Læsisstefna Akureyrar, Læsi er lykillinn

Í síðustu viku var formlega kynnt á vegum fræðslusviðs Akureyrarbæjar og Miðstöðvar skólaþróunar HA að viðstöddu fjölmenni, ný læsisstefna, Læsi er lykillinn.

Megintilgangur læsisstefnunnar er að efla læsi í víðum skilningi og stuðla að skapandi og gagnrýninni hugsun barna og ungmenna.

Læsisstefnan er afrakstur rúmlega þriggja ára ferlis sem hefur byggst á öflugri samvinnu margra aðila. Skipulag vinnunnar tók mið af hugmyndum um lærdómssamfélag (e. learning community) þar sem lögð var áhersla á að allir sem hlut eiga að máli kæmu að vinnunni.

Læsisstefnan Læsi er lykillinn er byggð á ástralskri fyrirmynd en þróuð og staðfærð að aðalnámsskrá íslenskra leik- og grunnskóla.

Unnið er út frá hugmyndafræðinni um læsi í víðum skilningi sem skiptist í þrjú meginsvið: Samræða, tjáning og hlustun, lestur, lesskilningur og lesfimi og ritun og miðlun. Hagnýt gögn stefnunnar byggja á þrepum um þróun læsis, þar sem sett eru fram viðmið um færniþætti og áherslur í kennslu út frá öllum þáttum læsis.

Samvinna við kennara á vettvangi leik- og grunnskólanna hefur verið lykilatriði í þróun á innihaldi stefnunnar en sérfræðingar á Miðstöð skólaþróunar við HA hafa stýrt verkinu.

Læsisstefnan „Læsi er lykillinn“ birtist á heimasíðunni www.lykillinn.akmennt.is og er hún opin öllum. Á síðunni er að finna heildaráherslur stefnunnar ásamt ýmsu ítarefni sem er hagnýtt bæði fyrir kennara, foreldra og aðra þá sem hafa áhuga á læsi barna.

http://lykillinn.akmennt.is

Vorhátíð kl. 14 föstudag, ATH BREYTTUR TÍMI

Sæl öll.

Smá breyting hefur orðið á tímasetningu Vorhátíðar Tröllaborga. Af óviðráðanlegum orsökum hefjum við leikinn kl.14 (ekki 14:15 eins og var áætlað).

Dagskráin hefst með því að Lækur er með danssýningu í salnum, stundvíslega kl.14
Um kl.14:10 verður Berg með danssýningu
Um kl.14:20 verður Hvammur með danssýningu og að loknum dansi mun Tröllahópur koma fram uppi á bílskúrssvölunum og syngja fyrir okkur.

ATH að foreldrar eiga aðeins að vera inni í sal þegar þeirra barn er að dansa – og eru beðnir að rýma salinn og fara út í garð með sitt barn að loknum dansi. Börnin koma með kennurum sínum af deild og niður í sal þegar að þeirra atriði er komið, foreldrar hitta börn sín ekki fyrr en að loknu dansatriði 🙂
Móar taka ekki þátt í dansatriði, en inni á deildinni er myndband í tölvunni sem sýnir danstíma hjá Móa-börnum. Foreldrar Móa-barna eru vinsamlega beðnir að koma gegnum garðinn og að svala-hurðinni í Móum til að hitta börn sín. Þetta er gert til að trufla ekki þær danssýningar sem eru í gangi í salnum 🙂

Við minnum á að myndlistarsýningar eru í gangi þessa viku, og á föstudaginn, bæði í Móum og Læk þar sem sjá má sýnishorn af vinnu vetrarins!

Hlökkum til að sjá ykkur! og kærar þakkir til foreldrafélagsins fyrir flotta dagskrá 🙂

Sjáumst hress á föstudaginn,

Kennarar og börn í Tröllaborgum

Ný deild við leikskólann Tröllaborgir

Kæru foreldrar barna fædd 2012

Í ljósi umræðu, m.a. á samfélagsmiðlum langar mig að taka eftirfarandi fram;

Það stendur ekki til að elsti árgangur Tröllaborga sé að flytja í Glerárskóla. Hins vegar eru Tröllaborgir að bæta við sig fimmtu deildinni, sem verður staðsett í Glerárskóla.

Fræðsluráð boðar til fundar með foreldrum barna fæddum 2012 og koma til með að sækja grunnskólanám í Glerárskóla í næstu viku til frekari kynningar – tölvupóstur þess efnis verður sendur í dag. Foreldrum í þessu hverfi sem hafa áhuga á því býðst að nota þetta tækifæri og velja að vera á nýju deildinni með börn sín (sama úr hvaða leikskólum þau koma).
Þetta verður allt kynnt nánar á fundinum í næstu viku, þá ætti að vera komin nokkuð góð mynd á þetta allt saman 🙂 foreldrar fá að skoða aðstöðuna og þær breytingar sem á að gera á húsnæði og lóð, eftir það ættu þeir sem hafa áhuga að geta tekið upplýsta ákvörðun. Þetta er spennandi verkefni og gefur snilldar tækifæri á skólasamstarfi og aukin tækifæri í leik og starfi. Áherslan er á að þetta er leikskóli – og starfið verður skipulagt með sama hætti og annað gott starf í Tröllaborgum.

