Laut – Logi og Glóð útskrift :)

Í síðustu viku bauð slökkvistöðin okkur til sín. Heimsóknin tengist eldvarnarverkefninu um Loga og Glóð sem við höfum verið að taka þátt í í vetur. Þetta var virkilega skemmtileg dagskrá hjá þeim líkt og undanfarin ár. Markmiðið er alltaf að hafa gaman saman og það tókst svona ljómandi vel 🙂 Myndirnar tala sínu máli, þó sumar þeirra séu óskýrar sökum mikils vatn og stuðs almennt 🙂
Sjá hér !

Olivier 6 ára

Í dag varð Olivier 6 ára gamall. Við óskum honum og fjölskyldu hans hjartanlega til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum vinum þínum í Laut 🙂 Sjá myndir hér !

Laut – Logi og Glóð aðstoðarmaður

Í dag var hún Una Lind aðstoðarmaður skökkviliðisins. Við fórum saman hring um skólann, skoðuðum hvar er að finna reykskynjara, slökkvitæki, brunaslöngur, útljós og fleira svo dæmi séu tekin. Nú hafa öll börn í Laut fengið það hlutverk að vera aðstoðamenn 🙂 virkilega flott öllsömul 🙂
Sjá myndir af Unu Lind hér !

Laut – Ferð á Listasafnið

Við í Laut fórum fyrir nokkru síðan í strætóferð niður í bæ og röltum uppá Listasafn til að skoða sýninguna Sköpun bernskunnar 2018. Virkilega skemmtileg og flott sýning þar sem þema hennar var um tröll, í allskyns samhengi og útfærslum. Sjá myndir hér !

 

Leikur og nám í Laut

Páskaföndur, íþróttatími, frjáls leikur, tröllahópur og margt margt fleira dreif á daga okkar hér í Laut í mars mánuði sem endranær 🙂 Endilega skoðið myndir frá leik og námi barnanna hér ! 🙂

Laut – Logi og Glóð Aðstoðarmenn

Þau Kristbjörg Heiða og Stefán Gunnar fóru hring um skólann fyrir skömmu og eru því búin að vera aðstoðarmenn slökkviliðsins 🙂 Við fórum góða hringinn okkar saman og ræddum og skoðuðum vel og vandlega hluti er tengjast eldvörnum. Sjá myndir hér !

Laut – stærðfræði og Lubbi

Nú ætlum við að hafa stærðfræði tíma einu sinni í viku þar sem við ætlum að leggja inn ákveðin verkefni með áherslu á vinnu með tölustafi frá 1-20. Við ætlum að telja og skrifa tölustafi, læra að þekkja tölustafina í sjón, prófa að leggja saman, vinna með form, teninga og fleira. Fyrsti tíminn gekk mjög vel og hér má sjá nokkrar myndir frá þessari vinnu og einnig nokkrar myndir frá vinnu með bókstafi

 

Lydia Björk 6 ára

Í gær 5. mars varð Lydia Björk 6 ára gömul. Við óskum Lydiu Björk og fjölskyldu hennar hjartanlega til hamingju með afmælið 🙂 bestu kveðjur frá öllum vinum hennar í Laut 🙂

Hér eru nokkrar myndir!

 

Laut – Jógatími

Við fórum í góðan jógatíma í vikunni. Notuðum stafaspjöldin okkar góðu, þannig að bæði er um að ræða jógaæfingar sem og stafainnlögn í leiðinni. Í lok tímans struku börnin svo hvoru öðru með málningarpenslum, þá þurfa allir að einbeita sér vel og strjúka varlega svo sessunauturinn njóti sem mest í dekrinu 🙂 Sjá myndir hér !

Laut heimsókn í 1. bekk Glerárskóla

Á mánudaginn síðasta fórum við í Laut í heimsókn til 1. bekkjar hér í Glerárskóla. En þessi heimsókn er liður í samstarfi milli leik-og grunnskóla og er gerð til þess að auðvelda skiptin fyrir börnin þegar þar að kemur. Við spjölluðum við krakkana og kennarana og unnum saman verkefni. Sjá myndir hér !

Steinþór Unnar 6 ára

Í gær þann 14. febrúar varð Steinþór Unnar 6 ára gamall. Við óskum honum og fjölskyldu hans hjartanlega til hamingju með daginn 🙂 Bestu kveðjur frá öllum vinum þínum í Laut 🙂 Sjá myndir hér !

Laut – Logi og Glóð aðstoðarmenn

Þau Sigurgeir Breki og Elísabet Helga voru aðstoðarmenn slökkviliðisins í síðustu viku. Við löbbuðum eins og venja er um skólann. Skoðuðum neyðar-útgönguleiðir, reykskynjara, brunaslöngu og slökkvutæki svo eitthvað sé nefnt 🙂 Þau stóðu sig með mjög vel og voru áhugasöm 🙂 Sjá myndir hér !

Laut – Dagur Leikskólans

Í tilefni af degi leikskólans sem var þann 6. feb. síðastliðinn þá teiknuðu börnin í Laut vinamyndir, settu þær í umslög og svo báru þau myndirnar í hús hér í nágrenni við skólann 🙂 Sjá myndir af þessu skemmtilega verkefni hér !