Aðlögun í Bergi

Þessa dagana er aðlögun í Bergi. Fimm ný börn byrjuðu í gær, þau Embla Karen, Brynjar Arnþór, Hjörtur Logi, Auður Huld og Helga Líf. Daníel Snær byrjaði hjá okkur í síðustu viku. Við bjóðum þau og fjölskyldur þeirra velkomin til okkar í Berg!

Myndir hér

Heimsókn í Matur og Mörk

Í dag fór Berg í vettvangsferð í Matur og Mörk. Við fórum með strætó. Pabbi hennar Bríetar Söru tók á móti okkur og við fengum að sjá hvað er framleitt hjá þeim. Í lok heimsóknarinnar fengu allir smá popp með sér í nesti. Á heimleiðinni stoppuðum við á róluvelli og lékum okkur. Hundurinn hennar Rósu, hann Skuggi gamli, kíkti aðeins á okkur þar 🙂 Myndir hér

   

 

Vikan í Bergi

Í vikunni fórum við í gönguferð í Hulduheima Sel og fengum að leika okkur á lóðinni þeirra. Alltaf gaman að prófa ný leikskvæði. Við æfðum einnig hugrekki og sviðsframkomu með því að koma fram og segja brandara, syngja eða kynna okkur! Við heimsóttum útiskólasvæði Giljaskóla og gerðum útilistaverk og margt fleira. Hér koma nokkrar myndir frá vikunni og hér.

Rómeó Elí 5 ára

Á mánudaginn 18. júní verður Rómeó Elí 5 ára og við héldum uppá það með honum í dag! Við óskum honum og fjölskyldu hans til hamingju með þennan merka áfanga! Myndir hér:

Gönguferð í Laut

Í vikunni fórum við í Bergi í heimsókn í Laut. Við lékum okkur á útileiksvæðinu og á skólalóð Glerárskóla. Eftir sumarfrí fara fjögur börn úr Bergi í Laut – þau Birta Kristín, Vidosav Grétar, Hörður Freyr og Eldjárn Alvar. Þau fengu að fara inn og skoða sig um og ræða aðeins við starfsfólkið. Myndir hér:

  

Vettvangsferð í Akureyrarkirkju og Sigurhæðir

Í dag fórum við í vettvangsferð í miðbæinn þar sem við fórum og skoðuðum Akureyrarkirkju og Sigurhæðir. Við vorum búin að tala við organistann, Eyþór Inga Jónsson, sem tók á móti okkur og sýndi okkur orgelið og spilaði nokkur lög fyrir okkur: Vertu til, Vor í Vaglaskógi og 17 júní-lagið. Einnig sýndi hann okkur hvernig hægt er að herma eftir ýmsum hljóðfærum með orgelinu og líkja eftir hljóðum dýra. Eftir þessa fræðslu gengum við aðeins um kirkjuna og skoðuðum og fórum svo út og heimsóttum Sigurhæðir.  Myndir hér

   

Hjóladagur í Bergi

Í gær var hjóladagur í Bergi. Allir komu með hjól og við útbjuggum hjólasvæði á bílastæðinu. Lögreglan kom í heimsókn og fór yfir bremsubúnaðinn á hjólunum og gaf skoðunarmiða sem vöktu mikla lukku. Á köflum var ansi vindasamt þannig að við þurftum að klæða okkur vel en létum það ekki trufla okkur! Myndir hér.

Vorsýning í Bergi

Í gær, 17. maí, buðum við í Bergi foreldrum á vorsýningu. Þar æfðum við okkur að koma fram og sungum og fórum með þulur, spurðum spurninga og síðast en ekki síst þá sýndum við skuggaleikhúsið okkar um Pétur og úlfinn. Sýningin gekk vonum framar og ekki var betur séð en að allir skemmtu sér vel! Við þökkum ykkur kærlega fyrir komuna! Myndbönd hér

Vettvangsferð í Glerárgil og Laut

Í dag fórum við í Bergi í gönguferð um Glerárgil og á nýja leikvöllinn við Laut. Í Glerárgili skoðuðum við helli og veltum fyrir okkur hvort þar byggju nokkuð tröll! Við æfðum hugrekkið með því að kíkja inn í hellinn! Enginn sá tröll en kannski voru þau í felum, hver veit! Myndir hér

Ásgeir Örn 5 ára

Ásgeir Örn okkar verður 5 ára þann 29. mars. Við héldum uppá það með honum í gær þar sem hann ákvað að skella sér í páskafrí snemma 🙂 Við óskum honum og fjölskyldu hans til hamingju með áfangann! Myndir hér

Vikan í Bergi

Þessa viku hefur verið frekar fámennt hjá okkur í Bergi. Hlaupabólan hefur verið á sveimi hjá okkur og einhverjar aðrar umgangspestir líka. En vonandi er þetta bara uppá við héðan í frá!

Í vikunni höfum meðal annar verið að föndra páskaföndur, undirbúa vorsýningu og leika okkur. Hér má sjá nokkrar myndir frá vikunni

Inga Lína 5 ára

Ingibjörg Ólína í Bergi varð 5 ára síðast liðinn föstudag, þann 9. mars. Við óskum henni og foreldrum hennar innilega til hamingju með áfangann! Myndir hér.

Hópastarf í Bergi

Hér koma nokkrar myndir frá hópastarfi í Bergi síðustu daga. Þar má sjá Rauða hóp vinna með Lubba, Bláa hóp leira stafina sína og Græna hóp æfa sig að klippa eftir línu og gera sjálfsmynd. Einnig eru myndir frá sameiginlegum göngutúr hópanna. Myndir

Íþróttahús síðasta fimmtudag

Annan hvern fimmtudag förum við í Bergi í íþróttahús með elstu börnunum úr Læk. Að þessu sinni fórum við í þrautabraut og lékum svo frjálst í salnum.  Við tókum nokkrar myndir í íþróttahúsinu og úti í góða veðrinu áður en við lögðum af stað og þær má sjá hér