Leikur í Laut

Komið sæl

Hér má sjá myndir frá leik og starfi í Laut. Við nýtum tímann til að leika okkur saman og kynnast þessa fyrstu daga, kynnast þeim efnivið sem er í boði og dagleri rútínu.

Bestu kveðjur frá öllum í Laut

Útivera og kanínur

Við í Lautinni höfum verið að nýta okkur leikskólalóðina við Lönguhlíð á morgnana í útiverunni. Þar er afskaplega huggulegur leikvöllur með rólum, kofa, rennibraut, körfuboltaspjaldi og fleira. Hann Gunnar Berg bauð okkur að kíkja við um daginn og hitta kanínurnar hans. Við þáðum auðvitað boðið.

Hér má sjá myndir frá útiveru og kanínuhitting

Kveðja frá öllum í Laut

Útskriftarferð Tröllhóps 2017

Þann 13. júní var lagt af stað í óvissuferð með Tröllahóp í tilefni útskriftar og var mikil spenna í barnahópnum. Farið var með rútu á Árskógsand og svo haldið til Hríseyjar með ferju. Í Hrísey var byrjað á því að fara í vagnferð og svo Hákarlasafnið skoðað. Að því loknu fórum við og hoppuðum á loftdýnu og svo var farið að borða á veitingastað. Við sungum fyrir kokkinn og hann fyrir okkur og þótti börnunum það mjög svo skemmtilegt. Að hádegisverði loknum heimsóttum við Hríseyjarskóla sem er bæði leik- og grunnskóli. Þar lékum við okkur í góða stund, spiluðum á píanó og fleira. Að lokum var farið aftur á loftdýnuna, svo í ferjuna og svo aftur í rútuna heim í Tröllaborgir.

13. júní var jafnframt síðasti dagurinn hennar Hugrúnar Mjallar og bauð hún uppá sleikjó í eftirrétt auk þess sem við kvöddum hana við heimkomuna í Tröllaborgir og afhentum henni Gullmolann sinn. Þær Katrín Dögg og Brynja Dís buðu uppá popp í ferðinni í tilefni þess að Brynja hættir í næstu viku og Katrín Dögg við sumarleyfi.

Hér má sjá myndir frá óvissuferðinni. Athugið að myndirnar voru teknar á fleiri en eitt tæki og því ekki tímaröð.

Bestu kveðjur frá öllum í Hvammi

17. júní

Undirbúningur fyrir þjóðhátíðardaginn okkar er í fullum gangi. Við förum í skrúðgöngu þann 16.júní og af því tilefni gera allir  hljóðfæri og kórónur. myndir

Ferð á Glerártorg – Hvammur

Hér koma myndir úr ferðinni okkar niður á Glerártorg. En þangað fórum við til þess að versla pakka og setja undir jólatréið og styrkja þar með mæðrastyrksnefnd og þá sem minna mega sín.
Við náðum með ykkar aðstoð að verlsa í tvo jólapakka. Við viljum þakka ykkur kærlega fyrir aðstoðina í þessu verkefni. Frábært að geta tekið þátt í þessu með börnunum 🙂 Sjá myndir hér !

img_8920