Myndir frá gönguferðinni okkar í Hvammi í morgun

Í morgun var dásamlegt veður. Eftir góðan leik úti í garði ákváðum við að fara í gönguferð um nágrenni leikskólans. Við tókum með okkur ávexti og fengum okkur hressingu á leiðinni. Það var ýmislegt sem fangaði athygli barnanna, allt frá íslenskum jurtum yfir í slæma umgengni samborgara okkar. Mikið var um rusl á leiðinni og munum við fara fljótlega aftur með poka, sýna ábyrgð og leggja okkar af mörkum til að gera umhverfið okkar fallegra. Endilega skoðið myndir  hér !

IMG_9655   IMG_9694

Myndir frá Fiskahópi (Rutar hópi) í Hvammi

Undanfarna daga höfum við verið að skoða myndir af alls konar sjávardýrum. Í dag útbjuggum við hákarla með því að mála hendurnar okkar og stimpla þær á blað þar sem við létum þumlana vera ugga. Við klipptum hákarlana svo út og settum á þá augu. Næstu daga munum við  halda áfram með þetta skemmtilega verkefni. Endilega skoðið myndir hér !
IMG_3627       IMG_3623