Laut – Slökkvilið í heimsókn

Í gær fengum við í Laut aldeilis skemmtilega heimsókn. Þeir Alli og Maron frá slökkviliðinu komu til okkar og fræddu okkur um eldvarnir sem og hlutverk slökkviliðsmanna. Þeir sýndu okkur stutta kvikmynd um þau Loga og Glóð sem eru aðstoðarmenn slökkviliðisins. Við í Laut ætlum að aðstoða slökkviðið í vetur líkt og Logi og Glóð gera þ.e. sjá um eldvarnareftirlit í skólanum okkar.
Við munum fara tvö og tvö saman hring um skólann skoða hvar slökkvitækin eru geymd, brunaslöngur, ath með reykskynjara, eldvarnakerfið, ruslasöfnun og fleira. Mjög spennandi verkefni 🙂
En þeir sýndu okkur líka slökkviliðsbúninginn sem þeir klæðast þegar þeir þurfa að slökkva eld og svo fengum við að skoða og fara inní slökkiviðsbílinn þeirra.