Læsisstefna Akureyrar, Læsi er lykillinn

Í síðustu viku var formlega kynnt á vegum fræðslusviðs Akureyrarbæjar og Miðstöðvar skólaþróunar HA að viðstöddu fjölmenni, ný læsisstefna, Læsi er lykillinn.

Megintilgangur læsisstefnunnar er að efla læsi í víðum skilningi og stuðla að skapandi og gagnrýninni hugsun barna og ungmenna.

Læsisstefnan er afrakstur rúmlega þriggja ára ferlis sem hefur byggst á öflugri samvinnu margra aðila. Skipulag vinnunnar tók mið af hugmyndum um lærdómssamfélag (e. learning community) þar sem lögð var áhersla á að allir sem hlut eiga að máli kæmu að vinnunni.

Læsisstefnan Læsi er lykillinn er byggð á ástralskri fyrirmynd en þróuð og staðfærð að aðalnámsskrá íslenskra leik- og grunnskóla.

Unnið er út frá hugmyndafræðinni um læsi í víðum skilningi sem skiptist í þrjú meginsvið: Samræða, tjáning og hlustun, lestur, lesskilningur og lesfimi og ritun og miðlun. Hagnýt gögn stefnunnar byggja á þrepum um þróun læsis, þar sem sett eru fram viðmið um færniþætti og áherslur í kennslu út frá öllum þáttum læsis.

Samvinna við kennara á vettvangi leik- og grunnskólanna hefur verið lykilatriði í þróun á innihaldi stefnunnar en sérfræðingar á Miðstöð skólaþróunar við HA hafa stýrt verkinu.

Læsisstefnan „Læsi er lykillinn“ birtist á heimasíðunni www.lykillinn.akmennt.is og er hún opin öllum. Á síðunni er að finna heildaráherslur stefnunnar ásamt ýmsu ítarefni sem er hagnýtt bæði fyrir kennara, foreldra og aðra þá sem hafa áhuga á læsi barna.

http://lykillinn.akmennt.is

Vorhátíð kl. 14 föstudag, ATH BREYTTUR TÍMI

Sæl öll.

Smá breyting hefur orðið á tímasetningu Vorhátíðar Tröllaborga. Af óviðráðanlegum orsökum hefjum við leikinn kl.14 (ekki 14:15 eins og var áætlað).

Dagskráin hefst með því að Lækur er með danssýningu í salnum, stundvíslega kl.14
Um kl.14:10 verður Berg með danssýningu
Um kl.14:20 verður Hvammur með danssýningu og að loknum dansi mun Tröllahópur koma fram uppi á bílskúrssvölunum og syngja fyrir okkur.

ATH að foreldrar eiga aðeins að vera inni í sal þegar þeirra barn er að dansa – og eru beðnir að rýma salinn og fara út í garð með sitt barn að loknum dansi. Börnin koma með kennurum sínum af deild og niður í sal þegar að þeirra atriði er komið, foreldrar hitta börn sín ekki fyrr en að loknu dansatriði 🙂
Móar taka ekki þátt í dansatriði, en inni á deildinni er myndband í tölvunni sem sýnir danstíma hjá Móa-börnum. Foreldrar Móa-barna eru vinsamlega beðnir að koma gegnum garðinn og að svala-hurðinni í Móum til að hitta börn sín. Þetta er gert til að trufla ekki þær danssýningar sem eru í gangi í salnum 🙂

Við minnum á að myndlistarsýningar eru í gangi þessa viku, og á föstudaginn, bæði í Móum og Læk þar sem sjá má sýnishorn af vinnu vetrarins!

Hlökkum til að sjá ykkur! og kærar þakkir til foreldrafélagsins fyrir flotta dagskrá 🙂

Sjáumst hress á föstudaginn,

Kennarar og börn í Tröllaborgum

Ný deild við leikskólann Tröllaborgir

Kæru foreldrar barna fædd 2012

Í ljósi umræðu, m.a. á samfélagsmiðlum langar mig að taka eftirfarandi fram;

Það stendur ekki til að elsti árgangur Tröllaborga sé að flytja í Glerárskóla. Hins vegar eru Tröllaborgir að bæta við sig fimmtu deildinni, sem verður staðsett í Glerárskóla.

Fræðsluráð boðar til fundar með foreldrum barna fæddum 2012 og koma til með að sækja grunnskólanám í Glerárskóla í næstu viku til frekari kynningar – tölvupóstur þess efnis verður sendur í dag. Foreldrum í þessu hverfi sem hafa áhuga á því býðst að nota þetta tækifæri og velja að vera á nýju deildinni með börn sín (sama úr hvaða leikskólum þau koma).
Þetta verður allt kynnt nánar á fundinum í næstu viku, þá ætti að vera komin nokkuð góð mynd á þetta allt saman 🙂 foreldrar fá að skoða aðstöðuna og þær breytingar sem á að gera á húsnæði og lóð, eftir það ættu þeir sem hafa áhuga að geta tekið upplýsta ákvörðun. Þetta er spennandi verkefni og gefur snilldar tækifæri á skólasamstarfi og aukin tækifæri í leik og starfi. Áherslan er á að þetta er leikskóli – og starfið verður skipulagt með sama hætti og annað gott starf í Tröllaborgum.

