Laut – Kakóferð á Bautann

Bæjarferðin og Bautaferðin heppnuðust mjög vel. Við byrjuðum ferðina á því að kíkja á jólaköttinn og jólatréð í miðbænum. Síðan lá leiðin á Bautann og mikið var nú gott að fá heitt kakó og kleinu. Eftir Bautaferðina gengum við um í miðbænum og skoðuðum jólaskrautið og jólaljósin sem prýða bæinn okkar. Sjá myndir hér !