Ingvar Örn 6 ára

Ingvar Örn varð 6 ára 8. febrúar síðastliðinn og héldum við í Hvammi uppá það með honum. Við óskum honum og fjölskyldu hans til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum í Hvammi. Myndir frá deginum má sjá hér.

Margét Fjóla 6 ára

Margrét Fjóla varð 6 ára 25 janúar síðastliðinn og héldum við í Hvammi uppá það með henni. Við óskum henni og fjölskyldu hennar til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum í Hvammi. Hér má sjá myndir frá deginum.

Tröllahópur lærir um G – Hvammur

Í gær var þriðji tröllahópstíminn okkar eftir jól. Í Tröllahóp eru allir krakkar sem fæddir 2012 og eru að fara í skóla á komandi hausti. Við lærðum um stafinn G, lituðum, límdum, leiruðum, lékum okkur við að skrifa orð með fyrirmynd og lékum okkur með tölur. Sjá myndir hér. 

Þorrablót – Hvammur

Á Bóndadaginn héldum við einnig þorrablót í Tröllaborgum. Við bjuggum til langborð inni í Hvammi og sátum öll saman til borð sem var mjög gaman. Krakkarnir voru mis dugleg að smakka en nokkrir voru hugrakkir og smökkuðu alls konar mat. Aðrir sögðust muna að þetta hafi ekki verið gott áður og vildu ekki smakka aftur.  Sjá myndir frá borðhaldinu hér.

Krakkarnir í Hvammi gerðu í sameiningu þennan flotta torfæ í vikunni fyrir þorrablótið þegar við vorum að læra um gamla tímann.

Bóndadagskaffi

Í tilefni af Bóndadeginum síðasta föstudag buðu krakkarnir bóndum eða staðgenglum í morgunmat. Það var gaman að sjá hversu margir gáfu sér tíma til þess að koma í heimsókn til okkar. Hér má sjá myndir.

Hvammur – Gullkistan

Á mánudaginn kom Ragna frá Minjasafninu í heimsókn til okkar. Hún kom með gullkistuna sína en í henni er hún með alls kyns spennandi dót frá því í gamla daga sem hún sýndi okkur og sagði frá hvernig þeir votu notaðir. Einnig fengu allir að skoða og prófa.

Sjá myndir hér.

Natalía Nótt 5 ára

Natalía Nótt var 5 ára 4. nóvember síðastliðinn og héldum við í Hvammi uppá það með henni. Við óskum henni og fjölskyldu hennar til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum í Hvammi. Hér má sjá myndir frá deginum.

 

Daníel Snær 4 ára

Daníel Snær varð 4 ára 1. nóvember síðastliðin og héldum við í Hvammi uppá það með honum. Við óskum honum og fjölskyldu hans til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum í Hvammi. Hér má sjá myndir frá deginum.

Krókódílahópur

Undanfarið hafa krakkarnir í Krókódílahóp verið að læra um líkamann, skoða hvað þau eru stór og hreyfa sig á fjölbreytan hátt. Þau hafa verið að spila þar sem þolinmæðin er æfð og bíða þarf eftir að röðin komi að þeim. Þau hafa fengið Lubba í heimsókn og hjálpað honum að læra málhljópin ásamt því að leika sér saman í frjásum leik.

Sjá myndir af því þegar þau voru að skoða stærð hvers annars hér.

Blómahópur

Við í Blómahóp undanfarið höfum verið að vinna með fjölskyldurnar okkar. Við ræðum um að það eru til allskonar fjölskyldur og allar jafn góðar. Stelpurnar teiknuðu fjölskylduna sína inn í hús og skreyttu þau svo, sjá myndir hér.

Einnig höfu við verið að æfa okkur að spila en þá þurfum við að sýna þolinmæði og bíða eftir að röðin komi að okkur. Við erum mikið að spila málörvunar spil og fléttum hana þannig inn í vinnuna í hópastarfi.

Bangsadagur

Þann 26. október vorum við með bangsadag hér í Tröllaborgum. Krakkarnir komu þá með bangsavini sína í leikskólann og fengu bangsarnir að vera með krökkunum í Hvammi gegnum daginn 🙂

Sjá myndir hér.

Vinastund í Laut

Föstudaginn 3. nóvember brugðum við aðeins út af vananum og vorum með Vinastundina okkar í Laut. Þar voru saman komnar deildirnar Berg, Hvammur og Laut. Eftir Vinastundina léku Berg og Hvammur sér inni í Laut meðan að krakkarnir þar fóru út að leika. Það var mjög skemmtilegt að skoða aðstöðuna og dótið í Laut og fá að leika aðeins með það! Myndir hér