Dótadagur í Bergi

Í gær var langþráður dótadagur en margir höfðu beðið lengi eftir tækifæri á að koma með uppáhalds dótið sitt með í leikskólann og sýna félögunum. Hér koma nokkrar myndir frá deginum

Í hópastarfi höfum við verið að læra um líkamann. Hver líkamsheitin eru og hvernig líkaminn er. Við erum líka mikið í að leika okkur saman og eru kubbar voða vinsælir, skemmtilegt að byggja og líka hægt að læra litina með þeim 🙂 Myndir úr hópastarfi má sjá hér

Natalía Nótt 5 ára

Natalía Nótt var 5 ára 4. nóvember síðastliðinn og héldum við í Hvammi uppá það með henni. Við óskum henni og fjölskyldu hennar til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum í Hvammi. Hér má sjá myndir frá deginum.

 

Daníel Snær 4 ára

Daníel Snær varð 4 ára 1. nóvember síðastliðin og héldum við í Hvammi uppá það með honum. Við óskum honum og fjölskyldu hans til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum í Hvammi. Hér má sjá myndir frá deginum.

Krókódílahópur

Undanfarið hafa krakkarnir í Krókódílahóp verið að læra um líkamann, skoða hvað þau eru stór og hreyfa sig á fjölbreytan hátt. Þau hafa verið að spila þar sem þolinmæðin er æfð og bíða þarf eftir að röðin komi að þeim. Þau hafa fengið Lubba í heimsókn og hjálpað honum að læra málhljópin ásamt því að leika sér saman í frjásum leik.

Sjá myndir af því þegar þau voru að skoða stærð hvers annars hér.

Föstudagsleikir

Í samverustundinni fyrir hádegismat á föstudögum förum við í leiki. Við erum að læra allskonar leiki, t.d. Hver er undir teppinu, Í grænni lautu, Fram fram fylking, Stóladans, Fela hlut, Minnisleiki og fleiri leiki bæði gamla og nýja. Hér eru myndir frá einni slíkri samveru en þennan dag lékum við Þyrnirós. Myndir hér

Val í Bergi

Valstundirnar í Bergi eru alltaf skemmtilegar og þeirra er beðið með eftirvæntingu. Hér koma nokkrar myndir frá vali í Bergi síðustu daga

Blómahópur

Við í Blómahóp undanfarið höfum verið að vinna með fjölskyldurnar okkar. Við ræðum um að það eru til allskonar fjölskyldur og allar jafn góðar. Stelpurnar teiknuðu fjölskylduna sína inn í hús og skreyttu þau svo, sjá myndir hér.

Einnig höfu við verið að æfa okkur að spila en þá þurfum við að sýna þolinmæði og bíða eftir að röðin komi að okkur. Við erum mikið að spila málörvunar spil og fléttum hana þannig inn í vinnuna í hópastarfi.

Bangsadagur

Þann 26. október vorum við með bangsadag hér í Tröllaborgum. Krakkarnir komu þá með bangsavini sína í leikskólann og fengu bangsarnir að vera með krökkunum í Hvammi gegnum daginn 🙂

Sjá myndir hér.

Vinastund í Laut

Föstudaginn 3. nóvember brugðum við aðeins út af vananum og vorum með Vinastundina okkar í Laut. Þar voru saman komnar deildirnar Berg, Hvammur og Laut. Eftir Vinastundina léku Berg og Hvammur sér inni í Laut meðan að krakkarnir þar fóru út að leika. Það var mjög skemmtilegt að skoða aðstöðuna og dótið í Laut og fá að leika aðeins með það! Myndir hér

Laut – Logi og Glóð aðstoðarmenn

Þau Berglind María og Steinþór Unnar voru aðstoðarmenn slökkviliðsins í vikunni, fengu að fara í vestin flottu og fóru eftirlitshring um skólann 🙂 Kjartan Logi sonur Toddu var í heimsókn hjá okkur þennan dag og fékk að fara með þeim 🙂 Sjá myndir hér!

Krókódílar í hópastarfi

Í vikunni 24-25. okt skoðuðum við stafina okkar í hópastarfinu og tengdum þá við táknin hans Lubba. Börnin fundu myndir sem höfðu sama upphafsstaf og nafnið þeirra og límdu á blaðið og enduðu svo á því að skrifa stafinn sinn 🙂

Sjá myndir hér

Bangsadagur :)

Fimmtudaginn 26. október héldum við uppá Alþjóðlega bangsadaginn. Börnin fengu að bjóða bangsanum sínum með í leikskólann þar sem þeir tóku þátt í deginum með okkur 🙂

Sjá myndir hér

Hvolpahópur Lækur, litirnir.

 

Í hópastarfi höfum við verið að æfa okkur í litunum. Við höfum til dæmis notað kubba til að flokka litina og farið í ipadinn og skoðað hvernig allskonar hlutir eru á litin  🙂

Nokkrar myndir úr hópastarfinu má sjá hér