Lækur í göngutúr

Eftir hvíldina í gær fórum við í göngutúr, við fórum í skóginn fyrir neðan Tröllaborgir. Við byrjuðum á því að klífa nokkra snjóskafla og síðan fórum við í svokallaðan Giljareit eða rjóður. Þar hafa börn úr Giljaskóla verið í smíðavinnu. Við klifruðum í trjám og húsum, sukkum í snjóinn og skemmtum okkur mjög vel. Þegar við vorum á heimleið rákumst við á bein og eftir mikla skoðun og spjall þótti líklegt að um risaeðlubein væri að ræða (þó ekki alveg hjá öllum, Harpa var t.d. ítrekað að reyna að ræða aðra möguleika en það þótti ekki trúverðugt 🙂 ) Enda hugmyndin um risaeðlubein bara góð 🙂  sjá myndir

IMG_3550