Benjamín Loki 2 ára

 

 Þann 18.ágúst síðastliðinn varð Benjamín Loki varð 2 ára . Við óskum  honum og fjölskyldu hans innilega til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum vinum þínum á Móum

Myndir hér

Aðlögun á Móum

  Þann 13. ágúst byrjuðu 5 börn hjá okkur á Móum.  Þau Árni Dagur, Ásmundur Ari, Heiða Lovísa, Logi Freyr og Óðinn Orri.  Við bjóðum þau og fjölskyldur þeirra hjartanlega velkomin í Tröllaborgir 🙂 Hér eru nokkrar myndir frá aðlögun 🙂 sjá hér.

Móabörn flytjast upp í Læk og Hvamm :)

Í dag fluttust 11 börn frá okkur í Móum upp á efri hæðina. Brynja Sól, Erla Sól og Hilmar Rafn fóru í Hvamm og Bjartmar Kristján, Emil Þorri, Erpur Orri, Hilmir Kató, Óliver Máni, Sandra, Snjólaug Helga og Stefán Örn fóru í Læk. Við þökkum þeim og fjölskyldum þeirra kærlega fyrir frábæran vetur og óskum þeim velfarnaðar á nýjum deildum 🙂

Í gær vorum við með smá kveðjustund þar sem þau fengu að velja hvaða lög við sungum í söngstundinni. Hér má sjá myndir af kveðjustundinni og einnig frá því þegar þau fóru upp í morgun 🙂

Stefán Örn og Sandra 3 ára :)

Í dag héldum við upp á 3 ára afmæli Stefáns og Söndru, en Sandra verður 3 ára á morgun og Stefán þann 4. júlí. Við óskum þeim og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn 🙂 Hér eru nokkrar myndir af afmælisbörnunum okkar 🙂

Strætóferð :)

Í morgun nýttum við veðurblíðuna til að fara með þau börn sem eru að hætta á Móum í strætóferð. Við fórum niðrí bæ og hlupum á torginu og settumst svo niður og borðuðum banana, við sáum stóran bangsa þar sem börnin fengu að knúsa. Við ákváðum að skoða skemmtiferðaskipið sem lá við bryggjuna og voru börnin heldur betur heilluð af þessu risa stóra skipi og á leiðinni sáum við endur og litla unga. Börnin vöktu einnig mikla athygli hjá ferðamönnunum sem voru á skipinu og heilsuðu flestallir börnunum og brostu til þeirra 🙂

Hér má sjá myndir af þessari skemmtilegu ferð 🙂

Aðlögun í Móum

 Á mánudaginn byrjuðu fimm nýjir strákar hjá okkur á Móum 🙂 Þeir heita Pétur Orri, Þórólfur Óli, Emil Bastían, Benjamín Loki og Mikael Þór.  Við bjóðum þá og fjölskyldu þeirra hjartanlega velkomin í leikskólann 🙂 Sjá myndir frá aðlöguninni hér.

Móar – gönguferð

Í morgun fóru krakkarnir í Móum í gönguferð, við löbbuðum í skógarreitinn hérna fyrir neðan leikskólann. Þar settumst við niður og fengum okkur melónu. Á leið okkar um skóginn sáum við svo fugla, flugur og hund sem við fengum að klappa ásamt ýmsu öðru. Hér eru nokkrar myndir úr ferðinni. Sjá

Hjóladagur í dag :)

Í dag var hjóladagur hjá okkur á Móum. Sumir mættu með hjól og aðrir með sparkbíla, þetta var rosalega skemmtilegt og fannst börnunum gaman að skoða og jafnvel fá að prufa hjólin/bílana hjá öðrum 🙂 Hérna má sjá myndir 😉

Göngutúr hjá Uglunum

Um daginn fórum við Uglurnar í göngutúr, Við stoppuðum í Giljaskóla og lékum okkur aðeins þar, á leiðinni til baka tíndum við smá rusl og settum í ruslatunnurnar og spjölluðum aðeins um að allir ættu að vera duglegir að tína rusl og hafa jörðina okkar hreina 🙂 sjá myndir hér.

Kisur og Uglur í gönguferð :)

Í dag ákváðum við í kisuhóp og ugluhóp að skella okkur í smá gönguferð. Við kíktum á leiksvæðið hjá Giljaskóla og skemmtum okkur mjög vel, kastalinn vakti mikla lukku 🙂 Svo enduðum við á að setjast niður og borða melónurnar sem við tókum með í nesti. Myndir má sjá hér og hér 🙂

Móar í þemavinnu

Í morgun héldum við áfram með þemavinnuna okkar, þar sem skynjun er á dagskrá hjá okkur núna. Við vorum að vinna með bragðskyn, við smökkuðum ýmsa ávexti ýmist sæta, súra, beiska eða harða. Börnin voru mjög spennt að smakka en smökkunin fór þó misvel í þau 🙂 Síðan vorum við með hlaup sem þau fengu bæði að mála með mynd og smakka. En myndirnar segja allt sem segja þarf 🙂 þær eru margar ansi skondnar 🙂 sjá hér

Aðlögun í Móum :)

Á þriðjudaginn byrjaði Alexandra Ýr hjá okkur í Móum 🙂  Við bjóðum henni og fjölskyldu hennar velkomin til okkar í Tröllaborgir 🙂 Hér eru nokkrar myndir 🙂

Móar – Hvolpar, Uglur og Krummar í hópastarfi

Krummahópur, Ugluhópur og Hvolpahópur voru saman í hópastarfi í morgun og það var sko mikið fjör hjá okkur. Við vorum að vinna með snertiskynjun og bjuggum við til þrautabraut þar sem börnin löbbuðu á riffluðum hringjum, stigu svo í fat með hveiti, annað fat með snjó og að lokum fóru þau í heitt fótabað 🙂 Þetta fannst þeim mjög spennandi eins og sjá má á þessum myndum 🙂 Eins og gefur að skilja þá fannst þeim erfiðast að stíga í snjóinn og voru sumir sem potuðu bara aðeins í hann með tánum 🙂 Sumum fannst þetta svo gaman að þau fóru nokkrar ferðir í gegnum brautina 🙂

Móar – Hvolpahópur :)

Síðustu daga erum við í Hvolpahóp búin að vera að föndra páskaföndur 🙂 Hér má sjá nokkrar myndir af því 🙂
Fyrr í mánuðinum æfðum við okkur aðeins að klippa. Börnunum fannst það frekar erfitt en samt mjög gaman, sérstaklega þegar þau fengu að líma á blað það sem þau voru að klippa 🙂 Hér eru myndir 🙂