6. febrúar – Dagur leikskólans

Í tilefni að degi leikskólans sem var í gær þann 6. febrúar þá fórum við í Laut á stjá um bæinn okkar til þess að gleðja aðra. Við sömdum ljóð á dögunum um bæinn okkar Akureyri og færðum Skóladeild Akureyrarbæjar, Sjónvarpsstöðinni N4, leikskólastjóranum okkar henni Jakobínu og einnig gengum við í hús hér um nágrennið og færðum nágrönnum okkar ljóðið 🙂
      

Laut – gaman saman

Það hefur aldeilis margt á daga okkar drifið í jólamánuðinum sem nú er ný afstaðinn. Við lásum söguna Ævintýrið um Augastein og unnum eitt stykki listaverk eftir þann lestur. Við útbjuggum jólagjafir, perluðum, teiknuðum, klipptum, límdum, fórum í allskonar leiki, strætóferðir, safnferð, búðarferð sem var hluti af hjálpsemisverkefni okkar og svo mætti lengi lengi lengi telja 🙂 Yndislegur tími með þessum frábæru börnum 🙂

   


 

Minjasafnið – Laut

Á þriðjudaginn síðastliðinn fórum við í Laut í heimsókn á Minjasafnið. Þar hittum við hana Rögnu sem fræddi okkur um hefðirnar í gömlu daga, til dæmis hvernig fólk tendraði ljós, hún sýndi okkur úr hverju fólk borðaði matinn sinn eða askinn. Einnig fengu börnin að prófa að kemba og þæfa ull líkt og fólk gerði í gamla daga.
 

 

Laut og hátíðarhöld í Glerárskóla

Nú stendur yfir afmælishátíðarvika í Glerárskóla. Skólahald í Glerárþorpi er 110 ára 🙂 Við í Laut tökum að sjálfsögðu þátt í þessum hátíðarhöldum. Í dag var fyrirhuguð skrúðganga en við fórum ekki vegna veðurs en við fórum hins vegar á samkomu í sal skólans og hlýddum á skólastjórann halda tölu sem og fleiri gesti. Að lokinni dagskrá í salnum var boðið upp á kökuhlaðborð fyrir alla nemendur skólans, virkilega flott 🙂

Laut – Heimsókn í Rauða krossinn

Eins og flestir vita þá erum við í Laut að læra um dygðina hjálpsemi, þess vegna ákváðum við að safna saman gömlum og of litlum fötum af okkur og gefa til Rauða krossins. Við fórum þangað með flíkurnar sem söfnuðust í síðustu viku og fengum í leiðinni fræðslu frá starfsmanni Rauða krossins 🙂  Við löbbuðum báðar leiðir í blíðskapar veðri og börnin stóðu sig frábærlega vel. Virkilega skemmtileg og vel heppnuð ferð.

Laut skoðar umferðarmerkin

Við í Laut fórum í gönguferð um hverfið og skoðuðum umferðarmerkin sem urðu á vegi okkar. Fræddumst um hvað þau heita og hvað þau merkja. Síðan æfðum við okkur í að fara yfir nokkrar gangbrautir á leið okkar á leikvöllinn við Sunnuhlíð. Allir þurfa þá að stoppa, horfa og hlusta 🙂

Alþjóðlegi bangsadagurinn – Laut

Í dag höldum við í Laut uppá alþjóðlega bangsadaginn, börnin mættu með bangsann sinn og læra og leika með hann í dag. En á meðan útiveru barnanna stendur þá hvíla bangsarnir sig í sætum þeirra í krók 🙂 Eigið góða helgi og takk fyrir vikuna 🙂

 

Samstarf, Laut

Samstarf 1. bekkjar Glerárskóla, Hulduheima/Kot og Tröllaborgir Laut. Við hittumst í fyrsta sinn í gær þann 15. okt og lékum okkur saman á skólalóðinni. Við ætlum að hittast einu sinni í mánuði og gera ýmislegt skemmtilegt saman.

Laut – Slökkvilið í heimsókn

Í gær fengum við í Laut aldeilis skemmtilega heimsókn. Þeir Alli og Maron frá slökkviliðinu komu til okkar og fræddu okkur um eldvarnir sem og hlutverk slökkviliðsmanna. Þeir sýndu okkur stutta kvikmynd um þau Loga og Glóð sem eru aðstoðarmenn slökkviliðisins. Við í Laut ætlum að aðstoða slökkviðið í vetur líkt og Logi og Glóð gera þ.e. sjá um eldvarnareftirlit í skólanum okkar.
Við munum fara tvö og tvö saman hring um skólann skoða hvar slökkvitækin eru geymd, brunaslöngur, ath með reykskynjara, eldvarnakerfið, ruslasöfnun og fleira. Mjög spennandi verkefni 🙂
En þeir sýndu okkur líka slökkviliðsbúninginn sem þeir klæðast þegar þeir þurfa að slökkva eld og svo fengum við að skoða og fara inní slökkiviðsbílinn þeirra.

Kristín María 5 ára

Þann 13. ágúst síðastliðinn varð Kristín María 5 ára gömul. Við óskum henni og fjölskyldu hennar hjartanlega til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum vinum þínum í Laut.  Eftir að við sungum afmælissönginn valdi Kristín María að syngja Gulur, rauður, grænn og blár og spilaði Óli undir á gítarinn 🙂 Sjá myndir hér

Laut – Listigarður

Við nýttum góða veðrið í gær og fórum í ferð í listigarðinn. Tókum með okkur drykki og kex og gæddum okkur á því í garðinum, fórum svo í jóga og smá leiki 🙂 Sjá myndir hér !

Laut – Tilraunir

Fyrr í mánuðinum lékum við okkur með tilraunir. Gerðum smá eggjatilraun og sokkatilraun. Eggin láu í ediki í tvo daga og við það varð skurnin mjúk og því gátum við látið eggin boppa aðeins. Svo settum við sokk í glas og glasið síðan á hvolf í fulla skál af vatni. Þrátt fyrir að setja sokkana í vatn þá blotnuðu þeir ekkert! Þrælskemmtilegt alveg 🙂 Sjá myndir hér !

Una Lind 6 ára

Þann 20. júní varð Una Lind 6 ára gömul. Við óskum henni og fjölskyldu hennar hjartanlega til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum vinum þínum í Laut 🙂 Sjá myndir hér !

Laut – Harpa Karen 6 ára

Þann 8. júní síðastliðinn varð Harpa Karen 6 ára. Við óskum henni og fjölskyldu hennar hjartanlega til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum vinum þínum í Laut 🙂 Sjá myndir hér !

Laut – Útskriftarferð

Það var heldur betur skemmtilegur dagur hjá okkur í Laut í gær, en þá fórum við í útskriftarferð til Hríseyjar. Þetta var eins og þið öll vitið óvissuferð og enginn vissi því hvert ferðinni yrði heitið. Hríseyingar tóku vel á móti okkur, þó veðrið hefði mátt vera örlítið betra. Við létum það hins vegar ekkert á okkur fá og ferðin heppnaðist í alla staði frábærlega vel. Sjá myndir hér !

Laut – Hjóladagur

Í gær var hjóladagur hjá okkur í Laut. Börnin nutu þess að hjóla um svæðið í þessu yndislega veðri sem búið er að umlykja okkur síðustu daga. Lögreglan kíkti í heimsókn til okkar og fræddi börnin um umferðarreglurnar. Einnig skoðaði hún alla hjálma sem og bremsubúnaðinn á hjólunum. Börnin fengu skoðunarmiða sem vakti mikla lukku. Sjá myndir hér !