Vona að þetta skýri eitthvað fram að fundi 🙂

Bestu kveðjur,

Anna Lilja

Aðstoðarleikskólastjóri

 

Myndataka á vegum foreldrafélagsins:

 

Í fyrramálið verður hér í Tröllaborgum ljósmyndari á vegum foreldrafélagsins. Hann tekur bæði hópmyndir og einstaklingsmyndir. Upplýsingar eru á facebook síðu foreldra 🙂

Hópmynd 18×24 cm á prenti + ein 10×15 einstaklingsmynd á prenti að eigin vali.
Verð: 2.800 kr m.vsk. (Aðeins hægt að fá hópmynd á prenti.)

Hægt er að kaupa einstaklingsmyndir
rafrænt í stærðinni 10×15 cm og verðin eru eftirfarandi:

1 mynd = 1.200 kr/stk m.vsk
2 myndir = 2.100 kr/stk m.vsk
3 myndir = 3.000 kr/stk m.vsk
Eftir það er stk á 800 kr/stk m.vsk

Óskilaföt í forstofu

Sæl öll.

Nú er búið að fara yfir óskilafatnaðinn í forstofunni okkar í Tröllaborgum. Endilega skoðið hvort þið kannist við eitthvað af því sem ekki tókst að koma á sinn stað 🙂

Á bekkjum er ýmis fatnaður, í hvítu boxunum eru annars vegar sokkar og hins vegar vettlingar. Búið er að para saman það sem við á.

Á föstudaginn verður það sem eftir er tekið og farið með í Rauða Krossinn:-)

Konukaffi FRESTAÐ

Sæl öll.

Konukaffi/morgunmatur átti að vera hjá okkur næsta föstudag, 17. febrúar. Því miður verðum við að fresta því um óákveðinn tíma – þetta verður auglýst síðar.

Ástæðan er sú að verið er að skipta um lyftu í húsinu og því borða börn og starfsfólk Bergs og Hvamms í salnum okkar (ekki hægt að vera að bera mat og leirtau milli hæða). Við verðum lyftulaus fram í næstu viku. Það er engan vegin pláss fyrir svo stóran hóp fólks í salnum í einu og væri alls ekki notalegt. Við eigum þetta því inni þar til lyftumál komast í lag 🙂

Kveðjur,
Skólastjórnendur

Nýir kennarar í Tröllaborgum

Í gær, 6. febrúar, hóf Drífa Þórarinsdóttir leikskólakennari störf hjá okkur. Hún tekur við deildarstjórn í Hvammi.

Á morgun, miðvikudaginn 8. febrúar, hefur störf hjá okkur Helen Birta Kristjánsdóttir leikskólakennaranemi. Hún verður í hlutastarfi í afleysingum á öllum deildum.

Við bjóðum Drífu og Birtu velkomnar til starfa!

Skilaboð frá Heimili og Skóla

Lesum saman til sigurs í ALLIR LESA!

  1. janúar – 19. febrúar. Skráning er hafin!

    Komið þið sæl.

Nú styttist í hinn stórskemmtilega landsleik Allir lesa og eru foreldrar sérstaklega hvattir til að mynda lið með börnunum sínum. Gott væri ef þið gætuð komið þessum upplýsingum á framfæri við foreldra barna í skólanum.

Bæði er hægt að skrá þann tíma sem hver og einn liðsmaður les sjálfur og einnig má skrá tíma sem lesinn er fyrir börnin, bæði á þann sem les og þann sem hlustar. Þegar börn lesa fyrir foreldra gildir hið sama, tíminn skráist á báða aðila. Lið samanstanda af þremur eða fleiri liðsmönnum og má skrá allan aldur, jafnvel nokkurra daga gömul kríli geta verið mikilvægir liðsmenn. Börn og fullorðnir verja æ meiri tíma fyrir framan skjái og því er tilvalið að byrja árið á því að verja meiri tíma í yndislestur.

Landsleikurinn varir frá 27. janúar til 19. febrúar og allir geta myndað lið, eða keppt sem einstaklingar. 

Skráning er hafin á allirlesa.is en þar er einnig að finna frekari upplýsingar um leikinn.

Rugludagur í Hvammi

Í dag var rugludagur í Hvammi. Mörg börn komu í öfugum fötum, með nærbuxur á höfðinu, í sitthvorum sokknum svo fáeitt sé nefnt. Morgunmaturinn var standandi og seinni partinn fengu börnin að leika sér með skemmtilega ruglaða aukahluti, sjá myndir hér !
img_8460 img_3579_tn

Grænihópur í Bergi í útijóga

Við í grænahópi fórum í gönguferð og ákváðum að skella okkur í jóga í leiðinni 🙂 Börnunum fannst það mjög skrítið að fara í jóga úti !! Þau langaði mjög mikið að taka tréin með sér heim sem þau fundu en við tókum bara mynd í staðinn, sjá hér !
img_6331