Tröllahópur í heimsókn á bókasafn Giljaskóla

Á föstudaginn fór Tröllahópur í heimsókn á bókasafn Giljaskóla. Þar hittum við Ingunni bókasafnsfræðing, fyst settumst við niður og hún las sögu fyrir okkur. Síðan fengu krakkarnir að skoða bækur áður en haldið var aftur heim á leið. Krakkarnir sýndu öll fyrirmyndar framkomu í heimsókninni, sýndu þolinmæði og kurteisi. Sjá myndir hér.

Val í Hvammi

Á milli klukkan 15 og 16 á daginn förum við í Hvammi í val, þar sem krakkarnir velja hvað þeim langar að gera. Það er margt brallað á þessum tíma og eru myndir frá vali í september hér.

Hér er til að mynda Glerárkirkja sem var reist einn daginn í Hvammi.

Hvammur – tröllahópur

Í gær fór tröllahópur í Hvammi í fyrsta Tröllahóps tímann. Við fórum í gönguferð þar sem við stoppuðum þar sem krakkarnir gerðu stafina sína úr sjálfum sér annað hvort ein eða saman. Síðan fórum við í Giljaskóla að leika.

Sjá myndir hér.

Hvammur – íþróttahús

Á fimmtudaginn í síðustu viku fórum við í Hvammi í fyrsta tímann okkar í íþróttahúsið. Krakkarnir skemmtu sér vel. Þau voru hugrökk að prófa ýmsa nýja hluti. Í lok tímans var okkur boðið í heimsókn í Laut þar sem við sungum með þeim tvö lög áður en við drifum okkur heim í Tröllaborgir að borða.

Sjá myndir hér.

Nýtum góða veðrið

í gær ákváðum við að nota góða veðrið fyrir hádegi og skelltum okkur í smá gönguferð í gegnum skóginn og fórum að leika okkur á leikvellinum í Bakkahlíð. Sjá myndir hér.

Í morgun ákvaðum við svo að skella okkur í strætóferð og fórum niður í fjöru og á leikvöll. Í fjörunni var margt spennandi að finna, krakkarnir hentu steinum í sjóinn, við tíndum fallega steina og  undir stærri steinunum var áhugaverðar pöddur að finna. Sjá myndir hér.

Flutningur milli deilda

Í byrjun ágúst var flutningur milli deilda hjá okkur. Frá Bergi komu Aþena Ósk, Árný Helga, Grettir, Guðrún Ásta, Hanney Svana, Ingibjörg Elín, Margrét Fjóla, Natalía Nótt, og Sara Rós. Svo komu Amelía Rós, Daníel Snær, Elísabet Freyja, Elvar Bragi, Elvar Trausti, Heiðar Kató, Hjörtur Logi og Sebastian Óliver. Við bjóðum þau og fjölskyldur þeirra öll velkomin til okkar í Hvamm. Myndir frá flutningi mili deilda eru hér.

Við erum búin að vera að njóta þess að leika okkur og læra inni á dagskipulag deildarinnar sem hópur. Myndir úr vali hér.

Myndir frá Hvammi Júní 2017

Komið sæl

Það hefur verið mikið um að vera síðustu daga í Hvammi. Börnin sem eru að fara í skóla hafa haldið kveðjuveislur fyrir börn og kennara og átt góðar stundir saman. Hér má sjá myndir sem teknar voru i júní mánuði. Vð þökkum kærlega fyrir allt og óskum við ykkur gleðilegs sumars.

Bestu kveðjur frá öllum í Hvammi

Markús Bessi 5 ára

Í dag héldum við uppá fimm ára afmælið hans Markúsar Bessa. Við óskum honum og fjölskyldu hans til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum í Hvammi. Hér má sjá myndir frá deginum.

Baltasar Patrik 6 ára

Í dag héldum við uppá afmælið hans Baltasar Patriks en hann verður 6 ára á morgun 24 júní. Við óskum honum og fjölskyldu hans til hamingju með daginn. Hér má sjá myndir frá afmælisdeginum.

Kveðja frá öllum í Hvammi

Hjóladagur í Hvammi & Bergi.

Þessa vikuna er umferðarvika hjá okkur. Mikið hefur verið rætt um umferðarreglurnar, ýmis verkefni gerð og lesnar sögur sem tengjast umferðinni. Lögreglan kom og var með umferðarfræðslu fyrir Tröllahóp. Að lokum var sameiginlegur hjóladagur í Hvammi og Bergi og þar skoðaði lögreglan hjólin og hjálmana og gaf börnunum límmiða. Endilega skoðið myndir hér!