Laut – Laufblaðaverkefni

Komið sæl

Börnin í Laut voru að vinna skemmtilegt haustverkefni. Þau byrjuðu á að fara í gönguferð í Kvenfélagslund og söfnuðu laufblöðum sem fallið höfðu af trjánum. Þegar heim var komið var laufblöðunum raðað í dagblöð og þau látin þorna í nokkra daga. Soffía tók svo myndir af öllum börnunum blása hraustlega upp í loftið. Þar næst prentuðum við myndirnar út og í dag límdu svo börnin myndina af sér á blað og nokkur laufblöð hér og þar. Útkoman var skemmtileg eins og sjá má. Hér eru myndir frá verkefnavinnunni.