Vona að þetta skýri eitthvað fram að fundi 🙂

Bestu kveðjur,

Anna Lilja

Aðstoðarleikskólastjóri

 

Myndataka á vegum foreldrafélagsins:

 

Í fyrramálið verður hér í Tröllaborgum ljósmyndari á vegum foreldrafélagsins. Hann tekur bæði hópmyndir og einstaklingsmyndir. Upplýsingar eru á facebook síðu foreldra 🙂

Hópmynd 18×24 cm á prenti + ein 10×15 einstaklingsmynd á prenti að eigin vali.
Verð: 2.800 kr m.vsk. (Aðeins hægt að fá hópmynd á prenti.)

Hægt er að kaupa einstaklingsmyndir
rafrænt í stærðinni 10×15 cm og verðin eru eftirfarandi:

1 mynd = 1.200 kr/stk m.vsk
2 myndir = 2.100 kr/stk m.vsk
3 myndir = 3.000 kr/stk m.vsk
Eftir það er stk á 800 kr/stk m.vsk

Óskilaföt í forstofu

Sæl öll.

Nú er búið að fara yfir óskilafatnaðinn í forstofunni okkar í Tröllaborgum. Endilega skoðið hvort þið kannist við eitthvað af því sem ekki tókst að koma á sinn stað 🙂

Á bekkjum er ýmis fatnaður, í hvítu boxunum eru annars vegar sokkar og hins vegar vettlingar. Búið er að para saman það sem við á.

Á föstudaginn verður það sem eftir er tekið og farið með í Rauða Krossinn:-)

Konukaffi FRESTAÐ

Sæl öll.

Konukaffi/morgunmatur átti að vera hjá okkur næsta föstudag, 17. febrúar. Því miður verðum við að fresta því um óákveðinn tíma – þetta verður auglýst síðar.

Ástæðan er sú að verið er að skipta um lyftu í húsinu og því borða börn og starfsfólk Bergs og Hvamms í salnum okkar (ekki hægt að vera að bera mat og leirtau milli hæða). Við verðum lyftulaus fram í næstu viku. Það er engan vegin pláss fyrir svo stóran hóp fólks í salnum í einu og væri alls ekki notalegt. Við eigum þetta því inni þar til lyftumál komast í lag 🙂

Kveðjur,
Skólastjórnendur

Nýir kennarar í Tröllaborgum

Í gær, 6. febrúar, hóf Drífa Þórarinsdóttir leikskólakennari störf hjá okkur. Hún tekur við deildarstjórn í Hvammi.

Á morgun, miðvikudaginn 8. febrúar, hefur störf hjá okkur Helen Birta Kristjánsdóttir leikskólakennaranemi. Hún verður í hlutastarfi í afleysingum á öllum deildum.

Við bjóðum Drífu og Birtu velkomnar til starfa!

Starfsmannabreytingar

Eftirfarandi starfsmannabreytingar hafa orðið hjá okkur á síðustu tveim vikum. Kristín Valsdóttir hefur kvatt okkur en tveir nýjir starfsmenn hafið störf, þær Eva Sóley og Beata. Eva Sóley verður í afleysingum á öllum deildum, en Beata verður mest starfandi í Móum ásamt einhverjum afleysingum.

Dagur leikskólans

Í tilefni af degi leikskólans n.k. laugardag 6 febrúar – er opið hús hér í Tröllaborgum frá kl.9-15. Allir velkomnir!
Börnin hafa undanfarið unnið verk og æft söngva sem þau ætla að gleðja bæjarbúa með, bæði nágranna okkar hér í hverfinu – sem og starfsfólk valinna stofnanna, svo einhverjir hópar verða á faraldsfæti fyrir hádegið.IMG_0976

Skólahald á Akureyri-óveður/ófærð þriðjudagur

Eftirfarandi er af heimasíðu skóladeildar, akmennt.is:

Þar sem veðurstofan spáir fárviðri um landið í nótt og fram eftir morgni vill skóladeild Akureyrarbæjar ítreka að gengið er út frá ákveðnum samþykktum vinnureglum um skólahald við þessar aðstæður. Það er alltaf á ábyrgð foreldra að meta hvort óhætt sé að senda barn í skóla. Fræðslustjóri sér um samskipti við lögreglu fyrir hönd skólanna og ljósi þeirra samskipta er send út tilkynning á RÚV og Bylgjunni hvort skólahald sé fellt niður þann dag. Gert er ráð fyrir að fyrsta tilkynning sé birt kl. 7:00 að morgni. Jafnframt eru birtar upplýsingar um skólahald á heimasíðum skólanna.

Skólahald-á-Akureyri-óveður-eða-ófærð

 

Lokað vegna starfsmannafundar

Athugið að leikskólinn er lokaður vegna starfsmannafundar á mánudag frá 8-12. Leikskólinn opnar kl.12 og við förum beint í hvíld 🙂  Athugið að ekki er boðið upp á hádegismat þann dag, þar sem hádegismatur er venjulega kl.11:30.

Fjölmenningadagar 12.-16. okt

Dagarnir 12 – 16. október verða tileinkaðir þeim börnum í leikskólanum sem eru af erlendu bergi brotin. Við ætlum að finna löndin þeirra á landakortum, skoða bækur og myndir, smakka framamdi mat, hlusta á tónlist og læra söngva og annað fleira sem gefur okkur innsýn í ólíka menningarheima. Markmiðið með þessum dögum er að börnin læri að bera virðingu fyrir öðrum óháð menningu, uppruna eða tungu. Löndin okkar að þessu sinni eru Kanada, Bandaríkin, Tansanía, Kína, Pólland og Serbía. Sem sagt, mikið fjör framundan 🙂

Fullscreen capture 11.10.2015 230614.bmp