Móar – Krumma og Hvolpahópur

Í gær fórum við í gönguferð. Við löbbuðum um nágrenið og skoðuðm jólaljósin. Þetta var góð ferð og góð æfing fyrir börnin þar sem þau passa upp á hvert annað, labba í röð og passa sig að detta ekki í hálkunni 🙂 sjá myndir hér

Börnin í Móum búa til hús handa Lubba :)

Í lok október bjuggum við í Móum til hús handa Lubba og hjálpuðust allir að við að mála húsið 🙂 Þetta eru svo hjálpsöm börn 🙂 Í síðustu viku var húsið loksins klárað en þá límdum við nafnið hans Lubba á húsið. Lubbi er alveg í skýjunum með nýja húsið sitt og börnin eru ekkert síður ánægð með að hafa búið til svona flott hús handa vini sínum 🙂

Hér eru myndir af börnunum mála Lubbahúsið og hér eru myndir af samverustundinni þar sem húsið var endanlega klárað 🙂

Bangsadagur :)

Á fimmtudaginn var bangsadagur í leikskólanum, í tilefni þess fengu börnin að koma með bangsa með sér í leikskólann 🙂 Sjá myndir hér 🙂

Móabörn í jóga :)

Í dag fóru börnin í Móum í jóga. Það er svo frábært hvað þau eru dugleg að taka þátt og reyna að gera langflestar æfingarnar með okkur jafnvel þótt þær séu stundum svolítið erfiðar 🙂 Hér eru nokkrar myndir 🙂

Óliver Máni 2 ára

Á morgun 21.Október verður Óliver Máni 2 ára. Við á móum héldum uppá afmælið hans í dag. Við óskum honum og fjölskyldu hans innilega til hamingju með daginn. Sjá myndir hér

 

Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í jógastund sem var í gær. Eins og sjá má á myndunum eru börnin mjög dugleg að taka þátt 🙂

Hilmir Kató 2 ára :)

Á morgun 14. október verður Hilmir Kató 2 ára, við á Móum héldum uppá afmælið hans í dag. Við óskum honum og fjölskyldu hans innilega til hamingju með daginn 🙂 Sjá myndir hér 🙂

Krummahópur – Móar

Við í Krummahóp erum búin að vera að vinna með haustið síðustu viku á þriðjudag fórum við í gönguferð og tíndum fullt af laufblöðum. Í dag bjuggum við svo til listaverk úr laufblöðunum. Þau voru öll mjög áhugasöm bæði við tínslu og listaverka gerð og nú er afraksturinn kominn upp á vegg. Glæsi myndir hjá þeim 🙂 Hér má sjá nokkrar myndir

Kisuhópur að gera haustmyndir

Í morgun var grenjandi rigning og fannst okkur í Kisuhóp upplagt að gera haustmyndir í tilefni þess. Börnunum fannst mjög gaman að brjóta laufblöðin og raða þeim hér og þar á bókaplast. Sjá myndir hér 🙂