Hópastarf í Bergi

Hér koma nokkrar myndir frá hópastarfi í Bergi síðustu daga. Þar má sjá Rauða hóp vinna með Lubba, Bláa hóp leira stafina sína og Græna hóp æfa sig að klippa eftir línu og gera sjálfsmynd. Einnig eru myndir frá sameiginlegum göngutúr hópanna. Myndir

Leikskólalóðin við Lautina tekin í notkun

Í dag 27. september fengum við loksins leyfi til að nota leikskólalóðina okkar við Lautina í Glerárskóla eftir að eftirlitsmaður leikvalla tók hana út. Það var mikil spenna þegar við tilkynntum börnunum gleðitíðindin og má segja að leiktækin hafi slegið í gegn. Girðingin er ekki komin en við vonum að hún komi sem allra fyrst. Til hamingju með nýju lóðina okkar.

Í Tröllahóp gerðum við haustmynd og hvetjum við foreldra til að kíkja á verk barnanna þegar þau koma í leikskólann eða eru sótt.

Hér eru myndir af fyrstu ferðina á lóðina

.  

Helena Lóa 5 ára

Helena Lóa varð 5 ára þann 22. september og héldum við uppá daginn hennar hér í Laut. Við sungum afmælissönginn og Helena Lóa blés á afmæliskertið. Við óskum Helenu Lóu og fjölskyldu hennar til hamingju með daginn.

        

Aþena Elínrós 5 ára

Þann 15. september héldum við uppá afmælið hennar Aþenu Elínrósar en hún varð 5 ára þann 17. september. Aþena Elínrós fékk kórónu, við sungum afmælissönginn og hún blés á kertið. Við óskum Aþenu Elínrós og fjölskyldu hennar til hamingju með daginn.

 

Kveðja frá öllum í Laut

Aron Eyberg og Berglind María 5 ára

Þann 14. september héldum við uppá 5 ára afmæli þeirra Arons Eybergs og Berglindar Maríu. Við sungum afmælissönginn fyrir þau og flögguðum íslenska fánanum, Aron Eyberg og Berglind María blésu á kertið og fengu þau bæði afmæliskórónu í tilefni dagsins.

     

  

Við óskum Aroni Eyberg, Berglindi Maríu og  fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn

Laut – Lubbi og börnin læra stafinn M

Vikuna 4-8 september vorum við að læra um stafinn M. Við leiruðum stafinn, lituðum og klipptum út auk þess að vinna með stafasúpu á blaði og leita að A og M og lita þá. Við veltum fyrir okkur hljóðinu sem bókstafurinin gefur frá sér og fundum orð sem eiga M fyrir upphafsstaf.

Todda las svo söguna um Greppikló og Greppibarnið og ekki skemmdi fyrir að Todda var með allar persónur sögunnar í pokanum sínum sem gerði söguna lifandi og eftirminnilega.

Hér eru myndir frá vinnunni í Tröllahóp.

Bestu kveðjur úr Lautinni