Ferð í Lystigarðinn – Hvammur

Við í Hvammi skelltum okkur í strætóferð í Lystigarðinn í morgun. Við röltum um garðinn og skoðuðum blómin, gosbrunnana og annað sem á vegi okkar varð. Krakkarnir fengu öll að taka nokkrar myndir af því sem vakti þeirra áhuga. Myndirnar eru skemmtilega alls konar og þeim fannst gaman að fá að sjá um myndatökuna. Hér eru myndirnar þeirra.