Móar – gönguferð

Í morgun fóru krakkarnir í Móum í gönguferð, við löbbuðum í skógarreitinn hérna fyrir neðan leikskólann. Þar settumst við niður og fengum okkur melónu. Á leið okkar um skóginn sáum við svo fugla, flugur og hund sem við fengum að klappa ásamt ýmsu öðru. Hér eru nokkrar myndir úr ferðinni. Sjá

Móar í þemavinnu

Í morgun héldum við áfram með þemavinnuna okkar, þar sem skynjun er á dagskrá hjá okkur núna. Við vorum að vinna með bragðskyn, við smökkuðum ýmsa ávexti ýmist sæta, súra, beiska eða harða. Börnin voru mjög spennt að smakka en smökkunin fór þó misvel í þau 🙂 Síðan vorum við með hlaup sem þau fengu bæði að mála með mynd og smakka. En myndirnar segja allt sem segja þarf 🙂 þær eru margar ansi skondnar 🙂 sjá hér

Uglu- og Krummahópur – Móar

Í morgun fóru Uglu og Krummahópur í gönguferð. Við löbbuðum í skógarreitinn hér fyrir neðan leikskólann. Í skóginum vorum við að skoða hvort við myndum rekast á Rauðhettu, úlfinn eða bara litla mús en sáum ekkert af því 🙂 En á leið okkar heim rákumst við á kött, hann var samt ekkert að heilsa upp á okkur. Í leiðinni var þetta svo góð æfing í að leiða og passa hvert annað, labba í röð og ganga yfir götu á gangbraut. Sjá myndir hér

Konudagur í Móum

Í morgun buðu börnin í konudagsmorgunverð 🙂 Sumum fannst pínu skrítið að hafa svona marga gesti í morgunmatnum, en allir höfðu gaman af og áttum við notalega stund saman 🙂 Takk fyrir komuna mæður og ömmur 🙂  hér eru nokkrar myndir frá morgninum. 

Gabríel Máni afmæli – Móar

Þann 12. feb. átti Gabríel Máni afmæli, við héldum upp á það í dag 🙂 Elsku Gabríel við óskum þér og fjölskyldu þinni innilega til hamingju með 2ja ára afmælið. Bestu afmæliskveðjur frá öllum vinum þínum í Móum. Myndir hér 

Öskudagur – Móar

Mikil gleði og gaman hjá okkur í dag. Við slógum (köttinn) poppið úr tunnunni og héldum öskudagsball. Voða gaman og allir kátir og glaðir. Hér er myndir sem segja allt sem segja þar 🙂

Krummahópur – Móar

Við í Krummahóp erum alltaf eitthvað að brasa. Í síðustu viku vorum við að leika okkur í hlutverkaleik og í þessari viku vorum við að æfa okkur með skæri, það er svolítið flókið fyrir litla fingur 🙂 en áhugann og eljusemina vantaði ekki. Hér eru nokkrar myndir frá þessum stundum 🙂

Bolla bolla – Móar

Já bragðgóðar eru bollurnar, bollurnar,………. Í gær fengum við að sjálfsögðu bollur í nónhressingu 🙂 og smökkuðust þær mjög vel. Hér eru nokkrar góðar myndir af bollu smakki.

 

Krummahópur – Móar

Við í Krummahóp erum komin á fullt eftir jólahátíðina. Hjá okkur er alltaf nóg að gera bæði inni og úti. Í síðustu viku máluðum við fallegar myndir, skoðuðum í gullkistuna sem Ragna kom með frá Minjasafninu og svo sungum við með Heimi Ingimars ásamt mörgu öðru skemmtilegu:) hér eru nokkrar myndir

Litlu jól í Móum

Á föstudaginn síðasta vorum við með litlu jól í leikskólanum. Börn og starfsfólk klæddu sig upp og dönsuðu í kringum jólatréð. Síðan komu jólasveinar í heimsókn og dönsuðu með okkur og kíktu svo á okkur inn í Móa. Allir vorum voðalega hugrakkir og duglegir þegar jólasveinninn kom 🙂 Í hádeginu settum við svo upp langborð og fengum hátíðarmat. Góður dagur og allir kátir og glaðir 🙂 myndir má sjá hér 

Móar – Krumma og Ugluhópur

Í gær fórum við í Krumma og Ugluhóp í strætóferð. Við fórum niður í bæ og löbbuðum um og skoðuðum jólaljós, tröllastrák, jólasveina og annað sem á vegi okkar varð 🙂 Allir voru mjög duglegir og glaðir og við áttum skemmtilega ferð saman. Sjá myndir hér

Móar – Krumma og Hvolpahópur

Í gær fórum við í gönguferð. Við löbbuðum um nágrenið og skoðuðm jólaljósin. Þetta var góð ferð og góð æfing fyrir börnin þar sem þau passa upp á hvert annað, labba í röð og passa sig að detta ekki í hálkunni 🙂 sjá myndir hér

Krummahópur – Móar

Við í Krummahóp erum búin að vera að vinna með haustið síðustu viku á þriðjudag fórum við í gönguferð og tíndum fullt af laufblöðum. Í dag bjuggum við svo til listaverk úr laufblöðunum. Þau voru öll mjög áhugasöm bæði við tínslu og listaverka gerð og nú er afraksturinn kominn upp á vegg. Glæsi myndir hjá þeim 🙂 Hér má sjá nokkrar myndir

Móar – aðlögun

Þann 28. ágúst byrjuðu 3 börn í Móum það eru þau Rebekka Nótt, Gabríel Máni og Elva Þórunn. Við bjóðum þau og fjölskyldur þeirra velkomin til okkar 🙂 Hér eru nokkrar myndir úr aðlöguninni.

Öskudagurinn – Berg

Í dag héldum við upp á Öskudaginn, börn og starfsfólk mættu í búningum og svo var trallað af
stað 🙂  Við fórum og sungum í nokkrum búðum í nágreninu og fengum okkur svo pylsur þegar við komum þreytt en sæl til baka. Eftir pylsuveisluna var svo gott að leggjast aðeins og hvíla sig 🙂 Sjá myndir hér