Bangsasögustund – Hvammur

Á mánudaginn tókum við í Hvammi strætó niður í bær og fórum í í heimsókn á Amtbókasafnið. Þar sem Fríða tók á móti okkur í bangsabúning og las fyrir okkur skemmtilega sögu um bangsa. Eftir sögustundina fengum við að skoða bækur, leika okkur og lita bangsamyndir. Á leiðinni heim fórum við svo í nokkra leiki á torginu áður en tími var kominn til að taka strætó aftur upp í leikskóla.

  

Gönguferð – Hvammur

Á mánudaginn skelltum við okkur í gönguferð að tína laufblöð. Krakkarnir voru mjög dugleg að labba og fundu fullt að laufblöðum sem við erum svo búin að setja í pressun og ætlum að gera eitthvað skemmtilegt úr við tækifæri.

Amelía Rós 5 ára

Amelía Rós er 5 ára í dag. Í tilefni þess héldum við í Hvammi uppá það með henni í dag. Við óskum henni og fjölskyldu hennar til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum í Hvammi.

Sjá myndir hér.

Skrúðganga 15. júní

Þann 15. júní síðastliðinn fóru börn og starfsfólk Tröllaborga í skrúðgöngu til að fagna 17 júní,  þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga. Börnin voru búin að útbúa kórónur eða hljóðfæri sem þau tóku með í gönguna auk þess sem íslenska fánanum var veifað í tilefni dagsins.

Hér má sjá myndir frá skrúðgöngunni

Kveðja frá öllum í Tröllaborgum

Hvammur – útskriftarferð

Á miðvikudaginn fór Tröllahópur í Hvammi í útskrifarferð, óvissuferð til Hríseyjar. Dagurinn var mjög skemmtilegur og mikil spenna í lofti. Hríseyingar tóku vel á móti okkur og fengum við skaplegt veður. Við brösuðum ýmislegt skemmtilegt og var það þreyttur hópur sem sneri heim í lok dags.

   

Sjá myndir hér. 

Sara Rós 6 ára

Sara Rós verður 6 ára 10. júní næstkomandi sem er á sunnudaginn. Í tilefni þess héldum við í Hvammi uppá það með henni í dag. Við óskum henni og fjölskyldu hennar til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum í Hvammi.

Sjá myndir hér.

Ferð á Leikfangasafnið – Hvammur

Á mánudaginn fórum við í heimsókn á Leikfangasafnið í Friðbjarnarhúsi í Aðalstræti 46. Þar tók Guðbjörg á móti okkur og sýndi okkur allt dótið sem hún er búin að safna sér frá því áður fyrr. Krakkarnir voru mjög dugleg að sýna virðingu og ekki snerta dótið í fyrstu herbergjunum. Síðan enduðum við á að fá að leika í leikherberginu að dótinu sem má leika með og krakkarnir skemmtu sér konunglega.

Sjá myndir hér.

  

Ferð í Lystigarðinn – Hvammur

Við í Hvammi skelltum okkur í strætóferð í Lystigarðinn í morgun. Við röltum um garðinn og skoðuðum blómin, gosbrunnana og annað sem á vegi okkar varð. Krakkarnir fengu öll að taka nokkrar myndir af því sem vakti þeirra áhuga. Myndirnar eru skemmtilega alls konar og þeim fannst gaman að fá að sjá um myndatökuna. Hér eru myndirnar þeirra.

Hjóladagur og umferðarskóli

Í dag var hjóladagur hjá okkur í Hvammi, krakkarnir mættu öll galvöst á hjólunum sínum og fengu að vera á þeim í útivist bæði fyrir og eftir hádegi og var mikið fjör.

2012 árangurinn byrjaði á því að fara í umferðarskólann en Selma lögga kom og fræddi þau um umferðareglurnar. Einnig sýndi hún þeim hvernig á að stilla hjálmana rétt á hausinn og hvers vegna það er mikilvægt.

 

Selma lögga skoðaði líka hjólin hjá öllum krökkunum til þess að vera viss um að bremsurnar virki.

Sjá myndir hér.

 

Evelyn Margrét 6 ára

Evelyn Margrét varð 6 ára 10. maí síðastliðinn í tilefni þess héldum við í Hvammi uppá það með henni. Við óskum henni og fjölskyldu hennar til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum í Hvammi.
Hér má sjá myndir frá deginum.

Ferð á slökkvistöð – Hvammur

Í dag fór Tröllahópur niður á slökkviliðsstöð til þess að klára Loga og Glóð verkefnið. Í vetur hafa krakkarnir séð um að vera aðstoðarmenn slökkviliðsins hér á leikskólanum og fylgst með að brunavarnir séu í lagi. Þetta var stórskemmtilegur dagur og gerðum við alls konar, krakkarnir fóru í gegnum þrautabraut, þar sem þau renndu sér niður rennibrautir, sprautuðu úr brunaslöngu, hlupu undir bununa. Síðan fengu allir pylsu og myndskreyttu gólfið á sökkvistöðinni með krítum.

Hér eru fleiri skemmtilegar myndir frá deginum.

Hjörtur Logi 5 ára

Hjörtur Logi varð 5 ára síðastliðinn föstudag 4. maí í tilefni þess héldum við í Hvammi uppá það með honum. Við óskum honum og fjölskyldu hans til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum í Hvammi. Sjá myndir hér.

Herdís Ylfa 6 ára

Herdís Ylfa verður 6 ára á morgun í tilefni þess héldum við í Hvammi uppá það með henni. Við óskum henni og fjölskyldu hans til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum í Hvammi.
Hér má sjá myndir frá deginum.

Elvar Bragi 5 ára

Elvar Bragi varð 5 ára miðvikudaginn 11. apríl síðastliðinn í tilefni þess héldum við í Hvammi uppá það með honum. Við óskum honum og fjölskyldu hans til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum í Hvammi.
Hér má sjá myndir frá deginum.

Elísabet Freyja 5 ára

Elísabet Freyja varð 5 ára sunnudaginn 8. apríl síðastliðinn í tilefni þess héldum við í Hvammi uppá það með henni. Við óskum henni og fjölskyldu hennar til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum í Hvammi.
Hér má sjá myndir frá deginum.

Rakel Amelía 6 ára

Rakel Amelía verður 6 ára á morgun í tilefni þess héldum við í Hvammi uppá það með henni í dag. Við óskum henni og fjölskyldu hennar til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum í Hvammi.
Hér má sjá myndir frá deginum.

Birna Dís 6 ára

Birna Dís varð 6 ára síðastliðinn laugardago og hæeldum við uppá það með henni á föstudaginn.  Við óskum henni og fjölskyldu hennar til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum í Hvammi. Myndir frá deginum má sjá hér.