Ferð á Leikfangasafnið – Hvammur

Á mánudaginn fórum við í heimsókn á Leikfangasafnið í Friðbjarnarhúsi í Aðalstræti 46. Þar tók Guðbjörg á móti okkur og sýndi okkur allt dótið sem hún er búin að safna sér frá því áður fyrr. Krakkarnir voru mjög dugleg að sýna virðingu og ekki snerta dótið í fyrstu herbergjunum. Síðan enduðum við á að fá að leika í leikherberginu að dótinu sem má leika með og krakkarnir skemmtu sér konunglega.

Sjá myndir hér.