Tröllahópur

Alltaf nóg að gera hjá okkur í Tröllahópi. Tókum síðast fyrir bókstafina N og R. Fórum í jóga sem og leikinn flöskustút. Virkilega gaman og börnin svo áhugasöm og dugleg 🙂 Sjá myndir hér !

Jól í Hvammi

Á föstudaginn síðasta var hátíðardagur hér í Tröllaborgum. Við dönsuðum í kringum jólatréð, fengum jólasveina í heimsókn sem komu færandi hendi með pakka handa börnunum,  síðan borðuðum við ljúffengan jólamat og fengum ís í eftirmat. Sjá myndir hér !

Ferð á Glerártorg – Hvammur

Hér koma myndir úr ferðinni okkar niður á Glerártorg. En þangað fórum við til þess að versla pakka og setja undir jólatréið og styrkja þar með mæðrastyrksnefnd og þá sem minna mega sín.
Við náðum með ykkar aðstoð að verlsa í tvo jólapakka. Við viljum þakka ykkur kærlega fyrir aðstoðina í þessu verkefni. Frábært að geta tekið þátt í þessu með börnunum 🙂 Sjá myndir hér !

img_8920

Tröllahópur

Hér koma nokkrar myndir frá Tröllahópstíma þann 30. nóvember síðastliðinn. Þann dag unnum við með bókstafinn K. Verkefnið um Loga og Glóð fór einnig í gang þennan dag. En það er samvinnuverkefni elstu barna leikskólanna og slökkvistöðvarinnar. Börnin skiptast á að labba hring um leikskólann og huga að þáttum tengdum eldvörnum. Athuga til að mynda að ljós logi á öllum útljósum, ruslasöfnun sé í lágmarki, og að neyðarútgangar séu greiðfærir svo eitthvað sé nefnt. Þetta er auðvitað mjög spennandi og eftirsóknarvert starf hjá börnunum sem þau eiga eftir að sinna af mikilli ábyrgð og áhuga 🙂 Sjá myndir hér !

tn_img_5780

Stuð í Hvammi

Hér koma nokkrar myndir frá okkur í Hvammi, við fengum köku í nónhressingu einn daginn sem rann mjög ljúflega niður. Svo mætti fyrsti snjór vetrarins á svæðið í vikunni eftir dásamlega tíð undanfarið. Endilega kíkið hér !

img_8589

Tröllahópur í heimsókn í Giljaskóla

Tröllahópur fór í morgun í heimsókn í Giljaskóla. Við byrjuðum á því að fara í frímínútur með börnunum í 1. bekk.  Síðan fórum við inn með þeim í þeirra heimastofur og lékur okkur saman. Það voru margar spennandi stöðvar í boði. Sjá myndir hér !

img_8524

Tröllahópur – Hof

Hér koma myndir frá ferð Tröllahóps í Hof á mánudaginn síðasta. En okkur var boðið á leiksýninguna Lofthræddi örninn Örvar. Þetta er einleikur sem fjallar um hugrekki og vináttu. Virkilega skemmtileg sýning og börnin voru alveg til fyrirmyndar líkt og alltaf 🙂 Sjá myndir hér !

img_8497

Slökkviliðið heimsækir Tröllahóp

Það var aldeilis skemmtilegur tími hjá okkur í dag í Tröllahóp. Þeir Alli og Hólmgeir frá slökkviliðunu komu í heimsókn og fræddu okkur um eldvarnir sem og hlutverk slökkviliðsmanna, þeir sýndu okkur slökkviliðsbúninginn sem þeir klæðast í þegar þeir þurfa að slökkva eld og svo fengum við að sjá og skoða slökkviliðsbílinn þeirra 🙂 Virkilega skemmtilegt allt saman og börnin algjörlega til fyrirmyndar 🙂 Sjá myndir hér !

img_7481

Marglyttur – Hvammur

Hér koma nokkrar myndir frá hópastarfinu okkar í gær. Við tókum smá Lubbastund, lásum um bókstafinn H og fundum nokkur orða sem byrja á H og  skrifuðum á blaðið okkar í Hvammi.
Sjá myndir hér !

img_7344

Marglyttur Listalaut

Marglytturnar mínar stóðu sig frábærlega með mér í listalaut í vikunni. Við bjuggum til leir í sameiningu. Þau skiptust á að setja hráefnin í pottinn og voru svo kurteis og sýndu hvoru öðru svo mikla þolinmæði á meðan á öllu þessu stóð. Virkilega skemmtilegur tími 🙂 Sjá myndir hér !

img_7183

Fyrsti Tröllahópstíminn Hvammur

Góðan dag 🙂

Þá eru elstu börnin í Hvammi búin að fara í fyrsta Tröllahópstímann 🙂 Við byrjuðum reyndar tímann á jóga en þannig mun það verða í vetur 🙂 Að jóga loknu fórum við í verkefnavinnu, börnin skreyttu og merktu pennastokkana sína, einnig merktu þau möppurnar sínar sem og að teikna sjálfsmynd. Þetta gekk allt saman ljómandi vel og börnin stóðu sig frábærlega vel 🙂 Sjá myndir hér !

img_6780

Markús Bessi 4 ára

Í gær eða þann 26. júní varð Markús Bessi 4 ára. Við héldum að sjálfsögðu upp á það í dag. Við óskum honum og fjölskyldu hans hjartanlega til hamingju með daginn 🙂 Sjá myndir hér !

IMG_6338