Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í jógastund sem var í gær. Eins og sjá má á myndunum eru börnin mjög dugleg að taka þátt 🙂

Hilmir Kató 2 ára :)

Á morgun 14. október verður Hilmir Kató 2 ára, við á Móum héldum uppá afmælið hans í dag. Við óskum honum og fjölskyldu hans innilega til hamingju með daginn 🙂 Sjá myndir hér 🙂

Krummahópur – Móar

Við í Krummahóp erum búin að vera að vinna með haustið síðustu viku á þriðjudag fórum við í gönguferð og tíndum fullt af laufblöðum. Í dag bjuggum við svo til listaverk úr laufblöðunum. Þau voru öll mjög áhugasöm bæði við tínslu og listaverka gerð og nú er afraksturinn kominn upp á vegg. Glæsi myndir hjá þeim 🙂 Hér má sjá nokkrar myndir

Kisuhópur að gera haustmyndir

Í morgun var grenjandi rigning og fannst okkur í Kisuhóp upplagt að gera haustmyndir í tilefni þess. Börnunum fannst mjög gaman að brjóta laufblöðin og raða þeim hér og þar á bókaplast. Sjá myndir hér 🙂

Móar – aðlögun

Þann 28. ágúst byrjuðu 3 börn í Móum það eru þau Rebekka Nótt, Gabríel Máni og Elva Þórunn. Við bjóðum þau og fjölskyldur þeirra velkomin til okkar 🙂 Hér eru nokkrar myndir úr aðlöguninni.