Róbert Ingi 5 ára

Í gær 14. júní varð Róbert Ingi 5 ára. Við héldum að sjálfsögðu upp á afmælið hans þá. Við óskum honum og fjölskyldu hans hjartanlega til hamingju, sjá myndir hér !

011

Marglyttuhópur – gönguferð

Góðan dag 🙂
Við í Marglyttuhóp fórum í gönguferð fyrir nokkru síðan, tókum með okkur krítar og ávexti. Löbbuðum göngustíginn fyrir neðan Samkaup, lékum okkur, hlupum um, borðuðum ávextina okkar, spjölluðum og svo í bakaleiðinni höfðum við á orði hvað það væri mikið rusl á vegi okkar, fundum meira að segja stóran svartan ruslapoka og týndum upp fullt af rusli. Við eigum nefnilega að bera virðingu fyrir umhverfinu okkar 🙂 Snillingar öll sem eitt 🙂 þetta var frábær ferð og er stefnan að fara sem fyrst aftur. Sjá myndir hér !

IMG_5021

Marglyttuhópur – Ýmislegt

Undanfarið höfum við verið að vinna að vorsýningunni okkar sem verður næsta fimmtudag, erum að útbúa okkur smá fylgihluti sem þið sjáið okkur með á sýningunni. Það verður gaman að sýna ykkur þessi atriði 🙂 Sjá myndir úr starfinu hér !

IMG_4811IMG_4730IMG_4868IMG_4866

Marglyttuhópur Tilraunir

Við gerðum tvær tilraunir í morgun í Marglyttuhópi. Í fyrstu tilraun teiknuðum við blóm á blað, brutum það svo saman og settum í vatn. Þá gerðist það að blómið “sprakk” út 🙂 Börnunum fannst þetta mjög áhugavert 🙂 Í seinni tilrauninni náðum við okkur í krukku, settum sokkana okkar í hana til skiptist og dýfðum krukkunni á hvolf ofan í vatnið og það undarlega gerðist að sokkarnir blotnuðu ekki neitt við þetta 🙂 nema þegar tilraunin mistókst 🙂 en það var líka mjög spennandi 🙂 Sjá myndir hér ! Sjá myndbönd hér hér og hér!

003 (2)

 

Marglyttur í leik í Móum

Í dag lékum við okkur saman í Móum. Börnin völdu sér efnivið og urðu dýrin, kubbar og spil fyrir valinu hjá þeim. Allir voru í góðum leik og allir glaðir í bragði eins og alltaf 🙂 sjá myndir hér !

tn_479

Marglyttuhópur hópastarf

Góðan dag,

Í gær skoðuðum við bókstafinn Í og Ý í bókinni um Lubba. Síðan fundum við nokkra hluti í kringum okkur sem eiga stafinn, fundum ís, ísbjörn, íslenska fánann og fleira og í lok tímans teiknuðu börnin. Sjá myndir hér !

061

Marglyttur í páskaföndurstuði

Halló 🙂
Síðustu tvo daga höfum við verið í páskaföndurstuði, við erum búin að gera fallegan páskaunga og erum að vinna að því að teikna páskaegg, sum reyndar búin að teikna og lita sín egg og aðrir klára vonandi á morgun 🙂 Sjá myndir hér !

056

Magni og Summi í vinastund

Við í Tröllaborgum vorum aldeilis heppin í dag, við fengum gesti til okkar í vinastundina. Þeir Summi og Magni komu til okkar og tróðu upp, sungu og spiluðu á gítar vel valin lög og við tókum heldur betur vel undir hjá þeim. Frábær vinastund. Takk kærlega fyrir að koma og skemmta okkur 🙂 Sjá myndir hér og einnig myndband með brotum frá lagasyrpunni hér !

IMG_6887

Marglyttuhópur

Hér koma allskyns myndir frá okkur í Marglyttuhópi. Við erum búin að vera æfa okkur í að skrifa nafnið okkar, bæði með fyrirmynd fyrir framan okkur og ekki. Svo æfum við okkur í að klippa reglulega. Svo líður senn að páskum og þess vegna æfðum við okkur í vikunni að teikna páskaunga, þeir voru voða krúttlegir 🙂 Sjá myndir hér !

IMG_3945

Marglyttur í leik og námi

Hér kom nokkrar myndir frá okkur í Marglyttuhópi. Þessa vikuna höfum við verið að mála og teikna. Svo eru leikirnir “Hver er undir teppinu” og “Í grænni lautu” vinsælir þessa dagana 🙂 Sjá myndir hér !

049

Marglyttur – Hvammur

Í gær skoðuðum við í Marglyttuhóp bókstafinn D í bókinni Lubbi finnur málbein. Í sameiningu fundum við orðin á síðunni sem byrja á bókstafnum D. Eftir lesturinn og leikinn með bókina skrifuðum við svo stafinn á blað og settum svo doppu málningu yfir D-ið 🙂 Sjá myndir hér !

