Arnrún Eva 5 ára, Hvammur

Arnrún Eva varð 5 ára í gær, 7. feb og að sjálfsögðu héldum við upp á afmælið hennar í dag. Við óskum Arnrúnu Evu og fjölskldu hennar hjartanlega til hamingju með daginn, sjá myndir hér !

IMG_3390

Fréttir af rauðahóp

Við í rauðahóp erum kom vel af stað í hópastarfinu eftir jólafríið. Við erum að æfa okkur í því hvenær við eigum afmæli og hvar við eigum heima. Einnig erum við að æfa okkur í vísu mánaðarins. Í dag vorum við í speglahelli að leika okkur með púðana og krakkarnir fóru í hver er undir teppinu. Sjá myndir hér.

IMG_2257

Dagur leikskólans, heimsókn frá forseta bæjarstjórnar og RÚV

Dagur leikskólans (6.feb) var haldinn hátíðlegur í níunda sinn í Tröllaborgum í dag.
Markmið dagins er að vekja athygli á því kraftmikla starfi sem unnið er í leikskólunum á hverjum degi. Við í Hvammi og Bergi buðum forseta bæjarstjórnar og RÚV í heimsókn til okkar þar sem börnin sungu fyrir gestina ásamt því að færa þeim listaverk sem þau höfðu útbúið. Endilega skoðið myndir hér !  Athugið að hér má sjá fréttina á RÚV ! 🙂

IMG_6407 IMG_6411

Mismunandi svipbrigði :) :/ :(

Í samverustund vorum við aðeins að ræða um tilfinningar og mismunandi svipbrigði eftir þvi hvernig okkur líður. Skemmtilegar umræður og vangaveltur komu fram hjá börnunum og við prufuðum að sjálfsögðu að setja upp alls konar svipbrigði 🙂

Sjá myndir hér

IMG_2070

Fimleikahúsið

Rauði-og Fjólubláihópur skelltu sér í fimleikahúsið þriðjudaginn 2. feb. Þar fóru þau í ýmsa skemmtilega leiki og höfðu mikið gaman 🙂

Sjá myndir hér

IMG_2120

Dagur leikskólans – Móar

Í tilefni af Degi leikskólans sem er á morgun 6.febrúar þá gerðu börnin þrjár myndir og ætluðu að fara með tvær myndir í fyrirtæki hér í grendinni og setja eitt í lyftuna en vegna veðurs þá geymum við fyrirtækin til betri tíma, en þau settu mynd í lyftuna okkar í Tröllaborgum 😉
Eins og sjá má á þessum myndum þá gerðu þau voða sætan krókódíl, það hentaði vel þar sem við syngjum lag sem heitir “það er krókódíll í lyftunni minni” 😉

Dagur leikskólans

Í tilefni af degi leikskólans n.k. laugardag 6 febrúar – er opið hús hér í Tröllaborgum frá kl.9-15. Allir velkomnir!
Börnin hafa undanfarið unnið verk og æft söngva sem þau ætla að gleðja bæjarbúa með, bæði nágranna okkar hér í hverfinu – sem og starfsfólk valinna stofnanna, svo einhverjir hópar verða á faraldsfæti fyrir hádegið.IMG_0976

Krummar

Í dag voru Krummarnir í Móum að kyssa á blað til að vera varnirnar sínar, hér má sjá myndir. Einnig kláruðu þau að gera fiskamyndina sína og fengu svo ávexti og hlustuðu á söguna um Greppikló.

Krummar að mála.

Á þessum myndum má sjá þegar Krummahópur var í Listalaut 26. janúar. Þar voru þau að gera spegilmyndir, þau byrjuðu á því að mála á blað og settu síðan annað blað ofaná og nudduðu þeim saman og útkoman var þessar skemmtilegu spegilmyndir hjá þeim. Myndirnar hanga á töflunni okkar í Móum 😉

Krummar í Móum

21. janúar voru Krummarnir í Móum að stimpla fingraförin og hendurnar, hér má sjá myndir. Þegar það var búið þá fengu þau ávexti og léku sér í dótinu áður en þau fóru út að leika.

Marglyttuhópur Hvammur

Við áttum Velli á þriðjudaginn og þar vorum við í dansstuði, fórum bæði í stóla- og sitjudans. Í lok tímans fórum við líka í leikinn “hver er undir teppinu”.  Allir þessir leikir gengu alveg frábærlega vel 🙂 Sjá myndir hér ! Og sjá myndband hér og hér

076

Marglyttuhópur – Hvammur

Á mánudaginn síðasta vorum við í Marglyttuhóp að æfa okkur í að ríma og líka að spjalla aðeins um hófsemi, dygð þessarar annar. Í lok tímans kíktum við svo á bókstafinn D og bjuggum til risastórt D úr töppunum okkar. 🙂 Sjá myndir hér !

047