Í dag eru liðin 15 ár frá vígslu leikskólans Tröllaborga. Á þessum tímamótum gleðjumst við einnig yfir opnun Árholts sem er nú orðin yngri barna deild í Tröllaborgum. Við viljum þakka fyrrum starfsmönnum, foreldrum, nemendum og öðrum sem hafa komið að starfsemi leikskólans fyrir góðar stundir á liðnum árum.
Í tilefni afmælisins langar okkur að rifja upp hvernig nokkrir nemendur skólans svöruðu spurningum um dygðir á Degi leikskólans árið 2007 og hvernig þau myndu svara í dag, sjá hér að neðan. Hlýjar kveðjur frá öllum í Tröllaborgum.
Category: Allar deildir/sameiginlegt
Jólaball í Tröllaborgum
Skrúðganga 15. júní
Þann 15. júní síðastliðinn fóru börn og starfsfólk Tröllaborga í skrúðgöngu til að fagna 17 júní, þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga. Börnin voru búin að útbúa kórónur eða hljóðfæri sem þau tóku með í gönguna auk þess sem íslenska fánanum var veifað í tilefni dagsins.
Hér má sjá myndir frá skrúðgöngunni
Kveðja frá öllum í Tröllaborgum
Vorhátíð
Föstudaginn 8. júní var vorhátíð foreldrafélagsins haldin hátíðleg í leikskólanum. Þar var sungið og dansað, andlitsmálning, pylsur grillaðar og farið á hestbak! Myndir hér:
Einar töframaður
Í dag kom Einar töframaður í heimsókn og var með sýningu á völlum. Allir skemmtu sér konunglega og það var mikið hlegið! Nokkur börn fengu að vera aðstoðarmenn. Myndir og myndbönd hér:
Pétur og úlfurinn :)
Í dag kom Bernd Ogrodnik til okkar í Tröllaborgir með sýninguna Pétur og úlfurinn 🙂 Börnin skemmtu sér öll konunglega, enda dásamleg sýning 🙂 Hér má sjá myndir 🙂
Vinastund 23. mars :)
Söngvaflóð í Hofi
Hér má sjá myndbönd frá söngnum okkar með söngvaflóði í Hofi.
Góða skemmtun 🙂
Þorrablót í Tröllaborgum :)
Í dag héldum við Þorrablót í Tröllaborgum. Við byrjuðum daginn á því að bjóða pöbbum og öfum í morgunmat í tilefni af Bóndadeginum. Síðan hittust allar deildar á Völlum þar sem við meðal annars sungum saman og skoðuðum myndir frá því í gamla daga. Í hádeginu gæddum við okkur svo að þorramat. Skemmtilegur dagur hjá okkur 🙂
Sjá myndir hér
Jólaball í Tröllaborgum :)
Föstudaginn 15. desember héldum við í Tröllaborgum jólaball. Þá hittust allar deildar á Völlum, við dönsuðum í kringum jólatréð og fengum skemmtilega jólasveina í heimsókn 🙂
Sjá myndir hér
Jólaföndur í Tröllaborgum
Það var mjög góð mæting á jólaföndrið okkar síðasta föstudag en þar gátu börn og foreldrar þeirra föndrað á þremur stöðvum ásamt því að boðið var uppá kaffihús á Völlum. Við þökkum fyrir komuna. Myndir hér
Gleðilegt sumar
Kæru börn og foreldrar.
Í morgun vorum við með vinastund í brekkunni. Við starfsfólk Tröllaborga viljum óska ykkur gleðilegs sumars og þökkum fyrir frábært samstarf í vetur.
Sjá myndir hér.
17 júní 2017

Þann 16 júní síðastliðinn fóru börn og starfsfólk Tröllaborga í skrúðgöngu til að fagna 17 júní, þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga. Börnin voru búin að útbúa kórónur og hljóðfæri sem þau tóku með í gönguna auk þess sem íslenska fánanum var veifað í tilefni dagsins.
Hér má sjá myndir frá skrúðgöngunni
Kveðja frá öllum í Tröllaborgum
Vorhátíð Tröllaborga 2017

Hér má sjá myndir frá vorhátíð Tröllaborga 2017.
Takk fyrir frábæran dag.
Einar Mikael töframaður :)
Í gær kom Einar Mikael töframaður til okkar og sýndi okkur nokkur töfrabrögð 🙂 Börnin skemmtu sér konunglega eins og sjá má á þessum myndum 🙂
Vinastund-gamli tíminn
Föstudaginn 20. jan. hittust allar deildar á Völlum í Vinastund. Við skoðuðum myndir frá því í gamla daga, skoðuðum ýmsa hluti frá þessum tíma, ræddum um það hvað hefur breyst hjá okkur og sungum saman 🙂
sjá myndir hér
Skilaboð frá Heimili og Skóla
Lesum saman til sigurs í ALLIR LESA!
- janúar – 19. febrúar. Skráning er hafin! Komið þið sæl.
