Laut – Lubbi og börnin læra stafinn A

Í ágúst byrjuðum við í Tröllahóp (hópavinnu). Við byrjuðum að vinna með hundinn Lubba sem mun kenna okkur stafi og hljóð í vetur. Við byrjuðum á Stafnum A. Við lásum úr Lubba bókinni og knúsuðum Lubba og að því loknu fórum við í verkefnavinnu. Við lituðum stafinn A klipptum hann út og límdum á blað, teiknuðum stafinn A með garni og límdum á blað auk þess að leira stafinn A auk fleiri bókstafa sem börnin þekktu. Börnin stóðu sig frábærlega vel og hér má sjá myndir frá hópavinnunni.