Berg í drullukökubakstri

Í morgun fórum við í skóginn fyrir neðan Tröllaborgir með vatn, skoflur og form, við hlustuðum á söguna um „ Langafi drullumallar“ Við ákváðum að gera eins og í sögunni og drullumölluðum frábærar kökur í öllu stærðum og gerðum. myndir

Jökull Freyr hættir :)

Fimmtudagurinn 31. maí var síðasti dagurinn hans Jökuls Freys í Tröllaborgum. Við þökkum honum og fjölskyldu hans innilega fyrir samveruna og óskum þeim góðs gengið á nýjum stað 🙂

Sjá myndir hér

Vettvangsferð í Akureyrarkirkju og Sigurhæðir

Í dag fórum við í vettvangsferð í miðbæinn þar sem við fórum og skoðuðum Akureyrarkirkju og Sigurhæðir. Við vorum búin að tala við organistann, Eyþór Inga Jónsson, sem tók á móti okkur og sýndi okkur orgelið og spilaði nokkur lög fyrir okkur: Vertu til, Vor í Vaglaskógi og 17 júní-lagið. Einnig sýndi hann okkur hvernig hægt er að herma eftir ýmsum hljóðfærum með orgelinu og líkja eftir hljóðum dýra. Eftir þessa fræðslu gengum við aðeins um kirkjuna og skoðuðum og fórum svo út og heimsóttum Sigurhæðir.  Myndir hér

   

Strætóferð :)

Þriðjudaginn 22. maí fóru Ljónahópur og Krókódílahópur saman í strætóferð. Við fórum niður í bæ þar sem við skoðuðum okkur um, lékum okkur aðeins og fengum okkur ávexti. Á leiðinni heim komum við, við á róló og lékum okkur aðeins áður en við löbbuðum aftur í leikskólann 🙂

Sjá myndir hér

Aðlögun í Móum

 Á mánudaginn byrjuðu fimm nýjir strákar hjá okkur á Móum 🙂 Þeir heita Pétur Orri, Þórólfur Óli, Emil Bastían, Benjamín Loki og Mikael Þór.  Við bjóðum þá og fjölskyldu þeirra hjartanlega velkomin í leikskólann 🙂 Sjá myndir frá aðlöguninni hér.

Móar – gönguferð

Í morgun fóru krakkarnir í Móum í gönguferð, við löbbuðum í skógarreitinn hérna fyrir neðan leikskólann. Þar settumst við niður og fengum okkur melónu. Á leið okkar um skóginn sáum við svo fugla, flugur og hund sem við fengum að klappa ásamt ýmsu öðru. Hér eru nokkrar myndir úr ferðinni. Sjá

Börn í aðlögun í Læk

Í dag byrjuðu 6 ný börn í aðlögun í Læk. Þau heita Alex Máni, Ronja Rán, Styrmir Ísak, Hildur Birta, Vilhjálmur Ingvi og Hrafnýr Smári.  Við bjóðum þau og fjölskyldur þeirra innilega velkomin í Læk:-)

myndir hér

Ævintýraferð

Í morgun fórum við í ævintýraferð og hittum fullt af ævintýrapersónum, skemmtilega að skoða þetta. Skemmtileg ferð og allir skemmtu sér vel. Hlustuðum á ævintýri við tjörnina 🙂 Myndir hér

Ferð í Lystigarðinn – Hvammur

Við í Hvammi skelltum okkur í strætóferð í Lystigarðinn í morgun. Við röltum um garðinn og skoðuðum blómin, gosbrunnana og annað sem á vegi okkar varð. Krakkarnir fengu öll að taka nokkrar myndir af því sem vakti þeirra áhuga. Myndirnar eru skemmtilega alls konar og þeim fannst gaman að fá að sjá um myndatökuna. Hér eru myndirnar þeirra.

Hjóladagur í Bergi

Í gær var hjóladagur í Bergi. Allir komu með hjól og við útbjuggum hjólasvæði á bílastæðinu. Lögreglan kom í heimsókn og fór yfir bremsubúnaðinn á hjólunum og gaf skoðunarmiða sem vöktu mikla lukku. Á köflum var ansi vindasamt þannig að við þurftum að klæða okkur vel en létum það ekki trufla okkur! Myndir hér.

Hjóladagur í Læk :)

Í dag var hjóladagur hjá okkur í Læk. Börnin komu með hjólin sín, hlaupahjól eða sparkbíla og auðvitað hjálma í leikskólann og skemmtu sér vel hjólandi um garðinn okkar 🙂

Sjá myndir hér

Hjóladagur í dag :)

Í dag var hjóladagur hjá okkur á Móum. Sumir mættu með hjól og aðrir með sparkbíla, þetta var rosalega skemmtilegt og fannst börnunum gaman að skoða og jafnvel fá að prufa hjólin/bílana hjá öðrum 🙂 Hérna má sjá myndir 😉

Laut – Logi og Glóð útskrift :)

Í síðustu viku bauð slökkvistöðin okkur til sín. Heimsóknin tengist eldvarnarverkefninu um Loga og Glóð sem við höfum verið að taka þátt í í vetur. Þetta var virkilega skemmtileg dagskrá hjá þeim líkt og undanfarin ár. Markmiðið er alltaf að hafa gaman saman og það tókst svona ljómandi vel 🙂 Myndirnar tala sínu máli, þó sumar þeirra séu óskýrar sökum mikils vatn og stuðs almennt 🙂
Sjá hér !

Hjóladagur og umferðarskóli

Í dag var hjóladagur hjá okkur í Hvammi, krakkarnir mættu öll galvöst á hjólunum sínum og fengu að vera á þeim í útivist bæði fyrir og eftir hádegi og var mikið fjör.

2012 árangurinn byrjaði á því að fara í umferðarskólann en Selma lögga kom og fræddi þau um umferðareglurnar. Einnig sýndi hún þeim hvernig á að stilla hjálmana rétt á hausinn og hvers vegna það er mikilvægt.

 

Selma lögga skoðaði líka hjólin hjá öllum krökkunum til þess að vera viss um að bremsurnar virki.

Sjá myndir hér.

 

Evelyn Margrét 6 ára

Evelyn Margrét varð 6 ára 10. maí síðastliðinn í tilefni þess héldum við í Hvammi uppá það með henni. Við óskum henni og fjölskyldu hennar til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum í Hvammi.
Hér má sjá myndir frá deginum.