Laut-Hrekkjavaka-Glerárskóli

Við hér í Laut vorum boðin í hrekkajavökugleði sem 9. bekkur hér í Glérárskóla hélt. Við fengum að skoða skólastofuna þeirra sem var búið að skreyta mjög vel og í leiðinni örlítið ógurlega eða rétt eins og hrekkjavöku sæmir. Við fórum einnig á bókasafnið sem var líka búið að setja í hrekkjavöku”búning”. Þar var lesin fyrir okkur saga um grísina þrjá og úlfinn ægilega. Virikilega skemmtilegt allt saman 🙂 Sjá myndir hér

Laut – aðlögun

Á mánudaginn byrjaði hjá okkur hann Alexander Örn. Við bjóðum hann og fjölskyldu hans hjartanlega velkomin í Tröllaborgir – Laut. Sjá nokkara myndir frá leik í útiveru hér !

Laut – Tröllahópur 4. og 11. október

Áfram höldum við í Tröllahópsvinnunni okkar, gerum verkefni á hverjum miðvikudegi sem og annan hvern föstudag. Í síðustu viku tókum við fyrir bókstafina Í og Ý. Þessa vikuna erum við að læra um bókstafinn V. Við hengdum einmitt upp í stofunni okkar verkefni gærdagsins, endilega skoðið og hrósið snillingunum ykkar 🙂 Sjá myndir hér !

Laut – Slökkvilið – Logi og Glóð

Í síðustu viku fengum við í Laut aldeilis skemmtilega heimsókn. Þeir Alli og Jói frá slökkviliðinu komu til okkar og fræddu okkur um eldvarnir sem og hlutverk slökkviliðsmanna. Þeir sýndu okkur slökkviliðsbúninginn sem þeir klæðast þegar þeir þurfa að slökkva eld og svo fengum við að sjá slökkviliðs bílinn þeirra. Við í Laut ætlum að aðstoða slökkviðið í vetur og sjá um eldvarnareftirlit í skólanum okkar. Mjög spennandi. 🙂 Endilega skoðið myndir frá heimsókninni hér!

Andapollur og fl. – Laut

Á mánudaginn síðasta fórum við í Laut í strætóferð, leiðin lá á andapollinn og gefa öndunum brauð. Síðan röltum við um bæinn í blíðskaparveðri, hittum fullt af erlendum ferðamönnum sem voru að skoða bæinn okkar, þau voru alveg voðalega hrifin af okkur og báðu okkur um að syngja fyrir sig sem við að sjálfsögðu gerðum 🙂 Virkilega skemmtileg ferð 🙂 Sjá myndir hér !

Heimsókn til mömmu Hlyns Orra

Um daginn fór Tröllahópur í heimsókn í Háskólann eða nánar tiltekið á Náttúrufræðistofnun þar sem mamma hans Hlyns Orra vinnur. Hún sýndi okkur allskonar uppstoppuð dýr. Svo fengum við líka að kíkja á ýmislegt í smásjánni hjá henni. Við fundum til dæmis ánamaðka á leiðinni þangað og kiktum á einn þeirra í smásjánni. Ormurinn kúkaði meðan við vorum að skoða hann og það var nú aldeilis fyndið 🙂 Sjá myndir hér !

Tröllahópur Hvammur

Tröllahópur kom saman í morgun og vann nokkur verkefni. Tókum fyrir bókstafinn P. Logi og Glóð verkefnið heldur áfram og svo fórum við í nokkra skemmtilega leiki saman. Mjög skemmtilegt 🙂 Sjá myndir hér !