Hjóladagur og umferðarskóli

Í dag var hjóladagur hjá okkur í Hvammi, krakkarnir mættu öll galvöst á hjólunum sínum og fengu að vera á þeim í útivist bæði fyrir og eftir hádegi og var mikið fjör.

2012 árangurinn byrjaði á því að fara í umferðarskólann en Selma lögga kom og fræddi þau um umferðareglurnar. Einnig sýndi hún þeim hvernig á að stilla hjálmana rétt á hausinn og hvers vegna það er mikilvægt.

 

Selma lögga skoðaði líka hjólin hjá öllum krökkunum til þess að vera viss um að bremsurnar virki.

Sjá myndir hér.