Dagur leikskólans

Í tilefni dagsins bárum við í nokkur hús í nágenni Tröllaborga mynd í umslagi sem við höfðum málað. Þannig minntum við á okkur og mikilvægi þess að í bænum okkar eru margir frábærir leikskólar. her  Myndir

Vettvangsferð.

Við fórum í gönguferð og lærðum að fara yfir götu og þekkja gangbrautamerki og gangbrautir.
Síðan ætluðum að tína laufblöð en þau eru en þá græn svo við fórum bara í heimsókn fyrst í Giljaskóla síðan í Kiðagil.
myndir

Lærum og leikum í Bergi

Í Bergi er gaman, þar lærum við og leikum okkur saman úti sem inni. Á föstudaginn 1.sept var dásamlegt veður við nýttum okkur það og vorum lengi úti með „innidót“ og síðan var drukkið úti.                myndir

17. júní

Undirbúningur fyrir þjóðhátíðardaginn okkar er í fullum gangi. Við förum í skrúðgöngu þann 16.júní og af því tilefni gera allir  hljóðfæri og kórónur. myndir

Krummaverkefni

Nú erum við að vinna með fugla, hreiður og unga. Börnin völdu krumma og eru þau búið að gera stórt tré með krummaungum í hreiðri inn á deildinni. Myndir

Síðustu dagar á Bergi

Hér koma nokkrar myndir frá starfinu undanfarna daga en við höfum verið að vinna að ýmsum sumarverkefnefnum, t.d. hljóðfæra- og kórónugerð fyrir skrúðgönguna okkar í næstu viku.

Sköpun bernskunnar.

Á fimmtudaginn fórum við í Ketilhúsið í Listagili og sáum listasýningunna „Sköpun bernskunnar“ Tröllaborgir er einn af tveimur leikskólum bæjarinns sem tókur þátt og er listaverk okkar Fjaran þar til sýnis. myndir