt að taka sig ekki of alvarlega og geta gert létt grín af sjálfum sér. Við höfum verið að taka skrípamyndir af okkur í I-padinum þar sem börnin völdu sér „fítusa“ fyrir myndatökuna. Við sýndum þeim svo afraksturinn í tölvunni og hlátrasköllin heyrðust langar leiðir. 🙂 Skoðið myndirnar hér ! P.s. Auðvitað varð Snilli dygðartröll að vera með ! 🙂

ipad 23.okt 035

Ferð í Hof

Föstudaginn 30. okt fór Tröllahópur á brúðuleikssýningu í Hofi. Sýningin var í boði Þjóðleikhússins og var þetta sjöunda árið í röð sem Þjóðleikhúsið býður börnum í leikhús. Að þessu sinni voru börnin leidd inn í töfraheim brúðuleikhússins og sáu örstutt ævintýri úr smiðju hins þekkta brúðumeistara Bernds Ogrodniks. Myndir

lok okt 2015 062

Uglur í Yoga :)

Í gær fórum við Uglurnar í Yoga, Það vantaði reyndar Birtu Kristínu en við hin vorum á fullu að gera æfingar 🙂 Við höfðum spjöld sem sýndi æfingarnar og skoðuðum þau vel og reyndum svo að herma eftir 🙂  Sjá myndir hér.