Tröllaborgir 15 ára og opnun Árholts

Í dag eru liðin 15 ár frá vígslu leikskólans Tröllaborga. Á þessum tímamótum gleðjumst við einnig yfir opnun Árholts sem er nú orðin yngri barna deild í Tröllaborgum. Við viljum þakka fyrrum starfsmönnum, foreldrum, nemendum og öðrum sem hafa komið að starfsemi leikskólans fyrir góðar stundir á liðnum árum.
Í tilefni afmælisins langar okkur að rifja upp hvernig nokkrir nemendur skólans svöruðu spurningum um dygðir á Degi leikskólans árið 2007 og hvernig þau myndu svara í dag, sjá hér að neðan.  Hlýjar kveðjur frá öllum í Tröllaborgum.

Jólaball í Tröllaborgum

Föstudaginn 14. des var haldið jólaball fyrir börn og starfsmenn Tröllaborga. Þeir bræður Stekkjastaur og Giljagaur kíktu við, dönsuðu með okkur í kringum jólatréð og að lokum fóru þeir inn á deildir og færðu börnunum pakka. (Hægt er að stækka myndirnar með því að ýta á þær)  🙂

Skrúðganga 15. júní

Þann 15. júní síðastliðinn fóru börn og starfsfólk Tröllaborga í skrúðgöngu til að fagna 17 júní,  þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga. Börnin voru búin að útbúa kórónur eða hljóðfæri sem þau tóku með í gönguna auk þess sem íslenska fánanum var veifað í tilefni dagsins.

Hér má sjá myndir frá skrúðgöngunni

Kveðja frá öllum í Tröllaborgum

Þorrablót í Tröllaborgum :)

Í dag héldum við Þorrablót í Tröllaborgum. Við byrjuðum daginn á því að bjóða pöbbum og öfum í morgunmat í tilefni af Bóndadeginum. Síðan hittust allar deildar á Völlum þar sem við meðal annars sungum saman og skoðuðum myndir frá því í gamla daga. Í hádeginu gæddum við okkur svo að þorramat. Skemmtilegur dagur hjá okkur 🙂

Sjá myndir hér

17 júní 2017

Þann 16 júní síðastliðinn fóru börn og starfsfólk Tröllaborga í skrúðgöngu til að fagna 17 júní,  þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga. Börnin voru búin að útbúa kórónur og hljóðfæri sem þau tóku með í gönguna auk þess sem íslenska fánanum var veifað í tilefni dagsins.

Hér má sjá myndir frá skrúðgöngunni

Kveðja frá öllum í Tröllaborgum

Skilaboð frá Heimili og Skóla

Lesum saman til sigurs í ALLIR LESA!

  1. janúar – 19. febrúar. Skráning er hafin!

    Komið þið sæl.

Nú styttist í hinn stórskemmtilega landsleik Allir lesa og eru foreldrar sérstaklega hvattir til að mynda lið með börnunum sínum. Gott væri ef þið gætuð komið þessum upplýsingum á framfæri við foreldra barna í skólanum.

Bæði er hægt að skrá þann tíma sem hver og einn liðsmaður les sjálfur og einnig má skrá tíma sem lesinn er fyrir börnin, bæði á þann sem les og þann sem hlustar. Þegar börn lesa fyrir foreldra gildir hið sama, tíminn skráist á báða aðila. Lið samanstanda af þremur eða fleiri liðsmönnum og má skrá allan aldur, jafnvel nokkurra daga gömul kríli geta verið mikilvægir liðsmenn. Börn og fullorðnir verja æ meiri tíma fyrir framan skjái og því er tilvalið að byrja árið á því að verja meiri tíma í yndislestur.

Landsleikurinn varir frá 27. janúar til 19. febrúar og allir geta myndað lið, eða keppt sem einstaklingar. 

Skráning er hafin á allirlesa.is en þar er einnig að finna frekari upplýsingar um leikinn.

Alþjóðadagur kennara

Í dag er alþjóðadagur kennara. Innilega til hamingju öll sömul með daginn!
ballonnen
google-teachers-day-2016-us-1462275566

 

 

Hvað gera kennarar ?
Nokkur börnin voru spurð þessara spurninga í  morgun, hér að neðan má finna svör þeirra. 🙂

Inga Lína 3,9 : „Lesa „Ég er klárastur“, hugga mann þegar einhver meiðir mann. Kenna okkur hvaða dagur er.“
Grettir 4,9 : „Kennir okkur stafina og líka að klæða okkur og mála og lita. Kenna okkur hvaða dagur er og mánuður.“
Sara 4,5 : „Þeir segja nei, ekki hoppa á dýnunni, taka klemmur í vali. Syngja á Völlum fyrir krakkana og lika segja kurteis.“

Bríet Sara 2,8: „Hjá matarborðið.“
María Elísabet 2,8 : „Gera kollhnís.“
Emilía Ósk 2,7 : „Róla

Albert Gísli 4,10 : „Þeir segja börnunum að leika saman. Kennarar ha…þeir segja börnunum að ekki meiða. Þeir segja hvað er í valinu og kennararnir segja þeim að leika sér mjög vel…ekki lemja !“
Brynja Dís 5,6 : „Fara með krakkana út. Taka á móti krökkunum og passa að enginn meiði mann og fara með þau í hópastarf og val. Fara í hvíld og borða hádegismat og kaffitíma“.
Katrín Dögg 5,3 : „Leggja á borð, leggja dýnurnar. Segja börnunum að fá sér sápu. Hjálpa að renna upp og líka hérna.. að hjálpa manni að gera mynd“.

Elvar Bragi 3,6: „Þeir spyrja þau að ganga frá og þau spyrja hvort megi fara í bílana og þeir skrifa á blað. Ég get ekki sagt meir “.

Elísabet Freyja 3,6: „ Ég veit….hún les“.

Elvar Trausti 3 : „Taka matinn og þeir kannt að setja upp svona skraut“.