Fjör á Völlum hjá Fiskahópi í dag, Hvammur

Í dag vorum við á Völlum í hópastarfi. Eftir að hafa lesið góða bók og fengið okkur ávexti þá fórum við í jóga. Að því loknu tókum við „fallhlífina“ okkar fram og gerðum nokkrar skemmtilegar tilraunir. Við settum mislétta „bolta“ í miðjuna og hífðum þá á loft, fórum undir fallhlífina, eitt í einu og létum hana vera vind…sem sagt, mikið fjör hjá okkur !  Endilega skoðið myndir hér !

IMG_3962_tn  IMG_3970_tn

Fiskahópur í hugrekkisferð, Hvammur

Í dag lásum við bókina „Gummi fer á veiðar með afa“ og lékum okkur svo um stund í Móum. Undir lok hópastarfsins ákváðum við að fara í hugrekkisferð með lyftunni alla leið upp á 9. hæð og kíkja þar út um gluggann, sjá myndir hér !

Ferðinni var heitið upp á 9. hæð með lyftunni  IMG_3949_tn

Tröllaborgir 11 ára, myndir frá Hvammi

Í dag áttu Tröllaborgir 11 ára afmæli. Af því tilefni var efnt til veislu á Völlum þar sem allir komu saman, sungu og fengu popp & saltstangir. Jakobína leikskólastjóri kallaði svo dygðatröll skólans saman og færði þeim nýja poka til að hvíla sig í. Í lok dagsins var svo boðið upp á bíó (Pétur og úlfurinn) og andlitsmálningu. Endilega skoðið myndir hér !

IMG_9803  IMG_9834

Myndir frá gönguferðinni okkar í Hvammi í morgun

Í morgun var dásamlegt veður. Eftir góðan leik úti í garði ákváðum við að fara í gönguferð um nágrenni leikskólans. Við tókum með okkur ávexti og fengum okkur hressingu á leiðinni. Það var ýmislegt sem fangaði athygli barnanna, allt frá íslenskum jurtum yfir í slæma umgengni samborgara okkar. Mikið var um rusl á leiðinni og munum við fara fljótlega aftur með poka, sýna ábyrgð og leggja okkar af mörkum til að gera umhverfið okkar fallegra. Endilega skoðið myndir  hér !

IMG_9655   IMG_9694

Myndir frá Fiskahópi (Rutar hópi) í Hvammi

Undanfarna daga höfum við verið að skoða myndir af alls konar sjávardýrum. Í dag útbjuggum við hákarla með því að mála hendurnar okkar og stimpla þær á blað þar sem við létum þumlana vera ugga. Við klipptum hákarlana svo út og settum á þá augu. Næstu daga munum við  halda áfram með þetta skemmtilega verkefni. Endilega skoðið myndir hér !
IMG_3627       IMG_3623