Laut – gaman saman

Það hefur aldeilis margt á daga okkar drifið í jólamánuðinum sem nú er ný afstaðinn. Við lásum söguna Ævintýrið um Augastein og unnum eitt stykki listaverk eftir þann lestur. Við útbjuggum jólagjafir, perluðum, teiknuðum, klipptum, límdum, fórum í allskonar leiki, strætóferðir, safnferð, búðarferð sem var hluti af hjálpsemisverkefni okkar og svo mætti lengi lengi lengi telja 🙂 Yndislegur tími með þessum frábæru börnum 🙂