Kakóstund á Völlum-Lækur

Þriðjudaginn 5. desember var okkur í Læk boðið í kakóstund á Völlum. Þar hittum við Hrefnu jólastelpu og fengum hjá henni kakó, kleinur og jólakökur. Við áttum þarna notalega stund við kertaljós 🙂

sjá myndir hér

Í hópastarfi höfum við verið að læra um líkamann. Hver líkamsheitin eru og hvernig líkaminn er. Við erum líka mikið í að leika okkur saman og eru kubbar voða vinsælir, skemmtilegt að byggja og líka hægt að læra litina með þeim 🙂 Myndir úr hópastarfi má sjá hér

Krókódílar í hópastarfi

Í vikunni 24-25. okt skoðuðum við stafina okkar í hópastarfinu og tengdum þá við táknin hans Lubba. Börnin fundu myndir sem höfðu sama upphafsstaf og nafnið þeirra og límdu á blaðið og enduðu svo á því að skrifa stafinn sinn 🙂

Sjá myndir hér

Bangsadagur :)

Fimmtudaginn 26. október héldum við uppá Alþjóðlega bangsadaginn. Börnin fengu að bjóða bangsanum sínum með í leikskólann þar sem þeir tóku þátt í deginum með okkur 🙂

Sjá myndir hér

Hvolpahópur Lækur, litirnir.

 

Í hópastarfi höfum við verið að æfa okkur í litunum. Við höfum til dæmis notað kubba til að flokka litina og farið í ipadinn og skoðað hvernig allskonar hlutir eru á litin  🙂

Nokkrar myndir úr hópastarfinu má sjá hér

Krókódílahópur :)

Við í Krókódílahóp erum þessa dagana að ræða um fjölskyldur, hverjir eru í fjölskyldunni okkar og hvað við gerum saman. Við teiknuðum fjölskylduna, klipptum hana út og gerðum þetta fína fjölskyldulistaverk 🙂

Sjá myndir hér

Kisuhópur að fingramála

Það var nú aldeils gaman þegar börnin fengu að fingramála hjá henni Karen.  Þeim leist nú misjafnlega á þetta, voru ekki öll að þora að snerta málninguna fyrst en svo kom kjarkurinn og þá var þetta mjög gaman:-)

myndir hér

Ferð á bókasafnið :)

Mánudaginn 16. október fórum við í strætóferð niður í bæ og löbbuðum þaðan upp á bókasafn þar sem við hittum Bókasafnsbangsann 🙂 Öll ferðin gekk mjög vel og skemmtum við okkur frábærlega 🙂

Sjá myndir hér

Krókódílahópur-haustmynd

Þessa vikuna er aðeins búið að vanta í hópinn okkar en við byrjuðum þrátt fyrir það að vinna að haustmyndinni okkar. Síðustu daga erum við búin að spjalla mikið saman um haustið og þær breytingar sem verða meðal annars á trjánum okkar. Í þessari viku gerðum við svo haustmynd sem við hengdum upp á deild hjá okkur 🙂

Sjá myndir hér

Hópastarf-Lækur

Börnin í ljónahóp voru að teikna sjálfsmynd í hópastarfi og fengu að spreyta sig í því að setja skilningarvitin ofl á réttan stað.

Það þótti þeim mjög skemmtilegt og er þetta góð æfing.

myndir hér