Hópastarf í græna hópi

Græni hópur hefur verið að vinna aðeins með veturinn. Við höfum líka aðeins verið að nota hljóðfærin í Þúfu, erum að æfa okkur að ganga um þau af virðingu 🙂 Hér koma nokkrar myndir og videó frá hópastarfi síðustu daga.

 

Hópastarf í rauða hópi

Rauði hópur vann sameiginlegt verkefni, gamla bæinn. Þar voru þau að skoða hvernig húsakostur okkar á Íslandi hafði verið í “gamla daga”. Hér má sjá myndir frá því verkefni ásamt fleiru hjá Rauða hópi.

Lubbastund

Vikulega eru hóparnir með Lubbastund þar sem við ræðum um stafina, syngjum lögin og fleira. Hér má sjá myndir úr Lubbastund vikunnar hjá rauða hópi þar sem krakkarnir fundu meðal annars bæjarnöfn á Íslandskorti sem hafa sama upphafsstaf og þau, notuðu Lubbabein til að skrifa nafnið sitt og fleira. 

Margét Fjóla 6 ára

Margrét Fjóla varð 6 ára 25 janúar síðastliðinn og héldum við í Hvammi uppá það með henni. Við óskum henni og fjölskyldu hennar til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum í Hvammi. Hér má sjá myndir frá deginum.

Hvolpahópur hópatími

Alla daga erum við í hópatími frá 9-11, þar höfum við nægan tíma til að gera ýmislegt. Síðustu vikuna höfum við í Hvolpahóp farið á velli og gert allskonar æfingar, farið út, æft okkur í sjálfshjálpinni, farið í hlutverkaleiki til dæmis búðarleik og prufað að mála með gömlum debit kortum 🙂

Myndir frá hópatíma má sjá hér

Laut – Þorramatur

Á bóndadaginn í síðustu viku fengum við í Laut að smakka þorramat. Það var ansi misjafn svipurinn á þessum elskum þegar þau voru að smakka til að mynda hákarlinn eða hrútspungana 🙂 Sumum fannst þetta ljómandi gott allt saman meðan öðrum líkaði maturinn ekki. En þau voru mjög hugrökk og alveg til í að prófa að smakka. Algjörir snillingar 🙂 Sjá myndir hér !

Tröllahópur lærir um G – Hvammur

Í gær var þriðji tröllahópstíminn okkar eftir jól. Í Tröllahóp eru allir krakkar sem fæddir 2012 og eru að fara í skóla á komandi hausti. Við lærðum um stafinn G, lituðum, límdum, leiruðum, lékum okkur við að skrifa orð með fyrirmynd og lékum okkur með tölur. Sjá myndir hér. 

Þorrablót – Hvammur

Á Bóndadaginn héldum við einnig þorrablót í Tröllaborgum. Við bjuggum til langborð inni í Hvammi og sátum öll saman til borð sem var mjög gaman. Krakkarnir voru mis dugleg að smakka en nokkrir voru hugrakkir og smökkuðu alls konar mat. Aðrir sögðust muna að þetta hafi ekki verið gott áður og vildu ekki smakka aftur.  Sjá myndir frá borðhaldinu hér.

Krakkarnir í Hvammi gerðu í sameiningu þennan flotta torfæ í vikunni fyrir þorrablótið þegar við vorum að læra um gamla tímann.

Bóndadagskaffi

Í tilefni af Bóndadeginum síðasta föstudag buðu krakkarnir bóndum eða staðgenglum í morgunmat. Það var gaman að sjá hversu margir gáfu sér tíma til þess að koma í heimsókn til okkar. Hér má sjá myndir.

Bóndadagur í Bergi

Á föstudaginn héldum við bóndadaginn hátíðlegan í Bergi. Um morguninn fengum við góða gesti í heimsókn sem gæddu sér á graut á með börnunum. Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna! Í hádeginu var svo þorrablót en þar fengum við að smakka alls konar mat. Allir voru duglegir að smakka en misjafnt var hversu mikla hrifningu maturinn vakti 🙂 Myndir frá deginum má sjá hér:

Móar – Þorrablót :)

Það er búið að vera mjög mikið að gera hjá okkur í Móum í dag. Við byrjuðum morguninn á því að bjóða í Bóndadags morgunmat og viljum við þakka öllum kærlega fyrir komuna 🙂 Hér eru nokkrar myndir 🙂   Að því loknu var vinastund á Völlum þar sem við fengum að sjá myndir frá því í gamla daga og sungum við einnig nokkur þorralög. Rúsínan á pylsuendanum var svo frábær hádegisverður en þá fengum við að borða þorramat 🙂 Hér eru myndir 🙂
Í gær fengum við súkkulaðiköku í nónhressingunni. Hér eru nokkrar myndir 🙂

Þorrablót í Tröllaborgum :)

Í dag héldum við Þorrablót í Tröllaborgum. Við byrjuðum daginn á því að bjóða pöbbum og öfum í morgunmat í tilefni af Bóndadeginum. Síðan hittust allar deildar á Völlum þar sem við meðal annars sungum saman og skoðuðum myndir frá því í gamla daga. Í hádeginu gæddum við okkur svo að þorramat. Skemmtilegur dagur hjá okkur 🙂

Sjá myndir hér

Bóndadags morgunmatur og þorrablót í hádeginu :)

Í dag föstudag héldum við Þorrablót. Við byrjuðum daginn á því að bjóða pöbbum eða öfum í morgunmat í tilefni af bóndadeginum. Að því loknu hittumst við öll á Völlum þar sem við meðal annars sungum saman og skoðuðum myndir frá því í gamla daga. Í hádeginu gæddum við okkur svo að þorramat 🙂

Sjá myndir hér

Gullkistan í Læk

15. janúar kom hún Ragna frá Minjasafninu í heimsókn til okkar með Gullkistuna sína. Í Gullkistunni var að finna ýmsa fróðlega hluti frá því í gamla daga eins og sauðskinnskó, ask og leggi og skeljar. Börnin fengu að skoða þessa hluti og prófa þá 🙂

Sjá myndir hér

Krókódílahópur-gamli tíminn

Þessa vikuna erum við búin að fræðast örlítið um gamla tímann. Við skoðuðum myndir af torfbæjum, víkingum og alls konar dóti sem börnin léku sér að í gamla daga. Skemmtileg vika hjá okkur sem lauk með bóndadagsmorgunmat og þorrablóti í dag 🙂

SJá myndir hér