IMG_3364

Marglyttuhópur Hvammur

Við áttum Velli á þriðjudaginn og þar vorum við í dansstuði, fórum bæði í stóla- og sitjudans. Í lok tímans fórum við líka í leikinn “hver er undir teppinu”.  Allir þessir leikir gengu alveg frábærlega vel 🙂 Sjá myndir hér ! Og sjá myndband hér og hér

076

Marglyttuhópur – Hvammur

Á mánudaginn síðasta vorum við í Marglyttuhóp að æfa okkur í að ríma og líka að spjalla aðeins um hófsemi, dygð þessarar annar. Í lok tímans kíktum við svo á bókstafinn D og bjuggum til risastórt D úr töppunum okkar. 🙂 Sjá myndir hér !

047

Marglyttur – HVAMMUR

Hér eru nokkrar myndir frá okkur í Marglyttuhóp, gerðum þessar flottu kórónur fyrir þorrablótið sem heppnaðist svona líka flott í síðustu viku 🙂 Svo höfum við verið að æfa okkur með bókstafinn N. Sjá myndir hér !

Marglyttur bralla (28)

MARGLYTTUHÓPUR – HVAMMUR

Halló 🙂
Við vorum í listalaut í gær, þar tókum við fram málningarpensilinn og máluðum bókstafinn N á blað. Eftir það gerðum við litla tilraun með mjólk, matarlit og sápu. Það var gaman að sjá hvernig matarliturinn “dansaði” í mjólkinni þegar við settum sápuna út í litinn. Mjög skemmtilegt 🙂 Sjá myndir hér !

MARGLYTTUR – HVAMMUR

Við í Marglyttuhóp lásum bók sem heitir Brosbókin, hún er um stelpuna Sólu sem er alltaf svo glöð og kát. En einn daginn dró ský fyrir hjá Sólu, hún týndi brosinu sínu. Það spunnust upp skemmtilegar umræður um bros eftir lesturinn. Við tókum myndir af okkur skælbrosandi og líka mynd af því hvernig við erum á svipinn þegar við erum leið. Svo teiknuðum við tvær myndir af okkur sjálfum í dag, á einni erum við brosandi og á hinni erum við leið. Börnin voru mjög áhugasöm um þetta 🙂 Síðan æfðu allir sig í því að skrifa nafnið sitt á blað sem og að fara í hin ýmsu verkefni. Frábær tími 🙂 Sjá myndir hér !

111067080116

Marglyttur – Hvammur

Góðan dag og gleðilegt ár 🙂
Við í Marglyttuhóp vorum á Völlum í hópastarfi í dag. Fengum okkur ávexti og tókum í leiðinni smá spjall um jólin.(Spurningar og svör hanga á hurð í Hvammi). Síðan fórum við í búningaleik og að teikna. Sjá myndir hér !

006

Marglyttur mála HVAMMUR

Á fimmtudaginn síðasta fórum við í Marglyttuhóp í listalaut og þar máluðum við hatta sem við fengum að gjöf, skreyttum þá með glimmeri og er því tilvalið að nota þá sem áramótahatta til dæmis 🙂 Sjá myndir hér !

IMG_1843

Marglyttuhópur, Hvammur

Hér koma nokkrar myndir úr hópastarfi hjá Marglyttunum. Kláruðum loksins fiska myndina okkar og hengdum hana upp í Hvammi. Síðan vorum við í dag að teikna okkur sjálf og æfa okkur í að skrifa nafnið okkar. Sjá myndir hér !

062

BLANDAÐAR MYNDIR FRÁ MARGLYTTUHÓPI, HVAMMUR

Hér koma nokkrar myndir frá okkur í Marglyttuhópi. Við erum alltaf eitthvað að bardúsa, erum til að mynda búin að vera vinna smá með laufblöðin okkar sem við týndum sjálf. Gerðum stafinn M úr þeim. Síðan gerðum við líka laufblaðalistaverk úr bókaplasti en það hangir inn á Hvammi fyrir ofan borðið okkar 🙂 Svo erum við líka að vinna í því að klára fiskamynd, en hún verður vonandi komin upp á töflu í næstu viku.

023IMG_0825025IMG_1143

 

Marglyttuhópur – Hvammur

Góðan dag 🙂 í hópastarfinu í gær spiluðum við saman, vorum í jöfnuspili og í leiðinni æfðum við okkur svolítið á nokkrum bókstöfum og hljóðum þeirra.

Í dag fórum við hins vegar í smá gönguferð. Kölluðum þetta gleðigöngu því við erum jú að læra glaðværð 🙂 Við lékum okkur í laufblöðum sem falla nú hver af öðru af trjánum, borðuðum epli og skoðuðum umhverfið okkar glöð í bragði 🙂 Sjá myndir hér !

038