Börn í aðlögun í Læk

Í dag byrjuðu 6 ný börn í aðlögun í Læk. Þau heita Alex Máni, Ronja Rán, Styrmir Ísak, Hildur Birta, Vilhjálmur Ingvi og Hrafnýr Smári.  Við bjóðum þau og fjölskyldur þeirra innilega velkomin í Læk:-)

myndir hér

Kisuhópur á Læk

 

Kisuhópur í Læk var að mála, notaði litlar málningarúllur og málningu í allskyns litum til að búa til þessi fínu listarverk.  Sjá myndir hér af börnunum mála.

Kisuhópur í leik á völlum

Börnin í Kisuhóp voru í leik á völlum í hópastarfi.  Við vorum að leika með myndvarpa, notuðum bolta, hringi og svo auðvitað okkur sjálf.  Sáum skuggann okkar og þeim fannst mjög gaman að setja bolta og hring á myndvarpann og sjá hvernig það kom á vegginn.  Einnig voru þau að hoppa á trampolíni og hjóla.  Þetta var mjög skemmtilegur hópatími og mikil gleði.

sjá myndir hér

Kisuhópur að fingramála

Það var nú aldeils gaman þegar börnin fengu að fingramála hjá henni Karen.  Þeim leist nú misjafnlega á þetta, voru ekki öll að þora að snerta málninguna fyrst en svo kom kjarkurinn og þá var þetta mjög gaman:-)

myndir hér

Hópastarf-Lækur

Börnin í ljónahóp voru að teikna sjálfsmynd í hópastarfi og fengu að spreyta sig í því að setja skilningarvitin ofl á réttan stað.

Það þótti þeim mjög skemmtilegt og er þetta góð æfing.

myndir hér

Kisuhópur í hópastarfi

Við höfum verið dugleg að leika saman og kynnast hvort öðru í hópastarfi. Prófuðum að mála sem þeim fannst mjög gaman og máluðu þar með sína fyrstu mynd í Tröllaborgum:-)

Nokkrar myndir hér

Aðlögun í Læk

Í síðustu viku byrjuðu 4 ný börn á Læk sem heita Amelía Erla, Jökull Ómar, Katrín Sara og Margrét Erla.  Aðlögun hefur gengið vel, öll börnin komnin á Læk sem verða hjá okkur.

Við erum öll svo ánægð með hvort annað og hlökkum til vetrarins:-)

Nokkrar myndir hér 

Bleiki hópur -hópastarf

Börnin í bleikahóp skelltu sér í gönguferð úti í góða veðrinu og tókum smá æfingar í leiðinni:)  Þau eru einnig að æfa sig í vináttu sem er dygðin okkar núna, það gengur ljómandi vel hjá þeim enda eru þau algjörir snillingar:)

 

sjá myndir hér

Börnin í bleikahóp að æfa vináttu.

Börnin í bleikahóp voru að æfa vináttu á völlum en það er nýja dygðin okkar í leikskólanum. Þau spurðu hvort annað “eigum við að leika saman” og “eigum við að skiptast á”?  Þetta tókst mjög vel enda börnin algjörir snillingar:)  Hér koma  fleiri  myndir

Bleiki hópur í gönguferð

Bleikihópur fór í gönguferð í hópatíma í morgun. Við löbbuðum góðan hring um hverfið og skoðuðum jólaljósin. Sáum tvær flugvélar, sjúkrabíl og lögðumst svo í grasið og horfðum upp í himinn og ræddum um hann.

Því miður tókst mér ekki að taka nógu góðar myndir af börnunum vegna birtuskilyrða og vegna þess að þau voru í vestum en gönguferðin var dásamleg:-) Læt nú samt eina mynd fylgja með