Aðlögun í Bergi

Þessa dagana er aðlögun í Bergi. Fimm ný börn byrjuðu í gær, þau Embla Karen, Brynjar Arnþór, Hjörtur Logi, Auður Huld og Helga Líf. Daníel Snær byrjaði hjá okkur í síðustu viku. Við bjóðum þau og fjölskyldur þeirra velkomin til okkar í Berg!

Myndir hér

Flutningur á milli deilda

Í dag fluttust 15 úr Læk yfir í Hvamm. Það voru þau Adríana Marín, Bergþór Ernir, Björk Sigríður, Embla Þórhildur, Freyja Ísold, Frosti Snær, Hafrún Júlía, Hilmar Darri, Igor Dominic, Jökull Freyr, Ronja Jenný, Róbert Máni, Styrmir Snær og Viktor Örn. Við þökkum þeim og fjölskyldum þeirra kærlega fyrir samveruna í Læk og óskum þeim góðs gengis á nýrri deild 🙂 Myndir af flutningnum má sjá hér.

Í dag fluttust 8 börn úr Móum til okkar í Læk. Það voru þau Bjartmar Kristján, Emil Þorri, Erpur Orri, Hilmir Kató, Óliver Máni, Sandra, Snjólaug Helga og Stefán Örn. Við bjóðum þau og fjölskyldur þeirra velkomin 🙂 Myndir af flutningnum má sjá hér.

Móabörn flytjast upp í Læk og Hvamm :)

Í dag fluttust 11 börn frá okkur í Móum upp á efri hæðina. Brynja Sól, Erla Sól og Hilmar Rafn fóru í Hvamm og Bjartmar Kristján, Emil Þorri, Erpur Orri, Hilmir Kató, Óliver Máni, Sandra, Snjólaug Helga og Stefán Örn fóru í Læk. Við þökkum þeim og fjölskyldum þeirra kærlega fyrir frábæran vetur og óskum þeim velfarnaðar á nýjum deildum 🙂

Í gær vorum við með smá kveðjustund þar sem þau fengu að velja hvaða lög við sungum í söngstundinni. Hér má sjá myndir af kveðjustundinni og einnig frá því þegar þau fóru upp í morgun 🙂

Stefán Örn og Sandra 3 ára :)

Í dag héldum við upp á 3 ára afmæli Stefáns og Söndru, en Sandra verður 3 ára á morgun og Stefán þann 4. júlí. Við óskum þeim og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn 🙂 Hér eru nokkrar myndir af afmælisbörnunum okkar 🙂

Laut – Listigarður

Við nýttum góða veðrið í gær og fórum í ferð í listigarðinn. Tókum með okkur drykki og kex og gæddum okkur á því í garðinum, fórum svo í jóga og smá leiki 🙂 Sjá myndir hér !

Strætóferð í naustahverfi :)

Í gær fimmtudag fóru Ljónahópur og Krókódílahópur í strætóferð. Við fórum í naustahverfið þar sem við lékum okkur í garðinum heima hjá Boggu. Síðan löbbuðum við í leikskólann Naustatjörn þar sem við hlupum um og lékum okkur áður en við tókum strætó aftur heim 🙂

Skemmtilegur dagur í frábæru veðri 🙂

Sjá myndir hér

 

Strætóferð :)

Í morgun nýttum við veðurblíðuna til að fara með þau börn sem eru að hætta á Móum í strætóferð. Við fórum niðrí bæ og hlupum á torginu og settumst svo niður og borðuðum banana, við sáum stóran bangsa þar sem börnin fengu að knúsa. Við ákváðum að skoða skemmtiferðaskipið sem lá við bryggjuna og voru börnin heldur betur heilluð af þessu risa stóra skipi og á leiðinni sáum við endur og litla unga. Börnin vöktu einnig mikla athygli hjá ferðamönnunum sem voru á skipinu og heilsuðu flestallir börnunum og brostu til þeirra 🙂

Hér má sjá myndir af þessari skemmtilegu ferð 🙂

Heimsókn í Matur og Mörk

Í dag fór Berg í vettvangsferð í Matur og Mörk. Við fórum með strætó. Pabbi hennar Bríetar Söru tók á móti okkur og við fengum að sjá hvað er framleitt hjá þeim. Í lok heimsóknarinnar fengu allir smá popp með sér í nesti. Á heimleiðinni stoppuðum við á róluvelli og lékum okkur. Hundurinn hennar Rósu, hann Skuggi gamli, kíkti aðeins á okkur þar 🙂 Myndir hér

   

 

Laut – Tilraunir

Fyrr í mánuðinum lékum við okkur með tilraunir. Gerðum smá eggjatilraun og sokkatilraun. Eggin láu í ediki í tvo daga og við það varð skurnin mjúk og því gátum við látið eggin boppa aðeins. Svo settum við sokk í glas og glasið síðan á hvolf í fulla skál af vatni. Þrátt fyrir að setja sokkana í vatn þá blotnuðu þeir ekkert! Þrælskemmtilegt alveg 🙂 Sjá myndir hér !

Uppákoma á Völlum :)

Í dag voru börnin í Læk með uppákomu á Völlum fyrir hinar deildarnar, þar sem þau sungu fyrir þau lagið Hvað gerir sólin ? Þau stóðu sig rosalega vel enda fengu þau mikið klapp fyrir 🙂

Sjá myndband hér

 

Una Lind 6 ára

Þann 20. júní varð Una Lind 6 ára gömul. Við óskum henni og fjölskyldu hennar hjartanlega til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum vinum þínum í Laut 🙂 Sjá myndir hér !