Foreldrar

Foreldrasamstarf

Í Tröllaborgum er lögð áhersla á að skapa traust og hlýlegt samstarf. Mikilvægt er að góð samvinna takist strax í byrjun milli foreldra barnsins og starfsfólks þar sem gagnkvæm samvinna og trúnaður þeirra á milli er forsenda þess að barninu líði vel.

Daglegar upplýsingar um barnið heima og í leikskólanum eru nauðsynlegar því oft geta lítil atvik í lífi barnsins valdið breytingum á hegðun þess.

Foreldrar eru velkomnir í leikskólann til þess að taka þátt í því starfi sem þar fer fram, í samráði við starfsfólk. Þeir eru sérstaklega boðnir í foreldrakaffi, í foreldrasamtöl, í jólaföndur, á opna daga, á foreldrafundi, í grillveislu og þess háttar. Einnig er ömmum og öfum boðið í heimsókn, sjá nánar í foreldrahandbók.

Þegar barn byrjar í Tröllaborgum er æskilegt að foreldrar lesi Foreldrahandbók 2015.
leikskólans. Í henni er að finna ýmsar grunnupplýsingar um leikskólann og starfsemi hans.Handbókin er eins hjá öllum deildum utan dagskipulags.

Foreldrar fá samtal við deildarstjóra rétt áður en barnið byrjar í aðlögun. Foreldrar eru næst boðaðir í samtal í afmælismánuði barnsins. Ef meira en 6 mánuðir eru í afmælisdag barnsins frá því að það byrjar er foreldrum boðið í stutt samtal eftir um þrjá mánuði. Auk þess geta bæði foreldrar og starfsmenn óskað eftir samtali hvenær sem er ef þurfa þykir.

Annað hvert ár er send út könnun til foreldra þar sem þeir eru spurðir álits á ýmsum þáttum í starfi leikskólans. Könnunin er þáttur í sjálfsmati leikskólans sem gerð er til að stuðla að framförum og umbótum í starfi. Skóladeild sér um þessa könnun og fer hún fram í öllum leikskólum Akureyrarbæjar. Hún er sett upp í tölvu og geta foreldrar því svarað á staðnum.

Foreldrar fá sent í tölvupósti mánaðardagatal allt árið þar sem fjallað er um það sem efst er á baugi í starfsemi leikskólans hverju sinni. Í forstofu eru merktar upplýsingatöflur fyrir hverja deild og ein korktafla með sameignlegum upplýsingum fyrir allar deildir. Fyrir framan hverja deild eru stuttar skráningar frá hópastarfi dagsins.

Foreldrar !Vinsamlegast látið starfsfólk vita þegar komið er með barnið í leikskólann og þegar það er sótt. Þetta er mikilvægt öryggisatriði fyrri barnið og starfsfólk.

Hér má finna upplýsingar um fyrstu dagana í Aðlögun