Konudagur í Móum

Í morgun buðu börnin í konudagsmorgunverð 🙂 Sumum fannst pínu skrítið að hafa svona marga gesti í morgunmatnum, en allir höfðu gaman af og áttum við notalega stund saman 🙂 Takk fyrir komuna mæður og ömmur 🙂  hér eru nokkrar myndir frá morgninum. 

Gabríel Máni afmæli – Móar

Þann 12. feb. átti Gabríel Máni afmæli, við héldum upp á það í dag 🙂 Elsku Gabríel við óskum þér og fjölskyldu þinni innilega til hamingju með 2ja ára afmælið. Bestu afmæliskveðjur frá öllum vinum þínum í Móum. Myndir hér 

Öskudagur – Móar

Mikil gleði og gaman hjá okkur í dag. Við slógum (köttinn) poppið úr tunnunni og héldum öskudagsball. Voða gaman og allir kátir og glaðir. Hér er myndir sem segja allt sem segja þar 🙂

Krummahópur – Móar

Við í Krummahóp erum alltaf eitthvað að brasa. Í síðustu viku vorum við að leika okkur í hlutverkaleik og í þessari viku vorum við að æfa okkur með skæri, það er svolítið flókið fyrir litla fingur 🙂 en áhugann og eljusemina vantaði ekki. Hér eru nokkrar myndir frá þessum stundum 🙂

Bolla bolla – Móar

Já bragðgóðar eru bollurnar, bollurnar,………. Í gær fengum við að sjálfsögðu bollur í nónhressingu 🙂 og smökkuðust þær mjög vel. Hér eru nokkrar góðar myndir af bollu smakki.

 

Krummahópur – Móar

Við í Krummahóp erum komin á fullt eftir jólahátíðina. Hjá okkur er alltaf nóg að gera bæði inni og úti. Í síðustu viku máluðum við fallegar myndir, skoðuðum í gullkistuna sem Ragna kom með frá Minjasafninu og svo sungum við með Heimi Ingimars ásamt mörgu öðru skemmtilegu:) hér eru nokkrar myndir

Litlu jól í Móum

Á föstudaginn síðasta vorum við með litlu jól í leikskólanum. Börn og starfsfólk klæddu sig upp og dönsuðu í kringum jólatréð. Síðan komu jólasveinar í heimsókn og dönsuðu með okkur og kíktu svo á okkur inn í Móa. Allir vorum voðalega hugrakkir og duglegir þegar jólasveinninn kom 🙂 Í hádeginu settum við svo upp langborð og fengum hátíðarmat. Góður dagur og allir kátir og glaðir 🙂 myndir má sjá hér 

Móar – Krumma og Ugluhópur

Í gær fórum við í Krumma og Ugluhóp í strætóferð. Við fórum niður í bæ og löbbuðum um og skoðuðum jólaljós, tröllastrák, jólasveina og annað sem á vegi okkar varð 🙂 Allir voru mjög duglegir og glaðir og við áttum skemmtilega ferð saman. Sjá myndir hér

Móar – Krumma og Hvolpahópur

Í gær fórum við í gönguferð. Við löbbuðum um nágrenið og skoðuðm jólaljósin. Þetta var góð ferð og góð æfing fyrir börnin þar sem þau passa upp á hvert annað, labba í röð og passa sig að detta ekki í hálkunni 🙂 sjá myndir hér

Krummahópur – Móar

Við í Krummahóp erum búin að vera að vinna með haustið síðustu viku á þriðjudag fórum við í gönguferð og tíndum fullt af laufblöðum. Í dag bjuggum við svo til listaverk úr laufblöðunum. Þau voru öll mjög áhugasöm bæði við tínslu og listaverka gerð og nú er afraksturinn kominn upp á vegg. Glæsi myndir hjá þeim 🙂 Hér má sjá nokkrar myndir

Móar – aðlögun

Þann 28. ágúst byrjuðu 3 börn í Móum það eru þau Rebekka Nótt, Gabríel Máni og Elva Þórunn. Við bjóðum þau og fjölskyldur þeirra velkomin til okkar 🙂 Hér eru nokkrar myndir úr aðlöguninni.

Öskudagurinn – Berg

Í dag héldum við upp á Öskudaginn, börn og starfsfólk mættu í búningum og svo var trallað af
stað 🙂  Við fórum og sungum í nokkrum búðum í nágreninu og fengum okkur svo pylsur þegar við komum þreytt en sæl til baka. Eftir pylsuveisluna var svo gott að leggjast aðeins og hvíla sig 🙂 Sjá myndir hér

Þorrablót í Bergi

Í dag var haldið upp á þorrann í Bergi. Við byrjuðum á að bjóða upp á hafragraut og slátur í morgunverð og svo var slegið upp þorraveislu í hádeginu með öllu tilheyrandi 🙂 Sumir voru hugrakkari en aðrir en allir voru duglegir að smakka það sem var á boðstólnum. Hér eru nokkrar myndir frá deginum. Sjá hér