Kakóhús á Völlum

Í gær var okkur í Bergi boðið á Kakóhús á Völlum. Þar fengum við heitt súkkulaði með rjóma og kleinur og smákökur. Við áttum rólega og notarlega stund saman. Myndir hér

Ferð í miðbæinn

Á mánudaginn fórum við í Bergi í strætóferð niður í miðbæ þar sem við kíktum á jólaköttinn og aðrðar jólaskreytingar. Við tókum lagið bæði í strætó og á torginu og tókum auk þess æfingu í að ganga kringum jólatré! Myndir frá ferðinni hér

   

Útivera í snjónum :)

Þessa viku höfum við notið útiveru í snjó og góðu veðri. Krakkarnir kunna vel að meta fyrsta snjóinn! Í útiverunni í morgun birtist myndatökumaður frá Fréttastofu RÚV og því má vel vera að einhverjar klippur úr útiveru hjá Bergi og Hvammi birtist í fréttatíma í kvöld eða næstu kvöld 🙂

Myndir frá útiveru hér

  

Dótadagur í Bergi

Í gær var langþráður dótadagur en margir höfðu beðið lengi eftir tækifæri á að koma með uppáhalds dótið sitt með í leikskólann og sýna félögunum. Hér koma nokkrar myndir frá deginum

Föstudagsleikir

Í samverustundinni fyrir hádegismat á föstudögum förum við í leiki. Við erum að læra allskonar leiki, t.d. Hver er undir teppinu, Í grænni lautu, Fram fram fylking, Stóladans, Fela hlut, Minnisleiki og fleiri leiki bæði gamla og nýja. Hér eru myndir frá einni slíkri samveru en þennan dag lékum við Þyrnirós. Myndir hér

Val í Bergi

Valstundirnar í Bergi eru alltaf skemmtilegar og þeirra er beðið með eftirvæntingu. Hér koma nokkrar myndir frá vali í Bergi síðustu daga

Vinastund í Laut

Föstudaginn 3. nóvember brugðum við aðeins út af vananum og vorum með Vinastundina okkar í Laut. Þar voru saman komnar deildirnar Berg, Hvammur og Laut. Eftir Vinastundina léku Berg og Hvammur sér inni í Laut meðan að krakkarnir þar fóru út að leika. Það var mjög skemmtilegt að skoða aðstöðuna og dótið í Laut og fá að leika aðeins með það! Myndir hér

Gönguferð

Í gær, mánudag, fórum við í Bergi í gönguferð í góða veðrinu. Við löbbuðum í Giljaskóla og skoðuðum nýja leikkastalann sem verið var að setja þar upp og skemmtum okkur vel. Myndir hér

Val í Bergi

Á hverjum degi milli 15-16 er val í Bergi en þá fá börnin að velja sér viðfangsefni og er alltaf mikil spenna að sjá hvað sé í boði og hver fái að velja fyrstur 🙂 Ætlast er til að börnin haldi sig við valið viðfangsefni í nokkra stund og því skapast þarna tækifæri til að þróa leikinn dýpra en í styttri leikstundum. Hér koma nokkrar myndir frá vali síðustu daga

Haustþema í Bergi

Í hópastarfi erum við að vinna með haustið. Eitt af verkefnunum okkar var að safna laufum og þurrka. Þegar laufin voru orðin þurr þá plöstuðum við þau, klipptum út og hengdum á tréð okkar. Myndir hér