Smökkun á þýsku Pretzel, Hvammur

Eftir að hafa borðað í hádeginu, fiskrétt frá Tansaníu, bauð Rut börnunum að smakka Pretzels (saltkringlur) sem eru upprunalega frá Þýskalandi. Óhætt er að segja að „eftirrétturinn“ hafi vakið mikla hrifningu meðal barnanna sem eru nú mörg hver farin að telja upp á tíu á þýsku. 🙂 Endilega skoðið myndir hér !
img_7958

Smökkun á kanadísku Maple sírópi, Hvammur

Á þriðjudaginn fengu börnin að smakka kanadískt maple síróp (hlynsíróp) en það er einmitt ein af þekkustu afurðum Kanada enda má sjá lauf af Maple trénu (Hlyni) í þjóðfánanum. Börnin fengu að velja sér annað hvort appelsínu eða ananas til þess að dýfa ofan í og smakka, endilega skoðið myndir hér !
img_7861

Alþjóðadagur kennara

Í dag er alþjóðadagur kennara. Innilega til hamingju öll sömul með daginn!
ballonnen
google-teachers-day-2016-us-1462275566

 

 

Hvað gera kennarar ?
Nokkur börnin voru spurð þessara spurninga í  morgun, hér að neðan má finna svör þeirra. 🙂

Inga Lína 3,9 : „Lesa „Ég er klárastur“, hugga mann þegar einhver meiðir mann. Kenna okkur hvaða dagur er.“
Grettir 4,9 : „Kennir okkur stafina og líka að klæða okkur og mála og lita. Kenna okkur hvaða dagur er og mánuður.“
Sara 4,5 : „Þeir segja nei, ekki hoppa á dýnunni, taka klemmur í vali. Syngja á Völlum fyrir krakkana og lika segja kurteis.“

Bríet Sara 2,8: „Hjá matarborðið.“
María Elísabet 2,8 : „Gera kollhnís.“
Emilía Ósk 2,7 : „Róla

Albert Gísli 4,10 : „Þeir segja börnunum að leika saman. Kennarar ha…þeir segja börnunum að ekki meiða. Þeir segja hvað er í valinu og kennararnir segja þeim að leika sér mjög vel…ekki lemja !“
Brynja Dís 5,6 : „Fara með krakkana út. Taka á móti krökkunum og passa að enginn meiði mann og fara með þau í hópastarf og val. Fara í hvíld og borða hádegismat og kaffitíma“.
Katrín Dögg 5,3 : „Leggja á borð, leggja dýnurnar. Segja börnunum að fá sér sápu. Hjálpa að renna upp og líka hérna.. að hjálpa manni að gera mynd“.

Elvar Bragi 3,6: „Þeir spyrja þau að ganga frá og þau spyrja hvort megi fara í bílana og þeir skrifa á blað. Ég get ekki sagt meir “.

Elísabet Freyja 3,6: „ Ég veit….hún les“.

Elvar Trausti 3 : „Taka matinn og þeir kannt að setja upp svona skraut“.

 

Tröllahópur 5. okt, Hvammur

Í dag komu börnin saman í Tröllahóp. Að venju byrjuðu þau að fara í jóga, meira að segja stafajóga, sem vakti mikla lukku. 🙂 Börnin fengu verkefnamöppur frá slökkviliðinu sem þau unnu í og að sjálfsögðu var svo farið í frímínútur inn á milli. Endilega skoðið myndir hér !
img_7728 img_7756

Myndbandsbrot frá Hvammi

Í leikskólanum er mjög gaman að „opna glugga“ inn í starfið okkar með því að sýna ykkur, foreldrar góðir, myndir og myndbandsbrot frá því sem við erum að bralla á daginn.  🙂 Endilega skoðið myndbandsbrot frá september mánuði hér !
fullscreen-capture-3-10-2016-211633

Ninja Rós kveður Tröllaborgir, Hvammur

Í dag kveður Ninja Rós okkur en hún er að flytja í hverfisleikskólann sinn. Ninja Rós bauð börnunum í Hvammi upp á ís í hádeginu og við héldum kveðjustund henni til heiðurs. Um leið og við óskum Ninju Rós og fjölskyldu hennar alls hins besta á nýjum stað, þökkum við þeim fyrir frábæra samveru sl. ár. Ykkar verður sárt saknað. Endilega skoðið myndir hér !
img_7641