Laut – Ferð á Listasafnið

Við í Laut fórum fyrir nokkru síðan í strætóferð niður í bæ og röltum uppá Listasafn til að skoða sýninguna Sköpun bernskunnar 2018. Virkilega skemmtileg og flott sýning þar sem þema hennar var um tröll, í allskyns samhengi og útfærslum. Sjá myndir hér !

 

Leikur og nám í Laut

Páskaföndur, íþróttatími, frjáls leikur, tröllahópur og margt margt fleira dreif á daga okkar hér í Laut í mars mánuði sem endranær 🙂 Endilega skoðið myndir frá leik og námi barnanna hér ! 🙂

Laut – Logi og Glóð Aðstoðarmenn

Þau Kristbjörg Heiða og Stefán Gunnar fóru hring um skólann fyrir skömmu og eru því búin að vera aðstoðarmenn slökkviliðsins 🙂 Við fórum góða hringinn okkar saman og ræddum og skoðuðum vel og vandlega hluti er tengjast eldvörnum. Sjá myndir hér !

Laut – Jógatími

Við fórum í góðan jógatíma í vikunni. Notuðum stafaspjöldin okkar góðu, þannig að bæði er um að ræða jógaæfingar sem og stafainnlögn í leiðinni. Í lok tímans struku börnin svo hvoru öðru með málningarpenslum, þá þurfa allir að einbeita sér vel og strjúka varlega svo sessunauturinn njóti sem mest í dekrinu 🙂 Sjá myndir hér !

Laut heimsókn í 1. bekk Glerárskóla

Á mánudaginn síðasta fórum við í Laut í heimsókn til 1. bekkjar hér í Glerárskóla. En þessi heimsókn er liður í samstarfi milli leik-og grunnskóla og er gerð til þess að auðvelda skiptin fyrir börnin þegar þar að kemur. Við spjölluðum við krakkana og kennarana og unnum saman verkefni. Sjá myndir hér !

Steinþór Unnar 6 ára

Í gær þann 14. febrúar varð Steinþór Unnar 6 ára gamall. Við óskum honum og fjölskyldu hans hjartanlega til hamingju með daginn 🙂 Bestu kveðjur frá öllum vinum þínum í Laut 🙂 Sjá myndir hér !

Laut – Logi og Glóð aðstoðarmenn

Þau Sigurgeir Breki og Elísabet Helga voru aðstoðarmenn slökkviliðisins í síðustu viku. Við löbbuðum eins og venja er um skólann. Skoðuðum neyðar-útgönguleiðir, reykskynjara, brunaslöngu og slökkvutæki svo eitthvað sé nefnt 🙂 Þau stóðu sig með mjög vel og voru áhugasöm 🙂 Sjá myndir hér !

Laut – Dagur Leikskólans

Í tilefni af degi leikskólans sem var þann 6. feb. síðastliðinn þá teiknuðu börnin í Laut vinamyndir, settu þær í umslög og svo báru þau myndirnar í hús hér í nágrenni við skólann 🙂 Sjá myndir af þessu skemmtilega verkefni hér !

Laut – Þorramatur

Á bóndadaginn í síðustu viku fengum við í Laut að smakka þorramat. Það var ansi misjafn svipurinn á þessum elskum þegar þau voru að smakka til að mynda hákarlinn eða hrútspungana 🙂 Sumum fannst þetta ljómandi gott allt saman meðan öðrum líkaði maturinn ekki. En þau voru mjög hugrökk og alveg til í að prófa að smakka. Algjörir snillingar 🙂 Sjá myndir hér !

Laut – Logi og Glóð aðstoðarmenn

Hér eru þau Hilmar Marinó og Árný Helga. Þau fóru hring um skólann til að kanna eldvarnir. Það gekk eins og í sögu eins og hjá öllum hinum. Börnin eru öll áhugasöm og spennt fyrir því að fræðast um þessi atriði. Sjá myndir hér !

Laut – Alexander og Una Lind

Það hafa orðið breytingar í barnahópnum hjá okkur hér í Laut. Hann Alexander Örn flutti úr bænum og er því hættur hjá okkur og óskum við honum velfarnaðar á nýjum stað.
Á síðustu tveimur vikum hafa tvö börn bæst í hópinn okkar en þau heita Alexander og Una Lind 🙂 Við bjóðum þau hjartanlega velomkomin til okkar í Laut 🙂

Stefán Berg 6 ára

Þann 9. janúar síðastliðinn varð Stefán Berg 6 ára gamall. Við óskum honum og fjölskyldu hans hjartanlega til hamingju með afmælið 🙂 Kveðja frá öllum í Laut 🙂
Sjá myndir hér !