Val í Bergi

Á hverjum degi milli 15-16 er val í Bergi en þá fá börnin að velja sér viðfangsefni og er alltaf mikil spenna að sjá hvað sé í boði og hver fái að velja fyrstur 🙂 Ætlast er til að börnin haldi sig við valið viðfangsefni í nokkra stund og því skapast þarna tækifæri til að þróa leikinn dýpra en í styttri leikstundum. Hér koma nokkrar myndir frá vali síðustu daga

Haustþema í Bergi

Í hópastarfi erum við að vinna með haustið. Eitt af verkefnunum okkar var að safna laufum og þurrka. Þegar laufin voru orðin þurr þá plöstuðum við þau, klipptum út og hengdum á tréð okkar. Myndir hér