Móar – Krumma og Hvolpahópur

Í gær fórum við í gönguferð. Við löbbuðum um nágrenið og skoðuðm jólaljósin. Þetta var góð ferð og góð æfing fyrir börnin þar sem þau passa upp á hvert annað, labba í röð og passa sig að detta ekki í hálkunni 🙂 sjá myndir hér

Krummahópur – Móar

Við í Krummahóp erum búin að vera að vinna með haustið síðustu viku á þriðjudag fórum við í gönguferð og tíndum fullt af laufblöðum. Í dag bjuggum við svo til listaverk úr laufblöðunum. Þau voru öll mjög áhugasöm bæði við tínslu og listaverka gerð og nú er afraksturinn kominn upp á vegg. Glæsi myndir hjá þeim 🙂 Hér má sjá nokkrar myndir

Móar – aðlögun

Þann 28. ágúst byrjuðu 3 börn í Móum það eru þau Rebekka Nótt, Gabríel Máni og Elva Þórunn. Við bjóðum þau og fjölskyldur þeirra velkomin til okkar 🙂 Hér eru nokkrar myndir úr aðlöguninni.

Öskudagurinn – Berg

Í dag héldum við upp á Öskudaginn, börn og starfsfólk mættu í búningum og svo var trallað af
stað 🙂  Við fórum og sungum í nokkrum búðum í nágreninu og fengum okkur svo pylsur þegar við komum þreytt en sæl til baka. Eftir pylsuveisluna var svo gott að leggjast aðeins og hvíla sig 🙂 Sjá myndir hér

Þorrablót í Bergi

Í dag var haldið upp á þorrann í Bergi. Við byrjuðum á að bjóða upp á hafragraut og slátur í morgunverð og svo var slegið upp þorraveislu í hádeginu með öllu tilheyrandi 🙂 Sumir voru hugrakkari en aðrir en allir voru duglegir að smakka það sem var á boðstólnum. Hér eru nokkrar myndir frá deginum. Sjá hér

Rugludagur í Bergi

Í dag var rugludagur hjá okkur og að sjálfsögðu gerðum við margt ruglað í dag 🙂 stóðum í morgunmatnum, snérum borðum á hvolf og fengum okkur kanilsykur á skyrið. Alltaf gaman að breyta til og prófa nýja hluti 😉 . En myndirnar tala sínu máli sjá hér

img_6425

Leikfimi í Glerárskóla, Berg

Á fimmtudaginn síðasta fórum við í leikfimi í Glerárskóla. Við löbbuðum niður eftir og lékum okkur í alls konar þrautum í leikfimihúsinu  og löbbuðum svo til baka aftur í leikskólann. Allir voru rosalega duglegir og löbbuðu þetta með bros á vör 🙂 Mjög skemmtilegur tími sem kemur til með að vera fastur liður hjá okkur í vetur. Sjá myndir hér