Val í Bergi

Á hverjum degi milli 15-16 er val í Bergi en þá fá börnin að velja sér viðfangsefni og er alltaf mikil spenna að sjá hvað sé í boði og hver fái að velja fyrstur 🙂 Ætlast er til að börnin haldi sig við valið viðfangsefni í nokkra stund og því skapast þarna tækifæri til að þróa leikinn dýpra en í styttri leikstundum. Hér koma nokkrar myndir frá vali síðustu daga

Haustþema í Bergi

Í hópastarfi erum við að vinna með haustið. Eitt af verkefnunum okkar var að safna laufum og þurrka. Þegar laufin voru orðin þurr þá plöstuðum við þau, klipptum út og hengdum á tréð okkar. Myndir hér

 

Vettvangsferð.

Við fórum í gönguferð og lærðum að fara yfir götu og þekkja gangbrautamerki og gangbrautir.
Síðan ætluðum að tína laufblöð en þau eru en þá græn svo við fórum bara í heimsókn fyrst í Giljaskóla síðan í Kiðagil.
myndir

Lærum og leikum í Bergi

Í Bergi er gaman, þar lærum við og leikum okkur saman úti sem inni. Á föstudaginn 1.sept var dásamlegt veður við nýttum okkur það og vorum lengi úti með „innidót“ og síðan var drukkið úti.                myndir

Síðustu vikur í Bergi

Aðlögun í Bergi hefur gengið mjög vel! Við höfum meðal annars farið í gönguferðir í Giljaskóla og Glerárskóla en við komum til með að fara reglulega í Glerárskóla í íþróttahús í vetur. Við höfum leikið okkur inni og úti og kynnst hvort öðru. Hér má sjá nokkrar myndir frá síðustu dögum.

Aðlögun í Bergi

Aðlögun í Bergi stendur yfir en hún hófst þriðjudaginn 1. ágúst með því að börn úr Læk og Móum komu til okkar. Úr Læk komu Baltasar Kasper, Birta Kristín, Bjartmar Darri, Björn Tómas, Ragna Kristín og Vidosav Grétar en þau eru öll fædd árið 2013. Úr Móum komu Atlas Ágúst, Bríet Sara, Emilía Ósk, María Elísabet, Már Breki og Nikulás Ingi en þau eru öll fædd árið 2014. Í þessari viku byrja svo hjá okkur Eldjár Alvar og Hörður Freyr en þeir eru báðir fæddir 2013.

Við bjóðum þau og foreldra þeirra hjartanlega velkomin í Berg og hlökkum til að vinna með þeim vetur.

Myndir hér:

Árgangur 2012 kvaddur og Jasmina kvödd

Í síðustu viku kvöddum við í Bergi árgang 2012 en þau fóru ýmist í Hvamm eða í Laut.  Þau sem fóru í Hvamm voru Aþena Ósk, Árný Helga, Grettir, Guðrún Ásta, Hanney Svana, Ingibjörg Elín, Margrét Fjóla, Natalía Nótt og Sara Rós. Þau sem fóru í Laut voru Aþena Elínrós, Sigurgeir Breki og Stefán Berg. Jasmina Matilde kvaddi okkur líka en hún ætlar að vera í leikskólanum Krummakoti í vetur. Við þökkum þeim og foreldrum þeirra fyrir ánægjulegt samstarf og óskum þeim góðra stunda á nýjum stað!

Myndir hér: 

Hjóladagur í Hvammi & Bergi.

Þessa vikuna er umferðarvika hjá okkur. Mikið hefur verið rætt um umferðarreglurnar, ýmis verkefni gerð og lesnar sögur sem tengjast umferðinni. Lögreglan kom og var með umferðarfræðslu fyrir Tröllahóp. Að lokum var sameiginlegur hjóladagur í Hvammi og Bergi og þar skoðaði lögreglan hjólin og hjálmana og gaf börnunum límmiða. Endilega skoðið myndir hér!

  

 

Krummaverkefni

Nú erum við að vinna með fugla, hreiður og unga. Börnin völdu krumma og eru þau búið að gera stórt tré með krummaungum í hreiðri inn á deildinni. Myndir

Síðustu dagar á Bergi

Hér koma nokkrar myndir frá starfinu undanfarna daga en við höfum verið að vinna að ýmsum sumarverkefnefnum, t.d. hljóðfæra- og kórónugerð fyrir skrúðgönguna okkar í næstu viku.