Laut – Lubbi og börnin læra stafinn M

Vikuna 4-8 september vorum við að læra um stafinn M. Við leiruðum stafinn, lituðum og klipptum út auk þess að vinna með stafasúpu á blaði og leita að A og M og lita þá. Við veltum fyrir okkur hljóðinu sem bókstafurinin gefur frá sér og fundum orð sem eiga M fyrir upphafsstaf.

Todda las svo söguna um Greppikló og Greppibarnið og ekki skemmdi fyrir að Todda var með allar persónur sögunnar í pokanum sínum sem gerði söguna lifandi og eftirminnilega.

Hér eru myndir frá vinnunni í Tröllahóp.

Bestu kveðjur úr Lautinni