Fjólublái hópur

Heil og sæl kæru foreldrar. Við í fjólubláa hóp erum búin að vera upptekinn við að vera saman í sátt og samlyndi. Það gengur alveg rosalega vel og alltaf betur og betur t.d. að fara rólega í stigann sem við göngum um daglega og reyndar oft á dag einnig höfum við lagt áherslu á að nota háu röddina okkar úti og lágu röddina inni. Við erum líka búin að dunda heilmikið fara á velli í leikfimi, Listalaut að mála og margt margt fleira.

 
Sjá myndir 104

Bleikihópur að bralla :)

Við í Bleikahópi vorum að leika okkur niðri á Völlum á þriðjudaginn. Þar hoppuðum við á trampólíni, skriðum í gegnum orm, klifruðum í rimluðum og byggðum okkur baðkar, svo eitthvað sé nefnt 🙂

Á miðvikudaginn skellum við okkur svo í málningargallann og gerðum listaverk 🙂

Mikið fjör hjá okkur.

Sjá myndir hér

IMG_9734

Sullum sull hjá Bleikahópi

Á mánudaginn vorum við í Bleikahópi í Litla Læk. Við ákváðum að skella okkur í smá sull inni á baði og höfðum til þess sullukerið okkar sem var fullt af vatni og skemmtilegum dýrum 🙂 Mikið fjör hjá okkur í dag 🙂

Sjá myndir hér

IMG_9844

Fluga í samverustund :)

Yngri hópurinn í Læk skellti sér í samverustund á mánudaginn. Við byrjuðum á því að syngja saman nokkur skemmtileg hreyfilög. Það leið ekki á löngu þar til lítil fluga fangaði athygli drengjanna í samverustundinni. Við ákváðum því að syngja bara saman seinna og skoða þessa flugu nánar 🙂 Sjá myndir hér

IMG_9868

Bleikihópur að bralla :)

Miðvikudaginn 2. sept. vorum við í Bleikahópnum í Læk á milli 9 og 10. Þar lékum við okkur með smíðadótið ásamt því að hæðarmæla okkur og vigta. Drengirnir voru þó ekki allir á því að taka þátt í þessu en þeim þótti þetta samt mjög spennandi og voru forvitnir í að skoða þessi tæki 🙂

 

Sjá myndir hér

Myndir úr aðlögun í Læk

Vikuna 10.-14. ágúst koma til okkar frá Móum 9 börn. Þau heita Ingibjörg Elín, Hanney Svana, Maron Már, Sigurbjörg Sól, Aþena Elínrós, Aþena Ósk, Sara Rós, Benjamín Leví og Natalía Nótt.

Vikna 17.-21. ágúst komu svo til okkar 9 drengir fæddir 2013. Þeir heita Anton Gauti, Bjartmar Darri, Björn Tómas, Daníel Snær, Elvar Bragi, Elvar Trausti, Heiðar Kató, Hjörtur Logi og Sebastian Óliver.

Við bjóðum þau og fjölskyldur þeirra velkomin til okkar í Læk 🙂

Myndir koma inn á næstu dögum