Hvolpahópur hópastarf

Hjá okkur í hvolpahóp hefur verið mjög vinsælt að spila samstæðuspil og gerum við það reglulega í hópatími. Svo höfum við verið í málörvun, föndrað og leikið okkur úti og inni. Hér koma nokkrar myndir frá því í hópastarfi í morgun 🙂

Hjörtur Logi 5 ára

Hjörtur Logi varð 5 ára síðastliðinn föstudag 4. maí í tilefni þess héldum við í Hvammi uppá það með honum. Við óskum honum og fjölskyldu hans til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum í Hvammi. Sjá myndir hér.

Göngutúr hjá Uglunum

Um daginn fórum við Uglurnar í göngutúr, Við stoppuðum í Giljaskóla og lékum okkur aðeins þar, á leiðinni til baka tíndum við smá rusl og settum í ruslatunnurnar og spjölluðum aðeins um að allir ættu að vera duglegir að tína rusl og hafa jörðina okkar hreina 🙂 sjá myndir hér.

Tónlist í hópastarfi-krókódílahópur :)

Hæhæ í dag 3. maí fórum við í Krókódílahópi í tónlist í hópastarfinu. Við byrjuðum tímann á smá hugrekkisæfingu. Börnin komu fyrir framan hópinn, kynntu sig og sögðu hvar þau ættu heima og hvað þau væru gömul. Síðan skoðuðum við hljóðfærðin og tónlistarmyndir sem við spiluðum eftir. Í lokin héldum við smá tónleika þar sem við sungum og spiluðum Gulur, rauður…..

Sjá myndir hér    og myndband hér   🙂

Kisur og Uglur í gönguferð :)

Í dag ákváðum við í kisuhóp og ugluhóp að skella okkur í smá gönguferð. Við kíktum á leiksvæðið hjá Giljaskóla og skemmtum okkur mjög vel, kastalinn vakti mikla lukku 🙂 Svo enduðum við á að setjast niður og borða melónurnar sem við tókum með í nesti. Myndir má sjá hér og hér 🙂

Rauðihópur í Bergi.

Rauðihópur fór í vettvangsferð í skóginn fyrir neðan Tröllaborgir og það fundum við ýmislegt sem við ætlum að föndra úr en börnin fundu einnig á leiðinnni áðnamaðka í polli og ákváðu að bjarga þeim og setja í mold. myndir

Lífsleikni, virðnig.

Rauðihópur ákvað í tengslum við lífsleikninna að fara og tína rusl í kringum leikskólann, þar sem virðing er dygðin á vorönninni var tilvalið að sýna náttúrunni og umhverfinu virðingu og tína rusl og gera fínt hjá okkur fyrir sumarið. myndir

Olivier 6 ára

Í dag varð Olivier 6 ára gamall. Við óskum honum og fjölskyldu hans hjartanlega til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum vinum þínum í Laut 🙂 Sjá myndir hér !

Laut – Logi og Glóð aðstoðarmaður

Í dag var hún Una Lind aðstoðarmaður skökkviliðisins. Við fórum saman hring um skólann, skoðuðum hvar er að finna reykskynjara, slökkvitæki, brunaslöngur, útljós og fleira svo dæmi séu tekin. Nú hafa öll börn í Laut fengið það hlutverk að vera aðstoðamenn 🙂 virkilega flott öllsömul 🙂
Sjá myndir af Unu Lind hér !

Laut – Ferð á Listasafnið

Við í Laut fórum fyrir nokkru síðan í strætóferð niður í bæ og röltum uppá Listasafn til að skoða sýninguna Sköpun bernskunnar 2018. Virkilega skemmtileg og flott sýning þar sem þema hennar var um tröll, í allskyns samhengi og útfærslum. Sjá myndir hér !

 

Móar í þemavinnu

Í morgun héldum við áfram með þemavinnuna okkar, þar sem skynjun er á dagskrá hjá okkur núna. Við vorum að vinna með bragðskyn, við smökkuðum ýmsa ávexti ýmist sæta, súra, beiska eða harða. Börnin voru mjög spennt að smakka en smökkunin fór þó misvel í þau 🙂 Síðan vorum við með hlaup sem þau fengu bæði að mála með mynd og smakka. En myndirnar segja allt sem segja þarf 🙂 þær eru margar ansi skondnar 🙂 sjá hér

Tröllakrakka hópur fór í óvissuferð

Tröllakrakka – hópur fór í óvissuferð. Við byrjuðum á því að labba niður í Glerárskóla og lékum okkur aðeins á útisvæðinu í Laut. Svo hoppuðum við upp í strætó og fórum með honum niður í bæ. Ætluðum að kíkja á bókasafnið en það var ekki búið að opna, þannig að við löbbuðum í Pennann og skoðuðum bækurnar þar. Löbbuðum svo aftur á bókasafnið. Þar fengum við að kíkja í bækurnar þar og sumir úr hópnum eru byrjuð að lesa þannig að við vorum líka að æfa okkur í að lesa aðeins. Skemmtilegur dagur hjá okkur:) Hérna eru myndir úr ferðinni – Árný Helga að lesa – Grettir að lesa


Tröllakrakka – hópur

Hérna koma nokkrar myndir frá hópastarfinu okkar á Völlum. Við byrjðum á því að æfa okkur að kasta og grípa bolta. Síðan fórum við í stöðvaþjálfum þar sem við gengum eftir línu, hoppuðum á trampolíni og klifruðum í rimlunum, svo eitthvað sé nefnt. Í lok tímanst fórum við svo í smá slökun 🙂

 

Sjá myndir hér