Laut – Þorramatur

Á bóndadaginn í síðustu viku fengum við í Laut að smakka þorramat. Það var ansi misjafn svipurinn á þessum elskum þegar þau voru að smakka til að mynda hákarlinn eða hrútspungana 🙂 Sumum fannst þetta ljómandi gott allt saman meðan öðrum líkaði maturinn ekki. En þau voru mjög hugrökk og alveg til í að prófa að smakka. Algjörir snillingar 🙂 Sjá myndir hér !

Laut – Logi og Glóð aðstoðarmenn

Hér eru þau Hilmar Marinó og Árný Helga. Þau fóru hring um skólann til að kanna eldvarnir. Það gekk eins og í sögu eins og hjá öllum hinum. Börnin eru öll áhugasöm og spennt fyrir því að fræðast um þessi atriði. Sjá myndir hér !

Laut – Alexander og Una Lind

Það hafa orðið breytingar í barnahópnum hjá okkur hér í Laut. Hann Alexander Örn flutti úr bænum og er því hættur hjá okkur og óskum við honum velfarnaðar á nýjum stað.
Á síðustu tveimur vikum hafa tvö börn bæst í hópinn okkar en þau heita Alexander og Una Lind 🙂 Við bjóðum þau hjartanlega velomkomin til okkar í Laut 🙂

Stefán Berg 6 ára

Þann 9. janúar síðastliðinn varð Stefán Berg 6 ára gamall. Við óskum honum og fjölskyldu hans hjartanlega til hamingju með afmælið 🙂 Kveðja frá öllum í Laut 🙂
Sjá myndir hér !

LAUT – Gleðilegt nýtt ár öllsömul !

Gleðilegt nýtt ár til ykkar allra kæru foreldrar barna í Laut og hjartans þakkir fyrir það liðna 🙂 Hér eru nokkur myndbönd frá liðnu ári sem við setjum hér inn til gamans. Söngvaflóð með Ívari hefur verið fastur liður hjá okkur og þá er sungið og stundum dansað. Svo eru önnur myndbönd frá leikjum okkar í Laut 🙂 Sjá hér !

Laut – Kakóferð á Bautann

Bæjarferðin og Bautaferðin heppnuðust mjög vel. Við byrjuðum ferðina á því að kíkja á jólaköttinn og jólatréð í miðbænum. Síðan lá leiðin á Bautann og mikið var nú gott að fá heitt kakó og kleinu. Eftir Bautaferðina gengum við um í miðbænum og skoðuðum jólaskrautið og jólaljósin sem prýða bæinn okkar. Sjá myndir hér !

Laut – Logi og Glóð aðstoðarmenn

Þau Aþena Elínrós og Alexander Örn fóru eldvarnar eftirlitshring um skólann fyrir skömmu og voru því sérlegir aðstoðarmenn slökkviliðsins. Ferðin gekk vel, við könnuðum sömu þætti og vanalega, sem og að kanna hvar slökkvitæki og brunaslanga eru staðsett og fl. Sjá myndir hér !

1. desember í Laut

Þann 1. desember síðastliðinn var sparifatadagur hér hjá okkur í Laut. Að auki fengum við jólamat í hádeginu, hangikjöt og meðlæti, virkilega gott. Í lok dags var svo jólaföndur hjá okkur og þökkum við ykkur öllum fyrir að koma og taka þátt í því 🙂 Sjá myndir hér !

Alexander Örn 5 ára

Þann 1. desember síðastliðinn varð Alexander Örn 5 ára. Við óskum honum og fjölsskyldu hans innilega til hamingju með daginn 🙂 Bestu kveðjur frá öllum í laut 🙂 Sjá myndir hér !

Laut – Bókasafnsferð

Fyrir skömmu síðan fórum við í Laut í vettvangsferð á Amtsbókasafnið. Þar hittum við barnabókavörðinn hana Fríðu og hún las fyrir okkur sögu. Síðan áttum við saman notarlega stund, lékum með dótið eða skoðuðum bækur. Sjá myndir hér !

Stefán Gunnar 5 ára

Þann 23. nóvember síðastliðinn varð Stefán Gunnar 5 ára. Við óskum honum og fjölsskyldu hans hjartanlega til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum í Laut 🙂 Sjá myndir hér !

Vinastund í Laut

Föstudaginn 3. nóvember brugðum við aðeins út af vananum og vorum með Vinastundina okkar í Laut. Þar voru saman komnar deildirnar Berg, Hvammur og Laut. Eftir Vinastundina léku Berg og Hvammur sér inni í Laut meðan að krakkarnir þar fóru út að leika. Það var mjög skemmtilegt að skoða aðstöðuna og dótið í Laut og fá að leika aðeins með það! Myndir hér