Lækur

Í dag fóru allir hópar saman í göngutúr í góða veðrinu. Við vorum rosalega dugleg að leiðast saman tvö og tvö og passa uppá hvort annað.  Allir voru svo hjálpsamir og dugleg að vera í röðinni.   Við fórum að skoða leikvöll fyrir ofan Merkigil þar sem er voða flottur kastali rólur,  gormatæki og fínir steinar til að klifra í eða tylla sér á til að borða nestið.  Allir svo kátir og glaðir og sungu hástöfum við göngum mót hækkandi sól, sól, sól þannig að það myndaðist þessi fína skrúðgöngu stemmning 🙂 🙂 sjá myndir

IMG_4190