Natalía Nótt 5 ára

Natalía Nótt var 5 ára 4. nóvember síðastliðinn og héldum við í Hvammi uppá það með henni. Við óskum henni og fjölskyldu hennar til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum í Hvammi. Hér má sjá myndir frá deginum.

 

Daníel Snær 4 ára

Daníel Snær varð 4 ára 1. nóvember síðastliðin og héldum við í Hvammi uppá það með honum. Við óskum honum og fjölskyldu hans til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá öllum í Hvammi. Hér má sjá myndir frá deginum.

Krókódílahópur

Undanfarið hafa krakkarnir í Krókódílahóp verið að læra um líkamann, skoða hvað þau eru stór og hreyfa sig á fjölbreytan hátt. Þau hafa verið að spila þar sem þolinmæðin er æfð og bíða þarf eftir að röðin komi að þeim. Þau hafa fengið Lubba í heimsókn og hjálpað honum að læra málhljópin ásamt því að leika sér saman í frjásum leik.

Sjá myndir af því þegar þau voru að skoða stærð hvers annars hér.

Blómahópur

Við í Blómahóp undanfarið höfum verið að vinna með fjölskyldurnar okkar. Við ræðum um að það eru til allskonar fjölskyldur og allar jafn góðar. Stelpurnar teiknuðu fjölskylduna sína inn í hús og skreyttu þau svo, sjá myndir hér.

Einnig höfu við verið að æfa okkur að spila en þá þurfum við að sýna þolinmæði og bíða eftir að röðin komi að okkur. Við erum mikið að spila málörvunar spil og fléttum hana þannig inn í vinnuna í hópastarfi.

Bangsadagur

Þann 26. október vorum við með bangsadag hér í Tröllaborgum. Krakkarnir komu þá með bangsavini sína í leikskólann og fengu bangsarnir að vera með krökkunum í Hvammi gegnum daginn 🙂

Sjá myndir hér.

Ferð á Amtbókasafnið

í morgun fórum við á Amtbókasafnið í Bangsasögustund. Við tókum strætó niður eftir, Bangsinn las fyrir okkur eina sögu og voru krakkarnir mjög dugleg að sitja og hlusta síðan fengum allir sem vildu að gefa bangsanum knús. Í lokin fengum við að fara og skoða bækurnar og dótið í barnadeildinni. Síðan tókum við strætó aftur heim.
Sjá fleiri myndir hér.

Tröllahópur í heimsókn á bókasafn Giljaskóla

Á föstudaginn fór Tröllahópur í heimsókn á bókasafn Giljaskóla. Þar hittum við Ingunni bókasafnsfræðing, fyst settumst við niður og hún las sögu fyrir okkur. Síðan fengu krakkarnir að skoða bækur áður en haldið var aftur heim á leið. Krakkarnir sýndu öll fyrirmyndar framkomu í heimsókninni, sýndu þolinmæði og kurteisi. Sjá myndir hér.

Val í Hvammi

Á milli klukkan 15 og 16 á daginn förum við í Hvammi í val, þar sem krakkarnir velja hvað þeim langar að gera. Það er margt brallað á þessum tíma og eru myndir frá vali í september hér.

Hér er til að mynda Glerárkirkja sem var reist einn daginn í Hvammi.

Hvammur – tröllahópur

Í gær fór tröllahópur í Hvammi í fyrsta Tröllahóps tímann. Við fórum í gönguferð þar sem við stoppuðum þar sem krakkarnir gerðu stafina sína úr sjálfum sér annað hvort ein eða saman. Síðan fórum við í Giljaskóla að leika.

Sjá myndir hér.

Hvammur – íþróttahús

Á fimmtudaginn í síðustu viku fórum við í Hvammi í fyrsta tímann okkar í íþróttahúsið. Krakkarnir skemmtu sér vel. Þau voru hugrökk að prófa ýmsa nýja hluti. Í lok tímans var okkur boðið í heimsókn í Laut þar sem við sungum með þeim tvö lög áður en við drifum okkur heim í Tröllaborgir að borða.

Sjá myndir hér.

Nýtum góða veðrið

í gær ákváðum við að nota góða veðrið fyrir hádegi og skelltum okkur í smá gönguferð í gegnum skóginn og fórum að leika okkur á leikvellinum í Bakkahlíð. Sjá myndir hér.

Í morgun ákvaðum við svo að skella okkur í strætóferð og fórum niður í fjöru og á leikvöll. Í fjörunni var margt spennandi að finna, krakkarnir hentu steinum í sjóinn, við tíndum fallega steina og  undir stærri steinunum var áhugaverðar pöddur að finna. Sjá myndir hér.

Flutningur milli deilda

Í byrjun ágúst var flutningur milli deilda hjá okkur. Frá Bergi komu Aþena Ósk, Árný Helga, Grettir, Guðrún Ásta, Hanney Svana, Ingibjörg Elín, Margrét Fjóla, Natalía Nótt, og Sara Rós. Svo komu Amelía Rós, Daníel Snær, Elísabet Freyja, Elvar Bragi, Elvar Trausti, Heiðar Kató, Hjörtur Logi og Sebastian Óliver. Við bjóðum þau og fjölskyldur þeirra öll velkomin til okkar í Hvamm. Myndir frá flutningi mili deilda eru hér.

Við erum búin að vera að njóta þess að leika okkur og læra inni á dagskipulag deildarinnar sem hópur. Myndir úr vali hér.