Aðlögun í Móum

 Á mánudaginn byrjuðu fimm nýjir strákar hjá okkur á Móum 🙂 Þeir heita Pétur Orri, Þórólfur Óli, Emil Bastían, Benjamín Loki og Mikael Þór.  Við bjóðum þá og fjölskyldu þeirra hjartanlega velkomin í leikskólann 🙂 Sjá myndir frá aðlöguninni hér.

Móar – gönguferð

Í morgun fóru krakkarnir í Móum í gönguferð, við löbbuðum í skógarreitinn hérna fyrir neðan leikskólann. Þar settumst við niður og fengum okkur melónu. Á leið okkar um skóginn sáum við svo fugla, flugur og hund sem við fengum að klappa ásamt ýmsu öðru. Hér eru nokkrar myndir úr ferðinni. Sjá

Hjóladagur í dag :)

Í dag var hjóladagur hjá okkur á Móum. Sumir mættu með hjól og aðrir með sparkbíla, þetta var rosalega skemmtilegt og fannst börnunum gaman að skoða og jafnvel fá að prufa hjólin/bílana hjá öðrum 🙂 Hérna má sjá myndir 😉

Göngutúr hjá Uglunum

Um daginn fórum við Uglurnar í göngutúr, Við stoppuðum í Giljaskóla og lékum okkur aðeins þar, á leiðinni til baka tíndum við smá rusl og settum í ruslatunnurnar og spjölluðum aðeins um að allir ættu að vera duglegir að tína rusl og hafa jörðina okkar hreina 🙂 sjá myndir hér.

Kisur og Uglur í gönguferð :)

Í dag ákváðum við í kisuhóp og ugluhóp að skella okkur í smá gönguferð. Við kíktum á leiksvæðið hjá Giljaskóla og skemmtum okkur mjög vel, kastalinn vakti mikla lukku 🙂 Svo enduðum við á að setjast niður og borða melónurnar sem við tókum með í nesti. Myndir má sjá hér og hér 🙂

Móar í þemavinnu

Í morgun héldum við áfram með þemavinnuna okkar, þar sem skynjun er á dagskrá hjá okkur núna. Við vorum að vinna með bragðskyn, við smökkuðum ýmsa ávexti ýmist sæta, súra, beiska eða harða. Börnin voru mjög spennt að smakka en smökkunin fór þó misvel í þau 🙂 Síðan vorum við með hlaup sem þau fengu bæði að mála með mynd og smakka. En myndirnar segja allt sem segja þarf 🙂 þær eru margar ansi skondnar 🙂 sjá hér

Aðlögun í Móum :)

Á þriðjudaginn byrjaði Alexandra Ýr hjá okkur í Móum 🙂  Við bjóðum henni og fjölskyldu hennar velkomin til okkar í Tröllaborgir 🙂 Hér eru nokkrar myndir 🙂

Móar – Hvolpar, Uglur og Krummar í hópastarfi

Krummahópur, Ugluhópur og Hvolpahópur voru saman í hópastarfi í morgun og það var sko mikið fjör hjá okkur. Við vorum að vinna með snertiskynjun og bjuggum við til þrautabraut þar sem börnin löbbuðu á riffluðum hringjum, stigu svo í fat með hveiti, annað fat með snjó og að lokum fóru þau í heitt fótabað 🙂 Þetta fannst þeim mjög spennandi eins og sjá má á þessum myndum 🙂 Eins og gefur að skilja þá fannst þeim erfiðast að stíga í snjóinn og voru sumir sem potuðu bara aðeins í hann með tánum 🙂 Sumum fannst þetta svo gaman að þau fóru nokkrar ferðir í gegnum brautina 🙂

Móar – Hvolpahópur :)

Síðustu daga erum við í Hvolpahóp búin að vera að föndra páskaföndur 🙂 Hér má sjá nokkrar myndir af því 🙂
Fyrr í mánuðinum æfðum við okkur aðeins að klippa. Börnunum fannst það frekar erfitt en samt mjög gaman, sérstaklega þegar þau fengu að líma á blað það sem þau voru að klippa 🙂 Hér eru myndir 🙂

 

Kisuhópur í gönguferð

Í morgun fór kisuhópur í gönguferð  í góða veðrinu. Löbbuðum við smá hring og stóðu þau sig rosalega vel og allir kátir og hressir. Höfðum með okkur ávexti og tóku 2 pásur á leiðinni til að borða þá  hér eru myndir

 

 Það er allt gott að frétta frá okkur í Ugluhópi, við erum búin að vera mála, pinna, æfa okkur í að bera virðingu fyrir hlutum og sýna virðingu 🙂 Hér eru nokkrar myndir frá okkur 🙂 sjá  hér.

Tilraunastarfsemi í Móum :)

Í gær var smá tilraunastarfsemi í Móum. Ellý sýndi börnunum hvað gerist þegar maður blandar borðediki við matarsóda. Þetta vakti mikla lukku og fylgdust börnin áhugasöm með þegar það myndaðist “eldgos” 🙂 Sjá myndir hér 🙂

Rebekka Nótt 2ja ára afmælisstelpa :)

Í dag á Rebekka Nótt okkar 2ja ára afmæli og héldum við uppá það í Móum 🙂 Elsku Rebekka Nótt, við óskum þér og fjölskyldu þinni innilega til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum vinum þínum í Móum 🙂 Sjá myndir hér 🙂

Móar – Kisuhópur og Hvolpahópur í gönguferð

Í dag fóru Hvolpahópur og Kisuhópur í gönguferð. Við löbbuðum upp að Giljaskóla og fengum að leika okkur í smá stund á gervigrasvellinum. Það var sko ekki leiðinlegt að fá að hlaupa þar um 🙂 En við gátum nú ekki leikið okkur lengi í þetta sinn því við þurftum að flýta okkur aftur í leikskólann því ekki vildum við missa af Söngvaflóði 🙂 Hér eru nokkrar myndir frá gönguferðinni okkar 🙂

Uglu- og Krummahópur – Móar

Í morgun fóru Uglu og Krummahópur í gönguferð. Við löbbuðum í skógarreitinn hér fyrir neðan leikskólann. Í skóginum vorum við að skoða hvort við myndum rekast á Rauðhettu, úlfinn eða bara litla mús en sáum ekkert af því 🙂 En á leið okkar heim rákumst við á kött, hann var samt ekkert að heilsa upp á okkur. Í leiðinni var þetta svo góð æfing í að leiða og passa hvert annað, labba í röð og ganga yfir götu á gangbraut. Sjá myndir hér