Hjóladagur í Hvammi & Bergi.

Þessa vikuna er umferðarvika hjá okkur. Mikið hefur verið rætt um umferðarreglurnar, ýmis verkefni gerð og lesnar sögur sem tengjast umferðinni. Lögreglan kom og var með umferðarfræðslu fyrir Tröllahóp. Að lokum var sameiginlegur hjóladagur í Hvammi og Bergi og þar skoðaði lögreglan hjólin og hjálmana og gaf börnunum límmiða. Endilega skoðið myndir hér!

  

 

Bangsavinastund á Völlum.

Í vinastund á Völlum sungum við nokkur lög en einnig kom bangsi frá bókasafninu í heimsókn og las fyrir okkur sögu um Bangsímon, gaf okkur bangsa sem við máttum eiga og knúsaði þá sem vildu. Endilega skoðið myndir hér!

  

 

 

Tröllahópur í Giljaskóla með nesti

Í dag fór Tröllahópur í heimsókn í Giljaskóla og borðaði nesti með 1. bekk. Einnig fórum við í stofuna þeirra og gerðum verkefni eða fórum í leik. Mikil spenna var búin að vera í Tröllahóp fyrir þessari ferð og aðallega fyrir því að koma með nesti. Enda heyrðist í einu barni á leiðinni, þar sem þau löbbuðu með töskur eða pokana á bakinu, “Þetta er bara alveg eins og við séum að byrja í skóla” 🙂 Endilega skoðið myndir hér!

                 

Bóndadagskaffi og þorrablót – Hvammur

Þann 20. janúar buðu börnin pöbbum, öfum eða frændum í morgunmat þar sem boðið var upp á hafragraut og slátur í tilefni bóndadagsins. Í hádeginu var svo þorrablót hjá okkur þar sem margir sýndu mikið hugrekki og smökkuðu alls konar mat s.s. súran hval, sviðasultu, hrútspunga og hákarl. Endilega skoðið myndir hér!

Tröllahópur á Minjasafninu.

Tröllahópur fór á jólasýningu á Minjasafninu. Þar fengum þau m.a. fræðslu um undirbúning jólanna fyrr á tímum, jólasveinanna, skoðuðu gamalt jólaskraut og kíktu með vasaljósum í jólasveinafjallið. Endilega skoðið myndir hér!

img_8787

Páskaungar í heimsókn í Hvammi.

Guðfinna og Heiðar Kató (sem er í Læk) kíktu á okkur í dag með þrjá gesti með sér. Gestirnir voru loðnir og með gogg og okkur fannst mjög gaman að fá að hitta þá. Takk fyrir okkur Guðfinna og Heiðar Kató 🙂 Sjá myndir hér!

097

Hákarlar & Bétveir.

Við í Hákarlahóp lásum bókina Bétveir eftir Sigrúnu Eldjárn. Bókin fjallar um strák sem hittir fyrir kostulega geimveru með tvö höfuð og fjóra fætur sem segist heita Bétveir. Söguna lásum við í tveimur hlutum, ræddum um efnið og teiknuðum að lokum mynd af B2. 003 Sjá myndir hér!