Ferð á slökkvistöð – Hvammur

Í dag fór Tröllahópur niður á slökkviliðsstöð til þess að klára Loga og Glóð verkefnið. Í vetur hafa krakkarnir séð um að vera aðstoðarmenn slökkviliðsins hér á leikskólanum og fylgst með að brunavarnir séu í lagi. Þetta var stórskemmtilegur dagur og gerðum við alls konar, krakkarnir fóru í gegnum þrautabraut, þar sem þau renndu sér niður rennibrautir, sprautuðu úr brunaslöngu, hlupu undir bununa. Síðan fengu allir pylsu og myndskreyttu gólfið á sökkvistöðinni með krítum.

Hér eru fleiri skemmtilegar myndir frá deginum.