Laut – Logi og Glóð aðstoðarmenn

Þau Aþena Elínrós og Alexander Örn fóru eldvarnar eftirlitshring um skólann fyrir skömmu og voru því sérlegir aðstoðarmenn slökkviliðsins. Ferðin gekk vel, við könnuðum sömu þætti og vanalega, sem og að kanna hvar slökkvitæki og brunaslanga eru staðsett og fl. Sjá myndir hér !

1. desember í Laut

Þann 1. desember síðastliðinn var sparifatadagur hér hjá okkur í Laut. Að auki fengum við jólamat í hádeginu, hangikjöt og meðlæti, virkilega gott. Í lok dags var svo jólaföndur hjá okkur og þökkum við ykkur öllum fyrir að koma og taka þátt í því 🙂 Sjá myndir hér !

Alexander Örn 5 ára

Þann 1. desember síðastliðinn varð Alexander Örn 5 ára. Við óskum honum og fjölsskyldu hans innilega til hamingju með daginn 🙂 Bestu kveðjur frá öllum í laut 🙂 Sjá myndir hér !

Laut – Bókasafnsferð

Fyrir skömmu síðan fórum við í Laut í vettvangsferð á Amtsbókasafnið. Þar hittum við barnabókavörðinn hana Fríðu og hún las fyrir okkur sögu. Síðan áttum við saman notarlega stund, lékum með dótið eða skoðuðum bækur. Sjá myndir hér !

Stefán Gunnar 5 ára

Þann 23. nóvember síðastliðinn varð Stefán Gunnar 5 ára. Við óskum honum og fjölsskyldu hans hjartanlega til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum í Laut 🙂 Sjá myndir hér !

Vinastund í Laut

Föstudaginn 3. nóvember brugðum við aðeins út af vananum og vorum með Vinastundina okkar í Laut. Þar voru saman komnar deildirnar Berg, Hvammur og Laut. Eftir Vinastundina léku Berg og Hvammur sér inni í Laut meðan að krakkarnir þar fóru út að leika. Það var mjög skemmtilegt að skoða aðstöðuna og dótið í Laut og fá að leika aðeins með það! Myndir hér

Laut – Logi og Glóð aðstoðarmenn

Þau Berglind María og Steinþór Unnar voru aðstoðarmenn slökkviliðsins í vikunni, fengu að fara í vestin flottu og fóru eftirlitshring um skólann 🙂 Kjartan Logi sonur Toddu var í heimsókn hjá okkur þennan dag og fékk að fara með þeim 🙂 Sjá myndir hér!

Laut – Logi og Glóð – aðstoðarmenn

Fyrstu aðstoðarmenn slökkviliðsins þennan veturinn fóru yfir eldvarnir hér í Glerárskóla og gekk það alveg glimrandi vel 🙂 Strákarnir tóku sig vel út í vestunum og fóru yfir þau mál sem slökkvilið hefur beðið okkur um 🙂 Sjá myndir hér !

Laut-Hrekkjavaka-Glerárskóli

Við hér í Laut vorum boðin í hrekkajavökugleði sem 9. bekkur hér í Glérárskóla hélt. Við fengum að skoða skólastofuna þeirra sem var búið að skreyta mjög vel og í leiðinni örlítið ógurlega eða rétt eins og hrekkjavöku sæmir. Við fórum einnig á bókasafnið sem var líka búið að setja í hrekkjavöku”búning”. Þar var lesin fyrir okkur saga um grísina þrjá og úlfinn ægilega. Virikilega skemmtilegt allt saman 🙂 Sjá myndir hér

Laut – aðlögun

Á mánudaginn byrjaði hjá okkur hann Alexander Örn. Við bjóðum hann og fjölskyldu hans hjartanlega velkomin í Tröllaborgir – Laut. Sjá nokkara myndir frá leik í útiveru hér !

Laut – Tröllahópur 4. og 11. október

Áfram höldum við í Tröllahópsvinnunni okkar, gerum verkefni á hverjum miðvikudegi sem og annan hvern föstudag. Í síðustu viku tókum við fyrir bókstafina Í og Ý. Þessa vikuna erum við að læra um bókstafinn V. Við hengdum einmitt upp í stofunni okkar verkefni gærdagsins, endilega skoðið og hrósið snillingunum ykkar 🙂 Sjá myndir hér !

Laut – Slökkvilið – Logi og Glóð

Í síðustu viku fengum við í Laut aldeilis skemmtilega heimsókn. Þeir Alli og Jói frá slökkviliðinu komu til okkar og fræddu okkur um eldvarnir sem og hlutverk slökkviliðsmanna. Þeir sýndu okkur slökkviliðsbúninginn sem þeir klæðast þegar þeir þurfa að slökkva eld og svo fengum við að sjá slökkviliðs bílinn þeirra. Við í Laut ætlum að aðstoða slökkviðið í vetur og sjá um eldvarnareftirlit í skólanum okkar. Mjög spennandi. 🙂 Endilega skoðið myndir frá heimsókninni hér!

Laut – Laufblaðaverkefni

Komið sæl

Börnin í Laut voru að vinna skemmtilegt haustverkefni. Þau byrjuðu á að fara í gönguferð í Kvenfélagslund og söfnuðu laufblöðum sem fallið höfðu af trjánum. Þegar heim var komið var laufblöðunum raðað í dagblöð og þau látin þorna í nokkra daga. Soffía tók svo myndir af öllum börnunum blása hraustlega upp í loftið. Þar næst prentuðum við myndirnar út og í dag límdu svo börnin myndina af sér á blað og nokkur laufblöð hér og þar. Útkoman var skemmtileg eins og sjá má. Hér eru myndir frá verkefnavinnunni.

 

Leikskólalóðin við Lautina tekin í notkun

Í dag 27. september fengum við loksins leyfi til að nota leikskólalóðina okkar við Lautina í Glerárskóla eftir að eftirlitsmaður leikvalla tók hana út. Það var mikil spenna þegar við tilkynntum börnunum gleðitíðindin og má segja að leiktækin hafi slegið í gegn. Girðingin er ekki komin en við vonum að hún komi sem allra fyrst. Til hamingju með nýju lóðina okkar.

Í Tröllahóp gerðum við haustmynd og hvetjum við foreldra til að kíkja á verk barnanna þegar þau koma í leikskólann eða eru sótt.

Hér eru myndir af fyrstu ferðina á lóðina

.