Kisuhópur að fingramála

Það var nú aldeils gaman þegar börnin fengu að fingramála hjá henni Karen.  Þeim leist nú misjafnlega á þetta, voru ekki öll að þora að snerta málninguna fyrst en svo kom kjarkurinn og þá var þetta mjög gaman:-)

myndir hér

Hópastarf-Lækur

Börnin í ljónahóp voru að teikna sjálfsmynd í hópastarfi og fengu að spreyta sig í því að setja skilningarvitin ofl á réttan stað.

Það þótti þeim mjög skemmtilegt og er þetta góð æfing.

myndir hér

Kisuhópur í hópastarfi

Við höfum verið dugleg að leika saman og kynnast hvort öðru í hópastarfi. Prófuðum að mála sem þeim fannst mjög gaman og máluðu þar með sína fyrstu mynd í Tröllaborgum:-)

Nokkrar myndir hér

Aðlögun í Læk

Í síðustu viku byrjuðu 4 ný börn á Læk sem heita Amelía Erla, Jökull Ómar, Katrín Sara og Margrét Erla.  Aðlögun hefur gengið vel, öll börnin komnin á Læk sem verða hjá okkur.

Við erum öll svo ánægð með hvort annað og hlökkum til vetrarins:-)

Nokkrar myndir hér 

Bleiki hópur -hópastarf

Börnin í bleikahóp skelltu sér í gönguferð úti í góða veðrinu og tókum smá æfingar í leiðinni:)  Þau eru einnig að æfa sig í vináttu sem er dygðin okkar núna, það gengur ljómandi vel hjá þeim enda eru þau algjörir snillingar:)

 

sjá myndir hér

Börnin í bleikahóp að æfa vináttu.

Börnin í bleikahóp voru að æfa vináttu á völlum en það er nýja dygðin okkar í leikskólanum. Þau spurðu hvort annað “eigum við að leika saman” og “eigum við að skiptast á”?  Þetta tókst mjög vel enda börnin algjörir snillingar:)  Hér koma  fleiri  myndir

Bleiki hópur í gönguferð

Bleikihópur fór í gönguferð í hópatíma í morgun. Við löbbuðum góðan hring um hverfið og skoðuðum jólaljósin. Sáum tvær flugvélar, sjúkrabíl og lögðumst svo í grasið og horfðum upp í himinn og ræddum um hann.

Því miður tókst mér ekki að taka nógu góðar myndir af börnunum vegna birtuskilyrða og vegna þess að þau voru í vestum en gönguferðin var dásamleg:-) Læt nú samt eina mynd fylgja með