Fjólublái hópur í Læk

Heil og sæl undanfarna daga höfum við verið mjög dugleg að gera páskaföndur. Páskakanínu, páskaunga, páskaegg og svo er aldrei að vita nema við gerum líka páskablóm svona ef áhugi er fyrir hendi. Þemastarfið hefur verið sett í svolitla pásu á meðan en við erum búin að vera dugleg að æfa okkur í því hvað við heitum fullu nafni og hvenær við eigum afmæli og hvað mamma og pabbi heita svo fátt eitt sé nefnt. Hófsemin á svo hug okkar allann þessa önnina og vonandi lærum við að temja okkur hana um ókomna tíð, en við t.d. notum litla málningu í einu, skömmtum okkur hóflega og skiptumst á dóti svo eitthvað sé nefnt. Hér eru nokkrar myndir af okkur þar sem við erum að gera páskakanínuna okkar. Sjá hér

IMG_2832