Hópastarf í Bergi

Hér koma nokkrar myndir frá hópastarfi í Bergi síðustu daga. Þar má sjá Rauða hóp vinna með Lubba, Bláa hóp leira stafina sína og Græna hóp æfa sig að klippa eftir línu og gera sjálfsmynd. Einnig eru myndir frá sameiginlegum göngutúr hópanna. Myndir

Leikskólalóðin við Lautina tekin í notkun

Í dag 27. september fengum við loksins leyfi til að nota leikskólalóðina okkar við Lautina í Glerárskóla eftir að eftirlitsmaður leikvalla tók hana út. Það var mikil spenna þegar við tilkynntum börnunum gleðitíðindin og má segja að leiktækin hafi slegið í gegn. Girðingin er ekki komin en við vonum að hún komi sem allra fyrst. Til hamingju með nýju lóðina okkar.

Í Tröllahóp gerðum við haustmynd og hvetjum við foreldra til að kíkja á verk barnanna þegar þau koma í leikskólann eða eru sótt.

Hér eru myndir af fyrstu ferðina á lóðina

.  

Helena Lóa 5 ára

Helena Lóa varð 5 ára þann 22. september og héldum við uppá daginn hennar hér í Laut. Við sungum afmælissönginn og Helena Lóa blés á afmæliskertið. Við óskum Helenu Lóu og fjölskyldu hennar til hamingju með daginn.

        

Aþena Elínrós 5 ára

Þann 15. september héldum við uppá afmælið hennar Aþenu Elínrósar en hún varð 5 ára þann 17. september. Aþena Elínrós fékk kórónu, við sungum afmælissönginn og hún blés á kertið. Við óskum Aþenu Elínrós og fjölskyldu hennar til hamingju með daginn.

 

Kveðja frá öllum í Laut

Aron Eyberg og Berglind María 5 ára

Þann 14. september héldum við uppá 5 ára afmæli þeirra Arons Eybergs og Berglindar Maríu. Við sungum afmælissönginn fyrir þau og flögguðum íslenska fánanum, Aron Eyberg og Berglind María blésu á kertið og fengu þau bæði afmæliskórónu í tilefni dagsins.

     

  

Við óskum Aroni Eyberg, Berglindi Maríu og  fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn

Laut – Lubbi og börnin læra stafinn M

Vikuna 4-8 september vorum við að læra um stafinn M. Við leiruðum stafinn, lituðum og klipptum út auk þess að vinna með stafasúpu á blaði og leita að A og M og lita þá. Við veltum fyrir okkur hljóðinu sem bókstafurinin gefur frá sér og fundum orð sem eiga M fyrir upphafsstaf.

Todda las svo söguna um Greppikló og Greppibarnið og ekki skemmdi fyrir að Todda var með allar persónur sögunnar í pokanum sínum sem gerði söguna lifandi og eftirminnilega.

Hér eru myndir frá vinnunni í Tröllahóp.

Bestu kveðjur úr Lautinni

Leikur í Laut

Komið sæl

Hér má sjá myndir frá leik og starfi í Laut. Við nýtum tímann til að leika okkur saman og kynnast þessa fyrstu daga, kynnast þeim efnivið sem er í boði og dagleri rútínu.

Bestu kveðjur frá öllum í Laut

Útivera og kanínur

Við í Lautinni höfum verið að nýta okkur leikskólalóðina við Lönguhlíð á morgnana í útiverunni. Þar er afskaplega huggulegur leikvöllur með rólum, kofa, rennibraut, körfuboltaspjaldi og fleira. Hann Gunnar Berg bauð okkur að kíkja við um daginn og hitta kanínurnar hans. Við þáðum auðvitað boðið.

Hér má sjá myndir frá útiveru og kanínuhitting

Kveðja frá öllum í Laut

Útskriftarferð Tröllhóps 2017

Þann 13. júní var lagt af stað í óvissuferð með Tröllahóp í tilefni útskriftar og var mikil spenna í barnahópnum. Farið var með rútu á Árskógsand og svo haldið til Hríseyjar með ferju. Í Hrísey var byrjað á því að fara í vagnferð og svo Hákarlasafnið skoðað. Að því loknu fórum við og hoppuðum á loftdýnu og svo var farið að borða á veitingastað. Við sungum fyrir kokkinn og hann fyrir okkur og þótti börnunum það mjög svo skemmtilegt. Að hádegisverði loknum heimsóttum við Hríseyjarskóla sem er bæði leik- og grunnskóli. Þar lékum við okkur í góða stund, spiluðum á píanó og fleira. Að lokum var farið aftur á loftdýnuna, svo í ferjuna og svo aftur í rútuna heim í Tröllaborgir.

13. júní var jafnframt síðasti dagurinn hennar Hugrúnar Mjallar og bauð hún uppá sleikjó í eftirrétt auk þess sem við kvöddum hana við heimkomuna í Tröllaborgir og afhentum henni Gullmolann sinn. Þær Katrín Dögg og Brynja Dís buðu uppá popp í ferðinni í tilefni þess að Brynja hættir í næstu viku og Katrín Dögg við sumarleyfi.

Hér má sjá myndir frá óvissuferðinni. Athugið að myndirnar voru teknar á fleiri en eitt tæki og því ekki tímaröð.

Bestu kveðjur frá öllum í Hvammi