Krókódílahópur í hópastarfi

Þessa dagana erum við í Krókódílahóp að gera ýmiss verkefni tengdum fjölskyldunni þar sem börnin meðal annars segja hópnum frá sinni fjölskyldu, hverjir eru í henni og hvað þeir heita. Við bjuggum til fjölskyldutré og gerðum eitt fjölskyldulistaverk fyrir sýninguna okkar í vor.

 

Sjá myndir hér

Heimsókn í Hvamm

Miðvikudaginn 21. febrúar buðu börnin í Hvammi einum samverustundarhóp í heimsókn til sín þar sem við fengum að syngja með þeim og fara í skemmtilegan leik.

Sjá myndir hér

Íþróttahús síðasta fimmtudag

Annan hvern fimmtudag förum við í Bergi í íþróttahús með elstu börnunum úr Læk. Að þessu sinni fórum við í þrautabraut og lékum svo frjálst í salnum.  Við tókum nokkrar myndir í íþróttahúsinu og úti í góða veðrinu áður en við lögðum af stað og þær má sjá hér 

Hvolpahópur-Lækur

Það er alltaf nóg að gera hjá okkur í hópastarfi í hvolpahóp. Við erum til dæmis farin að æfa okkur að spila, þar þarf maður að sýna mikla þolinmæði. Einnig erum við búin að vera dugleg að mála og prufuðum að mála með kúlum, skrýtið en mjög skemmtilegt. Einingakubbar eru alltaf vinsælir en þar þarf maður að nota ímyndunaraflið til að hanna eitthvað sniðugt einsog til dæmis hús eða bílabraut. Fyrir öskudaginn bjuggum við okkur svo til grímur 🙂

Myndir má sjá hér

Öskudagur í Læk :)

Það var nú heldur betur mikið fjör hjá okkur á Öskudaginn þar sem bæði börn og starfsfólk komu klædd í hinum ýmsu búningum. Eftir morgunmat hittum við börnin á Móum á Völlum þar sem við slógum “köttinn” úr tunnunni, fengum okkur popp og dönsuðum saman. Í hádeginu var svo að sjálfsögðu pylsupartý 🙂

Sjá myndir hér

Bolludagur-Lækur :)

Bolla, bolla, bolla 🙂 Við héldum heldur betur uppá Bolludaginn. Byrjuðum á því í sameiginlegri samverustund að fræðast aðeins um þennan dag og skoðuðum Bolluvönd. Í hópastarfinu lituðu börnin bolluvönd og skreyttu deildina okkar með litríkum vöndum. Og svo fengum við að sjálfsögðu að gæða okkur að fiskibollum í hádeginu og dýrindis rjómabollum í kaffinu 🙂

Sjá myndir hér

Frosti Snær 3 ára

Á morgun laugardaginn 10. febrúar verður Frosti Snær 3 ára. Að því tilefni héldum við uppá afmælið hans í dag. Við óskum honum og hans fjölskyldu innilega til hamingju með daginn 🙂

Myndir má sjá hér

Dagur leikskólans-Lækur

 

Í tilefni af degi leikskólans sem var þann 6. febrúar síðastliðinn teiknuðu börnin á Læk hver sína mynd og fóru svo með í hús hér í nágrenninu. Þannig minntum við á okkur og mikilvægi þess að í bænum okkar eru margir frábærir leikskólar 🙂

Einnig unnum börnin saman að því að búa til mynd til að hengja upp í lyftunni hér á Tröllaborgum til að gleðja nágranna okkar 🙂

Myndir frá deginum má sjá hér

Kisuhópur í leik á völlum

Börnin í Kisuhóp voru í leik á völlum í hópastarfi.  Við vorum að leika með myndvarpa, notuðum bolta, hringi og svo auðvitað okkur sjálf.  Sáum skuggann okkar og þeim fannst mjög gaman að setja bolta og hring á myndvarpann og sjá hvernig það kom á vegginn.  Einnig voru þau að hoppa á trampolíni og hjóla.  Þetta var mjög skemmtilegur hópatími og mikil gleði.

sjá myndir hér

Hvolpahópur hópatími

Alla daga erum við í hópatími frá 9-11, þar höfum við nægan tíma til að gera ýmislegt. Síðustu vikuna höfum við í Hvolpahóp farið á velli og gert allskonar æfingar, farið út, æft okkur í sjálfshjálpinni, farið í hlutverkaleiki til dæmis búðarleik og prufað að mála með gömlum debit kortum 🙂

Myndir frá hópatíma má sjá hér

Bóndadags morgunmatur og þorrablót í hádeginu :)

Í dag föstudag héldum við Þorrablót. Við byrjuðum daginn á því að bjóða pöbbum eða öfum í morgunmat í tilefni af bóndadeginum. Að því loknu hittumst við öll á Völlum þar sem við meðal annars sungum saman og skoðuðum myndir frá því í gamla daga. Í hádeginu gæddum við okkur svo að þorramat 🙂

Sjá myndir hér

Gullkistan í Læk

15. janúar kom hún Ragna frá Minjasafninu í heimsókn til okkar með Gullkistuna sína. Í Gullkistunni var að finna ýmsa fróðlega hluti frá því í gamla daga eins og sauðskinnskó, ask og leggi og skeljar. Börnin fengu að skoða þessa hluti og prófa þá 🙂

Sjá myndir hér

Krókódílahópur-gamli tíminn

Þessa vikuna erum við búin að fræðast örlítið um gamla tímann. Við skoðuðum myndir af torfbæjum, víkingum og alls konar dóti sem börnin léku sér að í gamla daga. Skemmtileg vika hjá okkur sem lauk með bóndadagsmorgunmat og þorrablóti í dag 🙂

SJá myndir hér

Hvolpahópur á Læk, gamli tíminn

Við í hvolpahóp höfum verið að kynna okkur aðeins lífið í gamla daga þessa vikuna. Við notuðum tölvuna til að skoða myndir til að skilja þetta allt saman miklu betur. Sáum þar til dæmis að krakkarnir hér áður fyrr léku sér með leggi og skeljar, fólkið bjó í torfbæjum og að ekki voru til sjónvarp. Einnig bjuggum við okkur til víkinga hjálma 🙂

Myndir frá vikunni má sjá hér

Ljónahópur :)

Vikuna 8 -12 vorum við í LJónahópi að koma okkur aftur af stað eftir gott jólafrí. Við ræddum um það sem við gerðum í jólafríinu, pússluðum, perluðum og gripum í spil 🙂

Sjá myndir hér

 

Hvolpahópur :)

Við í hvolpahóp erum öll að komast af stað eftir notalegt jólafrí. Í hópatíma höfum við verið að bralla ýmislegt til dæmis að mála sem er alltaf vinsælt. 🙂

Nokkrar myndir af hópnum að mála á pappadiska má sjá hér

Krókódílahópur :)

Við í Krókódílahóp erum að komast af stað aftur eftir gott jólafrí. Þessa vikuna spiluðum við stafa-minnisspil og tengdum stafinu við Lubbahljóðin. Auk þess erum við þessa dagana að ræða um mismunandi svipbrigði og hvað svipurinn getur sagt okkur um það hvernig okkur líður o.s.frv. 🙂

 

Sjá myndir hér

Ronja Jenný 3 ára

24. desember á hún Ronja Jenný 3 ára afmæli og héldum við uppá það í leikskólanum í dag. Við óskum henni og fjölskyldu hennar innilega til hamingju með daginn 🙂

Sjá myndir hér