Nú styttist í hinn stórskemmtilega landsleik Allir lesa og eru foreldrar sérstaklega hvattir til að mynda lið með börnunum sínum. Gott væri ef þið gætuð komið þessum upplýsingum á framfæri við foreldra barna í skólanum.
Bæði er hægt að skrá þann tíma sem hver og einn liðsmaður les sjálfur og einnig má skrá tíma sem lesinn er fyrir börnin, bæði á þann sem les og þann sem hlustar. Þegar börn lesa fyrir foreldra gildir hið sama, tíminn skráist á báða aðila. Lið samanstanda af þremur eða fleiri liðsmönnum og má skrá allan aldur, jafnvel nokkurra daga gömul kríli geta verið mikilvægir liðsmenn. Börn og fullorðnir verja æ meiri tíma fyrir framan skjái og því er tilvalið að byrja árið á því að verja meiri tíma í yndislestur.
Landsleikurinn varir frá 27. janúar til 19. febrúar og allir geta myndað lið, eða keppt sem einstaklingar.
Skráning er hafin á allirlesa.is en þar er einnig að finna frekari upplýsingar um leikinn.
Vasaljósadagur í Tröllaborgum
Vasaljósadagur og vinastund. myndir
Jólaball Tröllaborga
Hér koma myndir frá jólaballinu okkar í Tröllaborgum. Heimir Ingimarsson kom og hélt uppi stuðinu og auðvitað mættu hingað tveir eldsprækir jólasveinar eða þeir Stekkjastaur og Giljagaur 🙂 Sjá myndir hér !
Kennarar leika „Láki jarðálfur“
Í morgun léku kennarar í Bergi og Læk leikritið um Láka Jarðálf , börnin skemmtu sér konunglega og allir höfðu gaman af. myndir
Jólaföndur
Þann 1. desember síðastliðin var jólaföndur hjá okkur í Tröllaborgum. Við þökkum ykkur kærlega fyrir skemmtilegan dag 🙂 Sjá myndir hér !
Rugluvinastund í Tröllaborgum
Í dag var rugludagur í Tröllaborgum. Að venju var vinastund á Völlum þar sem börnin komu saman og sungu nokkur lög. Lagavalið var nú alveg ruglað og sungu börnin t.d. jólalag, Hæ hó jibbí jei og fl. skemmtileg lög, sjá myndir hér !
Alþjóðadagur kennara
Í dag er alþjóðadagur kennara. Innilega til hamingju öll sömul með daginn!
Hvað gera kennarar ?
Nokkur börnin voru spurð þessara spurninga í morgun, hér að neðan má finna svör þeirra. 🙂
Inga Lína 3,9 : „Lesa „Ég er klárastur“, hugga mann þegar einhver meiðir mann. Kenna okkur hvaða dagur er.“
Grettir 4,9 : „Kennir okkur stafina og líka að klæða okkur og mála og lita. Kenna okkur hvaða dagur er og mánuður.“
Sara 4,5 : „Þeir segja nei, ekki hoppa á dýnunni, taka klemmur í vali. Syngja á Völlum fyrir krakkana og lika segja kurteis.“
Bríet Sara 2,8: „Hjá matarborðið.“
María Elísabet 2,8 : „Gera kollhnís.“
Emilía Ósk 2,7 : „Róla
Albert Gísli 4,10 : „Þeir segja börnunum að leika saman. Kennarar ha…þeir segja börnunum að ekki meiða. Þeir segja hvað er í valinu og kennararnir segja þeim að leika sér mjög vel…ekki lemja !“
Brynja Dís 5,6 : „Fara með krakkana út. Taka á móti krökkunum og passa að enginn meiði mann og fara með þau í hópastarf og val. Fara í hvíld og borða hádegismat og kaffitíma“.
Katrín Dögg 5,3 : „Leggja á borð, leggja dýnurnar. Segja börnunum að fá sér sápu. Hjálpa að renna upp og líka hérna.. að hjálpa manni að gera mynd“.
Elvar Bragi 3,6: „Þeir spyrja þau að ganga frá og þau spyrja hvort megi fara í bílana og þeir skrifa á blað. Ég get ekki sagt meir “.
Elísabet Freyja 3,6: „ Ég veit….hún les“.
Elvar Trausti 3 : „Taka matinn og þeir kannt að setja upp svona skraut“.
Tröllaborgir 12 ára
Tröllaborgir eiga afmæli þann 4. september næstkomandi, við notuðum tækifærið í vinastundinni í dag og héldum upp á daginn 🙂 sungum nokkur lög saman, fengum svo snakk að borða 🙂 Sjá myndir hér !
Opnun eftir sumarfrí
Sæl öll. Leikskólinn opnar aftur eftir sumarlokun þriðjudaginn 9. ágúst kl.7:45
Mánudaginn 15. ágúst hefst fyrsta aðlögun nýrra barna
Miðvikudaginn 17. ágúst lokar leikskólinn kl.14 vegna starfsmannafundar
Sjá nýtt skóladagatal fyrir næsta vetur: