Heimsókn á Kiðagil :)

Í hópastarfstímanum okkur í síðustu viku fórum við í Krókódílahópi í heimsókn í leikskólann Kiðagil. Þar fengum við að leika okkur á lóðinni þeirra í sól og sumari 🙂

Sjá myndir hér

Hvolpahópur hópastarf

Hjá okkur í hvolpahóp hefur verið mjög vinsælt að spila samstæðuspil og gerum við það reglulega í hópatími. Svo höfum við verið í málörvun, föndrað og leikið okkur úti og inni. Hér koma nokkrar myndir frá því í hópastarfi í morgun 🙂

Tónlist í hópastarfi-krókódílahópur :)

Hæhæ í dag 3. maí fórum við í Krókódílahópi í tónlist í hópastarfinu. Við byrjuðum tímann á smá hugrekkisæfingu. Börnin komu fyrir framan hópinn, kynntu sig og sögðu hvar þau ættu heima og hvað þau væru gömul. Síðan skoðuðum við hljóðfærðin og tónlistarmyndir sem við spiluðum eftir. Í lokin héldum við smá tónleika þar sem við sungum og spiluðum Gulur, rauður…..

Sjá myndir hér    og myndband hér   🙂

Hérna koma nokkrar myndir frá hópastarfinu okkar á Völlum. Við byrjðum á því að æfa okkur að kasta og grípa bolta. Síðan fórum við í stöðvaþjálfum þar sem við gengum eftir línu, hoppuðum á trampolíni og klifruðum í rimlunum, svo eitthvað sé nefnt. Í lok tímanst fórum við svo í smá slökun 🙂

 

Sjá myndir hér

HILMAR DARRI 3 ÁRA

Þann 25. mars verður Hilmar Darri 3ja ára og héldum við uppá það í dag. Við óskum honum og fjölskyldu hans innilega til hamingju með daginn 🙂

Myndir frá deginum má sjá hér

krókódílahópur í gönguferð :)

Í dag miðvikudag fórum við í Krókódílahópi í gönguferð í góða veðrinu. Við ákváðum að fara á leikvöllinn í Giljahverfi en til þess að komast þangað þurftum við að labba í snjó, hálku, pollum og drullu 🙂

SJá myndir hér

Kisuhópur á Læk

 

Kisuhópur í Læk var að mála, notaði litlar málningarúllur og málningu í allskyns litum til að búa til þessi fínu listarverk.  Sjá myndir hér af börnunum mála.

Dýraspítali í Speglahelli :)

Hérna koma nokkrar myndir frá hópastrarfi hjá Krókódílahópi. Eftir útiveru fórum við í Speglahelli þar sem börnin settu upp dýraspítala enda nokkur dýr með flensuna 🙂 Í lokin fórum við svo í smá lyftuferð 🙂

 

SJá myndir hér

Ljónahópur í hópastarfi

Í vikunni voru krakkarnir í Ljónahóp að æfa sig að klippa, þau eru að æfa sig að halda á skærunum, allir mjög áhugasamir. Síðustu daga höfum við verið að vera spila, perla og púsla, allir tóku fullan þátt og höfðu gaman af.

 

Sjá myndir hér