Fjólublái hópur í Læk

Daginn fyrir páskafrí fór fjólublái hópur í göngutúr, það finnst okkur alltaf rosalega gaman og við erum mjög dugleg að labba. Í þetta sinn fórum við á nálægan leikvöll, á leiðinni hittum við konu með hund og við fengum að klappa honum. (þeir sem vildu) Þegar við komum á leikvöllinn var rosa gaman en við þurftum að passa okkur rosa vel að stíga niður fótum því þar var svo mikill hundaskítur 🙁  Sveiattan þeim sem hirða ekki upp eftir hundana sína.  Við settumst líka á bekk og gæddum okkur á melónum sem við fengum í nesti 🙂

sjá myndir