Vettvangsferð.

Við fórum í gönguferð og lærðum að fara yfir götu og þekkja gangbrautamerki og gangbrautir.
Síðan ætluðum að tína laufblöð en þau eru en þá græn svo við fórum bara í heimsókn fyrst í Giljaskóla síðan í Kiðagil.
myndir

Lærum og leikum í Bergi

Í Bergi er gaman, þar lærum við og leikum okkur saman úti sem inni. Á föstudaginn 1.sept var dásamlegt veður við nýttum okkur það og vorum lengi úti með „innidót“ og síðan var drukkið úti.                myndir

17. júní

Undirbúningur fyrir þjóðhátíðardaginn okkar er í fullum gangi. Við förum í skrúðgöngu þann 16.júní og af því tilefni gera allir  hljóðfæri og kórónur. myndir

Krummaverkefni

Nú erum við að vinna með fugla, hreiður og unga. Börnin völdu krumma og eru þau búið að gera stórt tré með krummaungum í hreiðri inn á deildinni. Myndir

Síðustu dagar á Bergi

Hér koma nokkrar myndir frá starfinu undanfarna daga en við höfum verið að vinna að ýmsum sumarverkefnefnum, t.d. hljóðfæra- og kórónugerð fyrir skrúðgönguna okkar í næstu viku.

Sköpun bernskunnar.

Á fimmtudaginn fórum við í Ketilhúsið í Listagili og sáum listasýningunna „Sköpun bernskunnar“ Tröllaborgir er einn af tveimur leikskólum bæjarinns sem tókur þátt og er listaverk okkar Fjaran þar til sýnis. myndir

Vettvangsferð í Lundaskóla

Í morgun fórum við með strætó í Lundarskóla og lékum okkur á skólalóðinni. Lovísa sagði okkur sögu um apa sem faldi sig í skógi sem er rétt hjá Lundarskóla, allir fóru að leita og fundu apan upp í tré. Á leiðinni heim fórum við skemmtilega leið sem við fundum um flottan skógarstíð fyrir neðan Hlíðarbraut. Myndir

Vikan í Bergi

Þessa viku hefur veðrið aðeins verið að stríða okkur eftir frábæra viku í síðustu viku 🙂 ! En við höfum ekki látið það trufla okkur við að hafa gaman. Í vikunni höfum við meðal annars farið í íþróttahús og dans, farið í vettvangsferð í leit að trölli/tröllum, þrifið leikföng, farið í hópastarf, unnið að vorverkefninu okkar, fengið nemendur Giljaskóla í heimsókn og margt fleira. Hér koma nokkrar myndir frá vikunni.

Vettvangsferð í leit að Trölli.

Í morgun fórum við í gönguferð í leit að „Nátttröllinu„ úr Skilaboðaskjóðu. Við fundum hellir og fórum með orðalykillinn „Harka parka inn skal Harka„ Margir sýndu hugrekki og fóru í hellirinn til að athuguðu hvort þau sæju eitthvað . Við fórum í útijóga og sungum um fuglana og vorið. myndir