Fjólublái hópur í Læk

Heil og sæl af okkur í fjólubláa hóp er allt gott að frétta. Við erum núna að byrja með páskaföndur og ætlum að dunda við það næstu daga, vikur.  Við erum svo eins og venjulega í hópastarfi og gengur bara vel að vinna með þemað okkar við erum búin að  æfa okkur í að teikna eftir fyrirmælum og spjalla um t.d. hvað við gerum með höndunum og hvort allir fæðist með hendur, skoða myndir og margt margt fleira. Við sáum m.a. stúlku sem fæddist ekki með neinar hendur og sáum að hún er búin að vera ofsalega dugleg að æfa sig að nota fæturnar t.d. til að borða með. Þetta fannst okkur mjög merkilegt og spennandi og töluðuðum mikið um. Við vorum líka mjög glöð að vera svo heppinn að fæðast með hendurnar okkar.  Í síðustu viku fórum við í mjög skemmtilegan leiðangur, við fórum á stóran snjóhól fyrir neðan blokkirnar í Trölla-og Drekagili. Þar komumst við nú að því að það var sko eins gott að hafa bæði hendur og fætur til nota.  Þetta var mikið ævintýri og gekk misvel svona fyrst í stað að klífa hólinn. Allir sigruðu þó hólinn og voru þau mjög stolt að komast upp. Mjög dugleg börn á ferðinni. Sumir höfðu litla trú á sjálfum sér til að byrja með en eftir smá samræður var hóllinn sigraður 🙂 Sjá myndir

IMG_4006