Öskudagur í Bergi :)

Í dag héldum við uppá öskudaginn í Bergi með hefðbundnum hætti. Við vorum svo heppin að í dag voru allir 23 nemendur Bergs mættir en það er orðið ansi langt síðan engan hefur vantað, flensan hefur verið að stríða okkur aðeins unanfarnar vikur! Við klæddumst búningum og fórum út að syngja. Við fórum í Krambúðina og í Sunnuhlíð. Ferðin gekk mjög vel og allir voru glaðir og duglegir! Myndir og myndbönd frá fjörinu má sjá hér!

Dagur leikskólans

Í tilefni dagsins bárum við í nokkur hús í nágenni Tröllaborga mynd í umslagi sem við höfðum málað. Þannig minntum við á okkur og mikilvægi þess að í bænum okkar eru margir frábærir leikskólar. her  Myndir

Hópastarf í græna hópi

Græni hópur hefur verið að vinna aðeins með veturinn. Við höfum líka aðeins verið að nota hljóðfærin í Þúfu, erum að æfa okkur að ganga um þau af virðingu 🙂 Hér koma nokkrar myndir og videó frá hópastarfi síðustu daga.

 

Hópastarf í rauða hópi

Rauði hópur vann sameiginlegt verkefni, gamla bæinn. Þar voru þau að skoða hvernig húsakostur okkar á Íslandi hafði verið í “gamla daga”. Hér má sjá myndir frá því verkefni ásamt fleiru hjá Rauða hópi.

Lubbastund

Vikulega eru hóparnir með Lubbastund þar sem við ræðum um stafina, syngjum lögin og fleira. Hér má sjá myndir úr Lubbastund vikunnar hjá rauða hópi þar sem krakkarnir fundu meðal annars bæjarnöfn á Íslandskorti sem hafa sama upphafsstaf og þau, notuðu Lubbabein til að skrifa nafnið sitt og fleira. 

Bóndadagur í Bergi

Á föstudaginn héldum við bóndadaginn hátíðlegan í Bergi. Um morguninn fengum við góða gesti í heimsókn sem gæddu sér á graut á með börnunum. Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna! Í hádeginu var svo þorrablót en þar fengum við að smakka alls konar mat. Allir voru duglegir að smakka en misjafnt var hversu mikla hrifningu maturinn vakti 🙂 Myndir frá deginum má sjá hér:

Dagur Þór 5 ára

Þann 1. janúar varð Dagur Þór í Bergi 5 ára og þar með fyrstur í Bergi til að brjóta þann múr í ár 🙂 Við óskum honum og fjölskyldu hans innilega til hamingju með daginn! Myndir hér

Litlu jólin

Föstudaginn 15. desember héldum við jólaball og borðuðum saman jólamat. Jólasveinarnir kíktu í heimsókn og gáfu börnunum gjafir. Börnin í Bergi skemmtu sér konunglega. Við byrjuðum á að dansa í kringum jólatréð á Völlum. Það gekk mjög vel og krakkarnir voru einstaklega duglegir að syngja með 🙂  Myndir hér

Kakóhús á Völlum

Í gær var okkur í Bergi boðið á Kakóhús á Völlum. Þar fengum við heitt súkkulaði með rjóma og kleinur og smákökur. Við áttum rólega og notarlega stund saman. Myndir hér

Ferð í miðbæinn

Á mánudaginn fórum við í Bergi í strætóferð niður í miðbæ þar sem við kíktum á jólaköttinn og aðrðar jólaskreytingar. Við tókum lagið bæði í strætó og á torginu og tókum auk þess æfingu í að ganga kringum jólatré! Myndir frá ferðinni hér

   

Útivera í snjónum :)

Þessa viku höfum við notið útiveru í snjó og góðu veðri. Krakkarnir kunna vel að meta fyrsta snjóinn! Í útiverunni í morgun birtist myndatökumaður frá Fréttastofu RÚV og því má vel vera að einhverjar klippur úr útiveru hjá Bergi og Hvammi birtist í fréttatíma í kvöld eða næstu kvöld 🙂

Myndir frá útiveru hér